11.6.2014 | 08:37
Valdimar og Styrmir
deila um afstöðuna til Islam. Valdimar Jóhannesson er einarður andstæðingur Islam vegna stjórnmálabakgrunns alls kerfisins sem Valdimar greinir sem hættulegan fyrir allt umhverfi Islams. Styrmir Gunnarsson ritstjóri horfir meira framhjá stjórnmálaþættinum og leggur meiri áherslu á trúarþáttinn sem honum finnst heilagur.
Valdimar andmælir skrifum Styrmis ítarlega í Morgunblaðinu í dag í þessum orðum:(bloggari feitletrar að vild.)
"Skrýtið að maður sem hafði m.a. það verkefni í áratugi að upplýsa lesendur Mbl. um kosti vestræns lýðræðis umfram alræðiskerfi kommúnismans og fasismans skuli nú ekki þekkja ókindina þegar hún horfist í augu við hann.
Skrif Styrmis Gunnarssonar, fyrrv. ritstjóra Morgunblaðsins, valda mér vonbrigðum. Ekki endilega vegna þess að hann er ósammála mér um viðbrögð gegn innrás íslam hingað, sem er skipulagt jihad til þess að ná Íslandi undir íslam og sharíalög. Vonbrigði mín stafa af því hvað hann notar billegar klisjur máli sínu til stuðnings og hvað hann lætur yfirþyrmandi upplýsingar um hrylling íslam sér í réttu rúmi liggja. Sönnunargögn gegn íslam hrannast þó upp.
Íslam, kommúnismi og fasismi eru náskyld stjórnmálakerfi. Trúarþáttur íslam er notaður sem dulbúningur, eins konar slæða, hijab eða jafnvel búrka. Styrmir er með skrifum sínum að breyttu breytanda í raun að taka undir hróp þeirra sem ávallt kölluðu »Moggalygi« þegar sagt var frá hörmungum þjóða sem bjuggu við kommúnisma og varað við ásælni hans hér. Nú eru notaðir merkimiðarnir »rasistar«, »útlendingahatarar« og önnur fráleit hugtök til þess að gera hróp að okkur sem vörum við alræðiskerfi sem ætlar sér heimsyfirráð.
Ódýrast af öllu í grein Styrmis er að ræða réttindabaráttu blökkumanna í þessu samhengi. Ég er ekkert síður en hann fylgjandi »litblindum« heimi. Þannig eru flestir réttsýnir menn. Styrmir fer illa með staðreyndir þegar hann vill sanna yfirburði sína gegn okkur lubbunum og nefnir Nelson Mandela. Mandela fékk heiminn með sér fyrir heillavænleg spor til sátta eftir að gæfan snerist honum í vil og hann var kosinn forseti S-Afríku. Helgimyndin Mandela átti sér einnig dökka bakhlið, sem Styrmir gleymir . Hann var enginn Kristur, Gandhi eða Martin Luther King. Hann var ekki aðeins samviskufangi heldur átti hlutdeild í hryðjuverkastarfsemi sem skildi eftir sig dauða og tortímingu. Hann heiðraði skálkana Muammar Gaddafi í Líbíu og Suharto í Indónesíu með æðstu viðurkenningu sem S-Afríka veitir erlendum mönnum og var í nánum samskiptum við Castro.
Styrmir segir okkur sem erum í andófi gegn innrás íslam vilja bakka aftur fyrir 1874 af því að við séum á móti trúfrelsi og jafnvel skoðanafrelsi. Hvaða vitleysa er nú þetta? Íslam er annað og meira en aðeins trúarbrögð. Íslam skilur ekki á milli hins veraldlega og trúarlega. Því eiga trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar ekki við. Engan þekki ég sem vill afnema þessa grein stjórnarskrárinnar frá 1874. Þvert á móti hef ég ítrekað bent á að virða þurfi hana en ekki líta fram hjá henni. Lítum nánar á 63. grein stjórnarskráinnar:
»Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.«
Þeir sem þekkja íslam vita að íslam samræmist ekki góðu siðferði eða allsherjarreglu. Flestir sem ekki þekkja íslam ættu að hafa hugboð um þetta sama.
Hvaða boðar íslam sem ekki samræmist allsherjarreglu? Hér koma nokkur atriði: Misrétti milli karlmanna og kvenna. Misrétti milli múslíma og annarra trúarhópa. Dauðarefsingar fyrir að ganga af íslamstrú. Dauðarefsingar fyrir samkynhneigð. Limlestingar fyrir t.d. þjófnað. Dauðarefsingar fyrir að hallmæla íslam. Bann á tjáningarfrelsi um íslam. Dauðarefsingar fyrir að hallmæla Múhammeð. Karlmönnum er leyft að eiga fjórar konur. Margt fleira ljótt má tína til.
Íslam byggist á Kóraninum, Sirah (opinberri ævisögu Múhammeðs) og helstu hadíðum (frásögnum um orð og athafnir Múhammeðs). Kóraninn er orðrétt opinberun Allah til Múhammeðs í gegnum erkiengilinn Gabríel og banvænt guðlast að efast um sannleiksgildi hans! Og þetta eru ekki einu sinni ýkjur! Allt rekst hvert á annars horn í kóraninum og enginn leið að skilja þar upp né niður í neinu nema hafa Sirah og hadíður til hliðsjónar. Dúalismi er helsta einkenni kóransins. Þar má engu breyta að viðlagðri dauðarefsingu.
Sama gildir um þá sem segja sannleikann um Múhammeð, hina sönnu fyrirmynd allra múslíma. Hann var samkvæmt lýsingu í Sirah og hadíðum hræðilegur maður í alla staði, barnaníðingur, herskár ræningi, kaldrifjaður fjöldamorðingi og nauðgari. Helst er á Styrmi að skilja að varði við meiðyrðalöggjöfina að segja sannleikann um þetta. Vill Styrmir banna umræður almennt um stjórnmálastefnur og trúarbrögð? Hver er sá sem í raun vill bakka aftur fyrir árið 1874?
Styrmir þarf að átta sig á að engu má breyta í íslam og að lífshættulegt er fyrir múslíma að gagnrýna stýrikerfið sem nær til alls lífs þeirra, jafnt í opinberu- sem einkalífi. Hann þarf einnig að átta sig á að meirihluti múslíma er innrættur frá blautu barnsbeini með hollustu við sharíalög, sem þeir telja lög Allah. Mjög fáir meðal þeirra styðja almennt trúfrelsi. Hann þarf einnig að skilja að þar sem íslam er að nema lönd er þetta rækilega falið og talsmönnum þess kennt að beita taqiyya, kitman og tawriya sem eru ýmis form lyga, sem múslímar ekki aðeins mega beita heldur eiga að beita til að rugla kuffar (allir sem ekki eru múslímar og jafnvel þeir sem ekki eru í sömu trúardeild) í ríminu, því að öll ráð eru leyfileg í stríði og þá ekki síst gegn okkur sem þeir skilgreina sem árásaraðila af því að við erum hindrun í því að allur heimurinn falli undir þeirra íslam og Allah, sem heimurinn tilheyrir í raun.
Umburðarlyndi gagnvart umburðarleysinu, grimmd og kúgun, sem umfram allt einkennir íslam, er engin dyggð. Þvert á móti."
Það má fullyrða að Styrmir Gunnarsson myndi aldrei styðja stjórnmálaöfl sem stefndu að alræði og kúgun á Íslandi.
Munurinn á honum og Valdimari er að Styrmir reynir að horfa framhjá stjórnmálaþættinum sem er ívaf Islams.
Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans frá 1929 sem við líklega allir, Valdimar, Styrmir og ég aðhyllumst, er ekki með neinu ívafi um að takmarka þurfi frelsi þeirra sem ekki aðhyllast stefnu flokksmanna.
Á Sjálfstæðisflokknum og Islam er því grundvallarmunur í valdboðun . Annarsvegar frelsi til hugsana orðs og æðis. Hinsvegar forskrift að þvi hvað megi segja, hugsa eða gera.
Óskandi væri að menn vildu velta þessum mun fyrir sér áður en þeir fella Islam alfarið undir trúfrelsi.
Islam er annað og meira en trúarbrögð.
Þar liggur ágreiningur þessara miklu hugsjónamanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll kæri Halldór.
Salman Tamini sagði í útvarpi Sögu nýverið þar sem Valdimar var ásamt Salman, að handarhöggva eigi þjófa.
Jón Valur Jensson hefur á bloggi sínu reynt að fá Salman til að viðurkenna að þetta sé stefna hans og skoðun sem æðstaprest múslima í söfnuði sínum hér á landi, eða draga það til baka.
Hvorugt gerir Salman enda ef hann dregur þetta til baka þá verður hann settur af sem prestur þeirra og ef hann staðfestir þá er hann brotlegur við stjórnarskrána eins og Jón Valur og Valdimar benda á.
Ég sagði að Salman Tamini þarf að hysja upp um sig buxurnar og gera hreint fyrir dyrum sínum svo enginn velkist í vafa um skoðun hans í þessu máli.
Við þurfum að vita hvort við hýsum brennuvarg Bertholds Brecht eður ei.
Ég er þess fullviss að hér eru brennuvargarnir að bera inn eldsneytistunnur í gamavis.
Hér er slóð inn á utvarpsviðtalið :
http://www.utvarpsaga.is/frettir/637-salmann-hlynntur-aflimun-%C3%BEj%C3%B3fa-%C3%AD-refsingarskyni.html#.U5g2GKMRftq
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.6.2014 kl. 10:58
Hann hefur farið fram með miklum yfirgangi, Prédikari, gegn Salmann, eins og ýmsum öðrum. Það færi engin manneskja með minnstu sjálfsvirðingu að ansa svona yfirvöðslu.
Elle_, 12.6.2014 kl. 07:58
Elle
Er það yfirvaðsla að biðja um staðfestingu á hans eigin orðum?
Ertu í Einsmalsfylkingunni?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.6.2014 kl. 08:22
Kommarnir í Sósíalitsaflokknum, sem Styrmir barðist gegn á sínum tíma réttlættu kúgun og einræði Stalíns og boðuðu að slíku skyldi koma á hér á landi.
Þeir smeygðu sér inní verkalýðsfélögin og verkalýðsfélögin.
Til þess að boða þessa byltingu notuðu kommarnir Þjóðviljann og áttu bæði prentsmiðju og hús.
Aldrei minnist ég þess að Styrmir eða Ólafur og Bjarni teldu kommana hafa fyrirgert rétti sínum til skoðana- og tjáningarfrelsis, eða rétti til að eiga málgögn og eignir.
Ómar Ragnarsson, 12.6.2014 kl. 10:29
Gott hjá Ómari.
Heimta væri nær sanni, Prédikari. Og það opinberlega í hans eigin bloggi þar sem hann fer með valdið. Prédikari, ef þú kýst að verja svona yfirvöðslu, þú um það. Hinsvegar, voruð þið ekki akkúrat að gagnrýna það varðandi Islam? Maðurinn er ekki með það vald að heimta neitt svar frá Salmann, þó hann vildi. Fólk fælist svona og þú gast ekki búist við að Salmann færi að svara þarna. En ef maður bendir á það, algerlega burtséð frá Islam sem ég sagði ekki orð um við ykkur, er maður kallaður skilningslítill af þeim sem snýst alltaf í sókn.
Og úr því þú varðst að svara, hlýturðu að geta komið með skárra svar. Svo er ég ekki í neinum stjórnmálaflokki og stjórnmálaflokkur kemur málinu ekki við, og spurningin óhefluð og úti á hafi, býst líka við að þú vitir hvað ég fyrirlít þann stjórnmálaflokk og hafir ætlað að vera niðurlægjandi. Þannig að ég bið þig að sleppa spurningunum.Elle_, 12.6.2014 kl. 11:39
Got og vel Elle, en pistill þinn hinn fyrri var eins og kæmi hann úr röðum þeirrar alræmdu fylkingar, þannig að okkur hinum er vorkunn að skilja sem svo.
Salman vill skiljanlega hvorki játa né neita ummælum sínum í útvarpinu því hvorugur kosturinn hans er góður. Múslimar munu að vonum fylgjast grannt með komi nokkurn tímann frá honum svar.
En ég stend við það að það getur seint ef nokkru sinni talist uppivöðslusemi að spyrja forsvarsmanns trúfélags um hans eigin orð til þess að fá þau staðfest.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.6.2014 kl. 12:28
Prédikari, pistillinn minn fyrri var eins og hann kæmi frá mér, þú hlýtur að hafa misskilið meininguna, en ég var ekkert að ræða Islam. Og ég stend líka við það að fólk fælist svona menn og muni fyrr verjast en fara beint að svara spurningunum.
Elle_, 12.6.2014 kl. 12:37
Svala Thorlacius vildi láta gelda kynferðisglæpamenn minnir mig. Er það nokkuð öðruvísi en að láta handhöggva þjófa? Og þá er það skilgreiningaratrið hvað er sá þjófur mikill sem þarf að sæta slíku hjá múislímum?.Eru nauðgararar og barnaníðingar ekki þjófar líka? Stela lífum?
Líklega viljum við ekki svona í okkar samfélagi frekar en dauðarefsingar eigi upp á pallborðið. Þjóðfélagið má ekki stjórnast af heiftinni einni saman eins og meistari Jón lýsti hennni.
Halldór Jónsson, 12.6.2014 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.