Leita í fréttum mbl.is

"Þegiðu háttvirtur þingmaður

Vigdís Hauksdóttir. Svo mæltist Steingrími J. á lokamínútum klukkustundar ræðu á lokametrum þingsins nú í vor. Síðan sakaði hann forseta þingsins um að sitja sofandi í forsetastól.

Aðeins eitt orð skapaði þennan ofsa hjá þingmanninum: »Landsbankabréfið«. Allt byrjaði þetta með samningi 15. desember 2009 þegar Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra. Hann samþykkti að Nýi Landsbankinn gæfi út 260 milljarða skuldabréf til þrotabús gamla Landsbankans í evrum, pundum og bandaríkjadollurum. Eftir að Hæstiréttur dæmdi gengislánin ólögleg komu fram áhyggjur af því að bankinn gæti ekki staðið undir skuldabréfinu. Það voru m.ö.o. færðar handónýtar eignir án nokkurra efnislegra fyrirvara inn í Nýja Landsbankann. Á þessum tíma var nokkuð sjáanlegt að gengistryggð lán væru ólögleg eins og seinna kom á daginn og varað var við.

Auk þess var gefið út 92 milljarða skilyrt skuldabréf og er það m.a. ástæða þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar gaf það út á blaðamannafundi þann 3. desember 2010 að meira yrði ekki gert fyrir heimilin, slík var harkan í innheimtuaðgerðum.

Saman standa þessi bréf í 350-360 milljörðum í erlendum gjaldeyri sem ekki er til. Þetta er klafi um háls þjóðarinnar um langa framtíð. Hin hliðin og nátengt þessu máli eru Icesave-samningar Steingríms sem að lokum og eftir mikla baráttu voru dæmdir sem ólögvarin krafa. Eftir að fundargerðir frá þessum tíma voru birtar þá er augljóst að allan tímann var verið að friða erlenda kröfuhafa, fórna þjóðarhag og ganga í berhögg við neyðarlögin. Ekki er hægt að hugsa þá hugsun til enda hefði Steingrímur J. náð sínu fram í báðum málum. Því er von að fyrrverandi fjármálaráðherra sem hefur landað svo »glæsilegum samningum« við alþjóðlega fjármálaheiminn fari af hjörum þegar kvenkyns þingmaður uppi á Íslandi truflar handritið og hvísli í hliðarsal Alþingis »Landsbankabréfið«."

Þetta er grein eftir þessa háttvirtu þingkonu í Morgunblaðinu frá í dag.

Hún er er að tala um sama Steingrím J. Sigfússon og lögleiddi veðsetningu kvótans og framsalið. Sama Steingrím J. Sigfússon sem dróg Geir Haarde fyrir Landsdóm "með hryggð í hjarta"og krókódílstárin glitrandi í augunum.  Sama Steingrím J. Sigfússon sem hafði áður kýlt  Geir Haarde inni á Alþingi í bræðiskasti.

Sama Steingrím J. Sigfússon sem kostaði þjóðina hundruð milljarða með afskiptum sínum af SpKef, BYR, VBS, Saga Capital, Íslandsbanka og Arajón-banka til viðbótar Landsbankahneykslinu.

Og þessum sama Steingrími J. Sigfússyni á þjóðin að borga verðtryggðan lífeyri og margföld eftirlaun umfram þá öreiga sem hann segist bera mest fyrir brjósti.

Íslenskir fjölmiðlar standa á öndinni í hvert sinn sem þessi maður tekur til máls. Allstaðar er hann með skoðanir sem vekja meiri athygli fréttamanna en nokkuð annað. Skrifar bækur sem afla drjúgra tekna í vasana.

Sem betur fer þagnar háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir ekki þó henni sé sveijað eins og hundi á réttarvegg af ótíndum dóna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 3420086

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband