Leita í fréttum mbl.is

Endurnýjun í lífeyrissjóðunum

hlýtur að fara fram. Þar sitja sömu kallarnir ár efti ár og velta sér í lúxusnum.

Það eru fleiri en ég sem finnst þetta aðfinnsluvert. Páll Vilhjálmsson ofurbloggari segir:

"Lífeyrissjóðir voru leiksoppar auðmanna fyrir hrun. Sjóðirnir töpuðu milljörðum króna í glórulausar fjárfestingar. Framkvæmdastjórar og yfirmenn í sumum lífeyrissjóðum þáðu ýmis fríðindi frá auðmönnum s.s. ferðir á knattspyrnuleiki á Englandi.

Eftir hrun var engin hreinsun í lífeyrissjóðunum, skrifuð var skýrsla og eitthvað föndrað við reglur um að mútur væru ekki við hæfi. Að öðru leyti var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Lífeyrissjóðirnir eru nánast með ótakmarkaða getu til að tapa fé. Innstreymið í sjóðina er gerist sjálfkrafa, launþegar eru skuldbundnir að setja hluta launa sinna í hítina. Sjóðirnir lagfæra bókhaldið sitt með því að lækka réttindi félagsmanna sinna og munu, ef í harðbakkann slær, hækka lífeyristökualdurinn.

Í ljósi reynslunnar af sukksemi lífeyrissjóðanna á tímum útrásar er full ástæða til að efast um skynsemi þess að lífeyrissjóðirnir verði ráðandi á hlutabréfamarkaði"

Hvaðan í veröldinni kemur þessu liði öll fjármálaviska veraldar til að fara með eftirlaunapeningana okkar?  Hversvegna fáum við ekki Warren Buffet til að ávaxta fyrir okkur. Ég hef meiri trú á honum heldur en einhverjum pólitískum dindlum.  Þeir eru bara að spila matador með þessa lífeyrispeninga. Kaupi Eimskip í dag og borga með Hverfisgötu. Fer í fangelsi(á fótbolta í Englandi).Kaupi Hótel...

Ég er alveg orðin sannfærður um það að þetta kerfi gengur ekki lengur. Ríkið á að byrja á því að sækja skattinneignirnar sínar í sjóðina og lát þær ekki safnast þar upp framar.Lífeyrisgreiðslur verði skattlausar.

Síðan á að breyta þessu kerfi og leggja framlög hvers og eins í skúffur í Seðlabanka=séreignarsparnaður. Þaðan kemur svo lífeyririnn. Ekkert vesen eða spilling eða skekking á hagkerfinu eins og núna er þegar lífeyrsjóðafurstar sem enginn kaus stjórna öllum stærstu fyrirtækjum Íslands.

Seðlabankinn á svo að vera undir þeirri ríkisstjórn sem situr. Hún ræður Seðlabankastjóra fyrir sína lífdaga aðeins. Sömu ævilengd og fjármálaráðherrann og heyrir beint undir hann.

Sjá menn ekki hversu galið þetta er þegar engum dettur neitt í hug nema að segja svo hversu þetta sé nú fín hugmynd sem verði þjóðinni til ómældrar blessunar "með aðkomu lífeyrissjóðanna.."Framtakssjóður kaupir hér, selur hér...Bla, bla. Og svo á að fara að setja 15 % af öllum launum í vasana hjá þessu liði. Þaðer helmings hækkun frá 10 % sem var þó ærið

Það er galið að halda svona áfram með lífeyrissjóðina. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband