Leita í fréttum mbl.is

Ja hérna!

Vissu menn hvaða hetja var meðal vor?

Ég rakst á þetta á bloggi Gústafs A. Skúlasonar sem býr í Svvíþjóð:

Var það Hörður Torfason sem búsáhaldabylti Íslandi ?

 

Skärmavbild 2014-05-19 kl. 20.27.05

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í áróðurshópnum The Knowledge Movement, sem elur á sundrungu Bandaríkjamanna og öfundsýki gegn repúblikönum og efnuðum Bandaríkjamönnum, er mynd af "skipuleggjanda íslensku byltingarinnar" sem lét fangelsa bankastjóra og skipta út stjórnmálamönnum án þess að skjóta einni einustu byssukúlu.

Undir fyrirsögninni "Hvernig lemja (sigrast) á 1 prósentin" eignar Hörður Torfason sér heiðurinn af því: 

  • að forsætisráðherra og öll ríkisstjórnarin hafi verið neydd til afsagnar
  • að forsætisráðherra og bankaglæpamenn voru ákærðir
  • að forstjórar þriggja stærstu bankanna voru handteknir og aðrir reknir úr landi 
  • að kosið var ráð til að skrifa nýja stjórnarskrá gegn skuldasöfnun
  • að stærsti banki Íslands var þjóðnýttur
  • að ný ríkisstjórn kynnti 110% leiðina
Ja hérna!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

WOOOOOW ! ! !

Hvað heyrir maður næst?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.6.2014 kl. 06:30

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er frjálslega farið með staðreyndir. Hvort Hörður eða VG stóð að mótmælunum á Austurvelli skiptir kannski ekki svo miklu máli, það er lítill munur á k_k og sk_t .

En um þær staðreyndir sem taldar eru upp í þessu sovétættaða veggspjaldi má segja nokkur orð:

Forsætisráðherra og ríkisstjórn voru vissulega neydd til afsagnar. En hvað kom í staðinn?  Fólk sem ekki hafði kjark til að standa í lappirnar og lippaðist niður fyrir öllum kröfum erlendra kröfuhafa. Má þar nefna icesave og gjafargjörningur á tveim af þrem stæðstu bönkum landsins. Icesave var stöðvað af þjóðinni, en gjafagjörningnum haldið vel frá henni og reyndar Alþingi einnig. Enginn fékk að vita um þann gjörning fyrr en nærri ári eftir að hann hafði farið fram. Þá var Landsbankanum gert að samþykkja skuld upp á fleiri hundruð milljarða til þessara erlendu kröfuhafa og skrifa undir skuldabréf því til staðfestingu. Það skuldabréf gæti hæglega orðið banabiti bankans.

Forsætisráðherra og bankaglæpamenn voru ákærðir. Eins og ljóst var frá upphafi var ákæran á forsætisráðherra pólitískar nornaveiðar og niðurstaða dómsins kannski ekki í samræmi við ætlun þeirra sem þær veiðar stunduðu. Bankaglæpamennirnir eru enn að velkjast í dómskerfinu, en næsta víst er að lögfræðingaher þeirra nái fram sýknun fyrir þá.

Hafi forstjórar þriggja stæðstu bankanna verið handteknir hefur sú frétt farið framhjá mér. Hins vegar voru þeir kallaðir til yfirheyrslu, eins og fjöldi annara. Ekki veit ég til að neinn hafi verið rekinn úr landi, þó ljóst sé að sumir þeirra sem spiluðu í framlínunni fyrir hrun skammist sín og kjósi að búa erlendis. Þá neyddist mikill fjöldi fólks til að yfirgefa landið vegna þeirrar ríkisstjórnar sem tók hér völd þann 1. febrúar 2009.

Stjórnarskrármálið var einn alsherjar frasi, þar sem sumir töldu sig æðri öðrum. Niðurstaða þess máls var í fullkomnu samræmi við hvernig að því var staðið. Kannski var grátbroslegast við þann farsa að ríkisstjórnin ákvað að brjóta gildandi stjórnarskrá til að koma málinu fram.  

Kannski má segja að stór hluti landsins hafi verið þjóðnýttur. Þó ekki á þann veg að völdin færðust til stjórnvalda eða kjörinna fulltrúa, heldur lífeyrissjóðanna. Nú er staðan hér sú lífeyriskerfið ræður yfir stæðstum hluta fjármagns landsins og stæðstum hluta fyrirtækja. Í stjórnum sjóðanna situr ekki einn einasti kjörinn fulltrúi, þeir eru allir skipaðir og þurfa ekki að standa gerðum sínum skil gagnvart nokkrum. Má ég þá heldur biðja um heilbrigða samkeppni í anda frjálshyggjunnar!

Enginn banki var þjóðnýttur, hins vegar fóru þrír stæðstu bankarnir í þrot og á rústum þeirra reysti ríkið nýja banka, ekki einn heldur þrjá. VG liðar vilja auðvitað gleyma tveim þeirra og færa söguna til svo betur líti út, enda þeirra formaður sem síðar gaf erlendum kröfuhöfum tvo af þessum þrem bönkum. Eina skýring þessa gjörnings er aumingjaskapur og gunguháttur þess manns.

Allir þekkja 110% leiðina hvernig hún virkaði. Þar var byggt undir þá sem offari fóru fyrir hrun og höfðu reyst sér burðarás um öxl, meðan hinir sem varlegar fóru fengu ekkert. Meðan þeim var hjálpað sem voru svo skuldugir að gjaldþrot flestra þeirra var óumflýjanlegt, jafnvel þó ekkert bankahrun hefði orðið, þurftu þeir sem áttu allt að helming í sinni fasteign að horfa upp á þann eignarhluta færða bönkunum, í boði stjórnvalda. Það eru ekki margir enn uppistanandi sem þáðu þessa 110% leið, flestir komnir á hausinn. Þessi leið var því algerlega tilgangslaus og einungis fjáraustur til einskis.

Við vitum hvað "búsáhaldabyltingin" (VG byltingin) gaf af sér. Því miður fáum við aldrei að vita hvernig hefði farið ef sú bylting hefði aldrei orðið. Þó er ljóst að uppbyggingin hefði aldrei getað orðið verri en hún varð. Kannski værum við fyrir nokkru komin á sléttan sjó, ef eðliega hefði verið staðið að málum. Ef í stjórnarráðinu hefði setið fólk sem þorði. Ef pólitísku hatri og tilraunum til að koma á kommúnisku stjórnkerfi, hefði verið haldið frá þjóðinni!! 

Gunnar Heiðarsson, 23.6.2014 kl. 08:54

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég verð að taka undir held ég hvert orð sem Gunnar Heiðarsson skrifar hér !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.6.2014 kl. 13:57

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég tek undir með Cacoethes , þetta er áreiðanlega sannferðugri lýsing á því sem gerðist en þetta grobbspjald kommúnistans Haðar Torfasonar. Alveg makalaust hvernig þeir geta snúið öllu á haus og endusrkrifað söguna sér í hag. Rétt eins og alfræðiorðabókina hjá Stalín í gamladaga sem var lausblaðabók og þar sem skipt var um blöð eftir því sem ráðamönnum þóknaðist hverju sinni.

Ég þakka Gunnari fyrir þessa ágætu samantekt. Það veitir ekki að rifja sannleikann upp þegar lyginni er hampað með þessum hætti.

Halldór Jónsson, 23.6.2014 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband