28.6.2014 | 10:09
Úflutningur á uppblæstri
eru fyrir mér allar fréttir af auknum útflutningi lambakjöts frá Íslandi. Allt talið um sérstakt bragð af á islenska lambakjötinu byggir á þeirri staðreynd að lambið gengur frjálst á afrétti og étur íslenskar villiplöntur. Væri það á ræktuðu landi um sína daga býður mér í grun að bragðið myndi fljótt breytast í þá átt sem prýðir annað lambakjöt heimsins.
Allir aðrir en Framsóknarmenn hélt ég að gerðu sér grein fyrir ástandi íslenskra afréttarlanda. Þúsund ára ofbeit hefur skilið eftir sig þau spor sem þar sjást.
Nú stígur dr.Össur Skarphéðinsson fram í Morgunblaðinu og vegsamar þann fríverslunarsamning sem hann gerði við Kína fyrir Íslands hönd. Þar í er eftirfarandi klausu að finna;
" Óvæntasta tækifærið gæti þó legið í sölu á lambakjöti. Tilraunasendingar á Asíu hafa leitt í ljós að íslenska lambakjötið fer vel á asískum tungum. Fyrstu vísbendingar eru um að með tollfrelsinu geti verðlag orðið meira en ásættanlegt. Helstu hnökrar eru lítil framleiðsla á lambakjöti hér á landi miðað við stórmarkaðinn í Kína. Hér er tækifæri til að byggja upp samstarf um langtímasölu, hugsanlega með aðkomu stórfyrirtækja í eigu kínverska ríkisins sem þurfa að sjá manngrúa fyrir góðum mat, þannig að íslenskum sauðfjárbændum og afurðastöðvum yrði gert kleift að byggja upp framleiðslu á lambakjöti yfir umsamið tímabil.
Framleiðsluna má auðveldlega auka um nokkur þúsund tonn með því að stækka sauðfjárbúin sem fyrir eru án mikilla fjárfestinga. Aukning í framleiðslu myndi ekki kosta íslenska ríkið neitt í auknum styrkjum - og myndi stórbæta efnahag íslenskra sauðfjárbænda. Kannski er kínverski fríverslunarsamningurinn mesta tækifærið sem íslenskir sauðfjárbændur hafa fengið. Til að það gangi upp þurfa afurðastöðvarnar, bændur og samtök þeirra, en ekki síst íslensk stjórnvöld, að taka upp einbeitt og samræmt göngulag gagnvart samningum við stórveldið."
Þarna stillir líffræðingurinn dr.Össur sér upp sem blindur áróðursmaður fyrir eigin upphefð og síns rauða flokks,Þetta er miður þegar slík blinda slær annars sæmilega upplýsta menn.
Íslands vegna þarf að stöðva útflutning á íslensku lambakjöti sem er framleitt samkvæmt hefðbundinni aðferð óheftrar ofbeitar á uppblæstri Íslands. Við þurfum ekki aðstoð kínverska kommúnistaflokksins til að efla upplástur á afréttum Íslands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór
Ég er ekki sammála þér um útflutning á lambakjöti, það er engin hætta á landeyðingu ef vel er að þessum málum staðið.
Set hér inn vefslóð þar sem fram kemur mikill fróðleikur um sauðfjárrækt á Íslandi: http://www.youtube.com/watch?v=su236Lm57ZI
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 10:40
Það er svolítið mikil einföldun að kenna blessaðri rollunni um allann uppblásturinn, Halldór. Þar kemur margt fleira til eins og veðurfar, eldgos og fleira.
Nú hin síðari ár, með hækkandi hita, hefur gróðurþekja landsins tekið stakkaskiptum og má ekki gleyma þætti bænda í þeirri þróun. Fjöldi þeirra, ekki síst sauðfjárbændur, taka þátt í verkefni með Landgræðslunni, um allt land. Þar leggur Landgræðslan til innfluttann áburð og fræ, en bændur leggja fram húsdýraáburð, vinnu og vélakost. Þetta framlag bændanna er verulegt, sérstaklega í olíukostnaði.
En það er einn vágestur sem miklum usla veldur, sérstaklega á þeim svæðum sem verið er að græða upp, það er álftin. Fjölgun hennar er mikil, svo mikil að vandræði stafa af. Ólýkt sauðkindinni sem einungis étur grasið, þá slítur álftin grasið upp með rótum. Þar sem þær komast í nýgræðing skilja þær gjarnan eftir sviðna jörð. Margur bóndinn hefur þurft að sjá á eftir miklum fjármunum í gogg þessarar skeppnu, af nýræktum sínum.
Útilokað er að girða fyrir álftina og eina leiðin er að halda stofni hennar í skefjum. Því miður er löggjöfin henni mjög hagstæð og ekki virðist kjarkur á Alþingi til að breyta henni, þó skaðinn sem hún veldur sé öllum kunn og viðkoman með þeim hætti að lýkja má við viðkomu kanínna.
Það væri leikur einn, landinu að skaðlausu, að tvöfalda kindakjötframleiðsluna hér og selja þetta góðgæti úr landi. En það verður ekki gert einn tveir og þrír. Það tekur mörg ár að byggja upp fjárstofninn, sér í lagi meðan skortur er á kjöti. Það er því nokkur misskilningur hjá vindbelgnum Össuri að halda að þetta geti orðið einhver uppgrip hjá bændum, að þeir geti bara sí svona stækkað bú sín um helming.
Nú um nokkurra ára skeið hefur verið skortur á kindakjöti til útflutnings, svo mikill að fyrir tveim árum sáust sláturleyfishöfum ekki fyrir og seldu of mikið úr landi, með tilheyrandi skorti innanlands. Vegna þessa skorts hefur bændum verið heimilað að stækka bú sín og fá greitt nánast fullt verð fyrir það sem utan búmarks stendur. Þrátt fyrir þetta hefur fjárstofninn stækkað hægt, alltof hægt.
Það má síðan velta upp þeirri spurningu hvort rétt sé að stuðla að því að stýra enn freka sauðfjárframleiðslunni. Það eru vissulega viðkvæm svæði á landinu, einkum á þeim svæðum sem eldgos hafa herjað. Önnur svæði, eins og t.d. norð-vesturlandið eru verulega vannýtt. Kannski væri því rétt að skoða hvort þeir bændur sem búa á vannýttum svæðum eigi frekar að auka sína framleiðslu, en hinir sem búa á viðkvæmari svæðunum haldi í horfinu. Þannig stýring yrði þá að fara gagnum ríkisskassann og ekki held ég að sátt yrði meðal þjóðarinnar um það. Þá er öll stýring ríkisvalds af hinu slæma.
Beitarítala er eina raunhæfa stýringin og henni má beyta enn frekar en nú er gert. Hún fer fram á vísindalegum grunni miðað við beitarþol hvers svæðis.
Eins og áður segir eru þegar markaðir fyrir þá framleiðslu sem bændur ráða við í dag og gott betur. Kína-Össur þarf ekkert að bæta um betur þar. Þá hefur nýting innmats stóraukist og er nú fluttur út innmatur fyrir stórar upphæðir, m.a. til Kína, jafnvel þó Össur hafi ekkert komið þar nálægt. Megnið af þessum innmat var urðað fyrir örfáum árum síðan, svo þarna er um hreinan virðisauka að ræða.
Gunnar Heiðarsson, 28.6.2014 kl. 11:45
ég var búinn að skrifa heilmikið svar til ykkar beggja en talvan klikkaði ogallt þetta gáfulega týndist.
Ég horfið á myndbandið hjá Kára. Vel gert. Aðaltriðið í batanum er auðvitað helmingun fjárstofnsins úr milljón í hálfa, þá réttir landið við eins og þið stærið ykkur af,
Ég er ekki á móti sauðfé, besta sem ég ét. En ég sé landið og uppblásturinn, ég sé lúpínuna og hvað þessi innflytjandi hefur afrekað fyrir okkur. Við verðum að umgangast landið af skynsemi. Álftir,gæsir,hross og hreindýr eru skaðvaldar gróðurlendis ekki síður en kindin eða bóndinn sem misneytir henni.
Þsð er margt óunnið í beitarþolsrannsóknum Gunnar Heiðarssonþ
Beitaítaala hefur ekki gengið upp ef fjárstofninn stækkar. Þsð þarf að hækka verðið en ekki að auka magnið. Hvenær fer einhver að framleiða rollukjöt með sömu aðferð og eggjaframleiðendur og kjúklinga, bara maskínuvæða allt eldið og loka dýrin í kössum þar sem aldrei skín sól?
Einhver byrjar bráðum og þá verður allt vitlaust í Framsóknarfjósinu og í heilabúinu á Guðna Águstssyni.
Verksmiðjubúskapur Gunnar minn Heiðarsson, er það sem kemur ef tvöfalda á kindakjötsframleiðsluna eins og þú sérð fyrir þér. Við getum ekki horfið aftur til milljón kinda búskaparins og hjarðmennskunnar án þess að landsgæðin fari að stefna niður.
Komdu niður a jörðina Gunnar minn,
Halldór Jónsson, 28.6.2014 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.