Leita í fréttum mbl.is

Hvert liggur leið?

okkar þjóðar sem ætlar að búa við núverandi fyrirkomulag stéttarfélag og vinnudeilna?

Mér finnst það blasa við að "kjarasamningar" eins og ég  hef upplifað þá á langri ævi geti ekki gengið áfram hjá frjálsri þjóð. Það er ekki hægt að tala um frelsi einstaklinga til kjarasamninga þegar þeir nota samtakamátt til þess að þvinga fram frelsisskerðingu óskyldra einstaklinga. Bera enn aðra fyrir sig sem gísla að hætti hryðjuverkamanna. Ekki rímar sú hegðun við neina þá frjálshyggju eða hægri öfgamennsku sem ég þekki að minnsta kosti.

Ég man eftir miklum fundahöldum á Hótel Loftleiðum þar sem mönnum var sagt að stinga sér til sunds þó þeir sæju ekki til lands. Menn gátu alltaf treyst á krónuna til að bjarga málunum því "Situr einn með sorgarfés,Seðlabanka Jóhannes, fellir gengið fyrsta des, fer þá allt til helvítes" SÍS fékk að leysa inn allar erlendar kröfur kvöldið áður en önnur verslun ekki.

Svo man ég glöggt þegar vinstristjórnin hans Ólafs Jóhannessonar og Lúðvíks stytti vinnuvikuna um 10 % og hækkaði allt kaup um 10 % til viðbótar. Skuttogarar á hvern fjörð áttu að auka framleiðnina eins og afnám kaffitímannna núna. Það kom svo einhver smávegis verðbólga  í kjölfarið sem skapaði áhugaverða tíma. Auðvitað höfðu menn spurnir af því að svona gengju hlutirnir ekki fyrir sig í V-Þýskalandi og gera víst ekki enn. En þetta var okkar veruleiki og hefur lítið breyst.

 Svona var líka unnið á Bretlandseyjum  og þar voru verkföll daglegt brauð. Bretum tókst að lækna sig.  Margrét Thatcher gerði mönnum ljóst að verkfallsmenn yrðu ábyrgir fyrir tjónum sem þeir yllu og fylgdi því eftir og fékk viðurnefni fyrir. 

Ég er hættur að lifa í  þessu umhverfi sem þáttakandi og er bara þolandi eins og annað hrakvirði þessa þjóðfélags. En mér finnst kominn tími til að svonefndir viðsemjendur  fari að taka upp miklu harðari viðbrögð við sífelldum skærum. Víðtækar verksviptingar gætu bitið svo um munar og leyst deilurnar mun fyrr og ódýrar en nú tíðkast. Þá munu menn grátbiðja um lagasetningar til að frelsast frá sjálfum sér í stað þess digurbarka sem nú tíðkast. Menn þurfa að fá að horfa framan í að tapa einni vertíð úr lífinu.  Ferðasumarið 2014 verður að leggja undir í heilu lagi til þess að menn komi niður á jörðina og geti farið að hugsa sinn gang.

Að óbreyttu liggur leiðin bara norður og niður og þaðan beint  til Evrópusambandsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já orð að sönnu kæri Halldór.

Mestu logar helvítis eru kyntir hjá ráðherraráðinu og forseta ESB.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2014 kl. 14:36

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Að koma auga á lausn vandamála landsins er ekki það léttasta, en þó held ég að fólkið í landinu (ekki RVK) hafi fundið lausnina. Eftir að hafa hlustað og tekið púlsinn á fólkinu er samhljómur í að það verði að stokka upp á nýtt með handafli. Henda út öllum úr alþingishúsinu og negla spýtu fyrir og láta svo fólkið stjórna í sínum umdæmum úti á landi og hafa þar alla stjórnsýslu sem til þarf eins og í Sviss.Það er sá grunntónn sem ég skynja.

Eyjólfur Jónsson, 13.5.2014 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband