16.5.2014 | 08:30
6.maður á lista Sjálfstæðismanna
í Reykjavík skrifar í Morgunblaðið í dag.
Marta Guðjónsdóttir vekur athygli fyrir að skilja kjarnann frá hisminu á skýran og skilmerkilegan hátt. Marta skrifar:(Bloggari sleppir kaflafyrirsögnum en feitletrar að vild sinni!)
" Vesturbærinn í Reykjavík er heillandi borgarhluti, misgamalla en heilsteyptra íbúðahverfa og rótgróins mannlífs. Hann á sér langa og fjölbreytta sögu og þar má ljóslega lesa reykvíska byggingarsögu, allt frá elstu húsunum við Vesturgötu frá því á 19. öld, og fikra sig til nútímans, upp Stýrimannastíginn, yfir Landakotshæðina og suður á Haga og Ægisíðu.
Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur og útfærslur þess í nýlegum hugmyndum að hverfaskipulagi, eru alvarleg ögrun við mörg íbúðahverfi þessa borgarhluta, sérkenni þeirra og yfirbragð.
Innan skamms eiga að rísa drungalegir íbúðakassar við Mýrargötu í hrópandi misræmi við gömlu húsin við Nýlendugötu, Bakkastíg og Vesturgötu.
Þrengja á mjög að byggðinni í fullbyggðum hverfum með því að fara inn á lóðir íbúa og nýta þær til uppbyggingar. Þannig er gert ráð fyrir byggingum á bílskúrslóðum og bílastæðum við Hjarðarhaga, Meistaravelli og á KR-svæðinu við Flyðrugranda. Gert er ráð fyrir að byggt verði á lóð skólagarðanna við Þorragötu. Fá græn svæði eru orðin eftir í hverfinu og með þessu skipulagi fær ekki einn einasti grænn blettur að vera í friði.
Einnig er gert ráð fyrir miklum breytingum á gatnakerfinu í hverfinu. Opna á götur og þrengja stofnæðar. Grenimelur og Reynimelur verða opnaðir út á Hofsvallagötu, Kaplaskjólsvegur út á Hringbraut, Víðimelur út á Birkimel, Hagamelur út á Hagatorg sem gerir Melskólann að umferðareyju og síðast en ekki síst þá verður Hringbrautin þrengd og gerð að svokallaðri borgargötu eins og Borgartúnið og Hofsvallagatan er.
Þessar þrengingar munu beina bílaumferð í síauknum mæli inn í íbúðahverfin. Þrengingar við Hofsvallagötu hafa nú þegar aukið umferð ökutækja gegnum íbúðahverfi Melanna um 1.000 bíla á dag. Hvað ætli þeir verði margir þegar búið er að þrengja Hringbrautina líka?
Vesturbæingum var illa brugðið þegar þeir sáu þessar hugmyndir og urðu agndofa og gagnrýndu þetta skipulag harðlega. Þá brá borgarstjórnarmeirihlutinn á það ráð að svæfa málið. Það er ekki nýlunda hjá þeim að svæfa óþægileg mál og það er heldur ekki tilviljun að bakkað er í málinu einmitt á þessum tímapunkti rétt fyrir kosningar.
Það er augljóst mál að Samfylkingin og Björt framtíð ætla sér að halda áfram að vinna að þessu umdeilda hverfaskipulagi fái þeir stuðning til þess í komandi borgarstjórnarkosningum. Enda byggist hverfaskipulagið á Aðalskipulaginu sem Dagur B. Eggertsson fullyrti á borgarstjórnarfundi 6. maí sl. að ekki ætti að bakka með. Meirihlutinn hefur unnið að þessu skipulagi allt kjörtímabilið og kostnaðurinn við það verður kominn upp í 150 milljónir á þessu ári. Það er því ekki trúverðugt að Samfylkingin og Björt framtíð séu hætt við þessi áform sín, það er einfaldlega verið að kaupa sér tíma rétt fram yfir kosningar og svo verður skipulagið keyrt í gegn, ekki bara í Vesturbænum heldur um alla borg.
Borgarbúar hafa því miður reynslu af slíkum vinnubrögðum Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Þegar 12.000 foreldrar mótmæltu skólasameiningum í borginni þá var málið svæft rétt á meðan mestu mótmælin áttu sér stað og voru svo keyrðar í gegn.
Vesturbæingar muna líka fundinn í Hagaskóla þegar þess var krafist að breytingarnar á Hofsvallagötu yrðu dregnar til baka. Á þessum sama fundi lýstu íbúar yfir áhyggjum sínum af stóraukinni umferð inn í hverfið eftir breytingarnar á Hofsvallagötunni og bentu á að öryggi barna sem eru að leik eða á leið í og úr skóla væri ógnað. Á þetta hefur ekki verið hlustað og þessar framkvæmdir hafa ekki verið dregnar til baka að fullu þrátt fyrir vilja íbúa og nú stendur til að setja 150 milljónir í að breyta götunni enn meira.
Þá hefur heldur ekki verið hlustað á þá 70 þúsund einstaklinga sem mótmælt hafa lokun Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Undirskriftasöfnuninni var stungið undir stól og látið eins og hún hafi aldrei átt sér stað.
Þetta er nú allt samráðið og íbúalýðræðið sem Samfylkingin og Besti flokkurinn/Björt framtíð boðuðu og staðfestir hvernig farið er gegn hagsmunum og vilja borgarbúa í hverju málinu á fætur öðru."
Það er ánægjulegt að farið sé að heyrast í frambjóðendum Sjálstæðisflokksins. En 3 af listanum skrifa í Moggann í dag. Menn hafa túlkað þögnina fram að þessu sem svo að frambjóðendurnir hefðu lítið til málanna að leggja. Marta fyrir sitt leyti afsannar þá kenningu með því að fletta ofan af meirihlutanum svo rækilega sem hún gerir.
Það er mála sannast að þeir kumpánar B.Dagur og S.Björn hafa einbeittan brotavilja gegn Reykjavíkurflugvelli og munu hvergi skirrast við skemmdarverk sín taki Reykvíkingar ekki eftir hættunni sem af þeim stafar. Svo kemur Ingvi Hrafn og segir blákalt að hann geti hugsað sér B.Dag sem borgarstjóra þrátt fyrir vináttu við Flugvöllinn.
Ingvi Hrafn og allir aðrir ættu að leggja leið sína í Fluggarða á sunnudaginn kl 14:00-17:00 og skoða hvað þar fer fram. Menn fara eins og þeir ætli í innanlandsflug en ganga norður og niður fram hjá vöruafgreiðslunni gulbrúnu og að félagsheimilinu á gamla flugskýlisgrunninum og fara þar í gegn inn á svæðið.
Það er ánægjulegt að sjá að kviknað hefur lítið eitt á perum Sjálsftæðismanna í Borginni með skrifum þeirra Kjartans Magnússonar og Áslaugar Friðriksdóttur sem bæði láta nú í sér heyra í ágætum greinum. En sérstakar þakkir eru sendar til 6. manns á lista Sjáflstæðismanna í Reykjavík fyrir hans þörfu grein um Flugvöllinn og þá vá sem öllum stafar af endurkjöri B.Dags og S. Bjarnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420088
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.