5.7.2014 | 11:29
"Hin nýja stétt"
er viðfangsefni Styrmis Gunnarssonar í Morgunblaðinu í dag. Þar veltir ritstjórinn fyrir sér vaxandi völdum ókjörinna fjármálafursta yfir öllu lífi í landinu. Styrmir skrifar svo:(bloggari feitletrar að vild)
"Það hefur orðið umhugsunarverð breyting á þeim meginöflum sem takast á í íslenzku samfélagi á síðustu tæpum hundrað árum. Mikinn hluta 20. aldar voru það útgerðin, viðskiptalífið og verkalýðshreyfingin sem réðu ferðinni og hlutverk stjórnmálaflokkanna var ýmist að skapa jafnvægi á milli þessara afla eða gerast málsvarar þeirra. Viðskiptalífið skiptist í tvennt, einkarekstur og samvinnufélög. Sjálfstæðisflokkurinn var pólitískur málsvari hinna fyrrnefndu, Framsóknarflokkurinn hinna síðarnefndu. Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur og síðar Alþýðubandalag voru málsvarar verkalýðshreyfingarinnar. Útgerðin naut stuðnings í öllum flokkum, jafnvel í Sósíalistaflokknum eða öllu heldur hjá Lúðvík Jósepssyni, einum forystumanna þess flokks.
Undir lok 20. aldar fóru þessi hagsmunaöfl að riðlast. Samband ísl. samvinnufélaga féll og með því mikill hluti kaupfélaganna. Heiftarlegt stríð brautzt út í einkageiranum á milli þeirra ráðandi afla sem fyrir voru og »ungra Tyrkja« sem ruddust fram. Efnahagsveldi útgerðarinnar náði nýjum hæðum þegar framsalið var gefið frjálst en hvarf fljótt í skuggann á enn meira valdi sem var fjármálakerfið.
Breyttir þjóðfélagshættir leiddu til þess að verkalýðshreyfingin missti það vogarafl sem hún hafði þar sem verkfallsvopnið var. Það var orðið jafnmikið hagsmunamál fyrir launþega eins og atvinnurekendur að ekki kæmi til verkfalla.
Einkavæðing bankanna skipti sköpum. Með henni varð fjármálakerfið allsráðandi í landinu. Nú þurfti ekki lengur stjórnmálaflokka til að skapa jafnvægi á milli ólíkra þjóðfélagshópa. Ráðherrar voru aukaatriði. Fjármálamennirnir réðu. Ekki hinir kjörnu fulltrúar fólksins sem sátu á Alþingi og í ríkisstjórnum.
Ætla hefði mátt að hrun bankanna hefði breytt þessari stöðu. Það hefur ekki orðið. Fjármálakerfið er enn það þjóðfélagsafl sem mestu ræður en það hefur orðið breyting innan þess. Í stað þess að það byggðist eftir einkavæðingu bankanna á hinum einkavæddu bönkum og viðskiptasamsteypum sem tengdust þeim byggist það nú á bönkunum þremur og lífeyrissjóðunum.
Verkalýðshreyfingin hefur náð vopnum sínum í gegnum lífeyrissjóðina en jafnframt erfitt að sjá hvorum megin borðs hún situr.
Hvernig náði bankakerfið sem hrundi að halda óbreyttri stöðu?
Annars vegar vegna þess að stjórnmálamennirnir tóku ákvörðun sem byggðist á því að nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna (þ.e. skuldir fólks og fyrirtækja) með miklum afslætti og jafnframt að sá afsláttur mundi ekki ganga til skuldaranna, þ.e. heimilanna og fyrirtækja, heldur til bankanna. Þetta var lykilatriði, sem hefur ekki fengið verðskuldaða athygli en skýrir gífurlegan hagnað bankanna á undanförnum árum, þótt viðskiptaumhverfi þeirra væri samfélag í sárum. Að auki bættu stjórnmálamennirnir um betur með því að afhenda kröfuhöfum tveggja gömlu bankanna tvo hina nýju.
Hins vegar voru það lífeyrissjóðirnir einir sem eftir stóðu með einhverja fjárhagslega burði. Þeir tóku svo upp samstarf við nýju bankana um ávöxtun þessara fjármuna enda mjög að þeim þrengt um ávöxtunarmöguleika vegna gjaldeyrishaftanna.
Með þessum hætti hefur fjármálakerfið sem slíkt haldið þeirri lykilstöðu sem það náði með einkavæðingu bankanna fyrir áratug. Það eru önnur andlit og önnur nöfn en kerfið er það sama.
Þessari áhrifastöðu hins breytta en endurnýjaða fjármálakerfis fylgja margvísleg álitamál. Lífeyrissjóðirnir eru orðnir ráðandi eigendur stærstu fyrirtækja í landinu. Ráða þeir við þá ráðandi stöðu? Þeir hafa ekki markað sér stefnu um launakjör stjórnenda þessara fyrirtækja, eins og áður hefur verið vakin athygli á hér á þessum vettvangi. Eru þeir að verða einokunarafl? Er það ekki rétt skilið að lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur í Högum, stærstu matvörukeðju landsins, en líka stærstu eigendur í Kaupási, helzta keppinaut Haga?
Hvert er viðhorf Samkeppniseftirlitsins til þess að lífeyrissjóðir séu orðnir ráðandi á matvörumarkaðnum? Hvað verður gert til þess að koma í veg fyrir samráð þeirra í milli? Og meðal annarra orða: nýta þeir þessa stöðu í þágu eigenda sinna, fólksins í landinu? Kannski er verðlækkun í Bónus-verzlunum, sem sagt hefur verið frá, til marks um það?
Hversu lengi á fámennisstjórn að ráða ferðinni í lífeyrissjóðunum? Kerfið er svona: Fyrst kjósa fámennir aðalfundir verkalýðsfélaga og samtaka í atvinnulífi enn fámennari stjórnir félaga og samtaka. Svo tilnefna þessar fámennu stjórnir fulltrúa í enn fámennari stjórnir lífeyrissjóðanna. Eigendur lífeyrissjóðanna koma hér hvergi við sögu.
Einu sinni var uppi maður sem hét Milovan Djilas. Hann var varaforseti Júgóslavíu á tímum Títós. Hann skrifaði bók sem hét Hin nýja stétt. Þar lýsti hann því hvernig til hafði orðið í hinum sósíalísku ríkjum ný stétt stjórnmálamanna, embættismanna og starfsmanna kommúnistaflokkanna, sem bjuggu við margvísleg hlunnindi sem alþýðan í alþýðulýðveldunum þekkti bara af afspurn.
Er hugsanlegt að hér sé að verða til »Hin nýja stétt« í ljúfu bandalagi þeirra sem stjórna lífeyrissjóðunum, bönkunum og tengdum fjármálafyrirtækjum og að hinir kjörnu fulltrúar fólksins sitji að venju aðgerðarlausir á hliðarlínum?
Fyrir hrun var haft við orð að nauðsynlegt gæti orðið að brjóta stórar viðskiptasamsteypur upp með löggjöf?
Er orðið nauðsynlegt að brjóta fjármálakerfið upp?"
Þetta er glögg greining hins reynda þjóðfélagsrýnis Styrmis Gunnarssonar sem einhverjir myndu hugsanlega nema staðar við. Varla þó ríkisstjórn né Alþingi þar sem menn skjálfa yfirleitt meira af ótta við stundarvinsældir sínar en þeir titra af hugsjónaeldi eins og ungmennafélagsmennirnir gerðu í gamla daga.
Hvað ef lífeyrisjóðunum væri gert að leggja fjármuni inn í Seðlabankann með 3.5 % lágmarksávöxtun? Er það ekki svipuð tala og vaxtakostnaður ríkisins? Fara þeir peningar þá ekki til innlendra aðila í stað útlendra? Þyrfti þá að hrópa bóla, bóla!
En hugleiðingarnar um hina "Nýju Stétt" eiga jafnvel við núna og fyrir hrun þegar hana skipuðu aðrir menn. "Hin nýja stétt" var engu að síður komin til sögunnar þá eins og nú. Þá voru bara önnur andlit sem enn eiga alla athygli fjölmiðla meðan hin nýju hafa ekki verið einu sinni verið kynnt fyrir almenningi.
Og þegar maður hugsar til fjármögnunar Steingríms J. á endurreistu bönkunum, hvernig er hægt að segja að við gömlu hluthafar bankanna hafi ekkert átt í þeim gríðarlegu eignum sem teknar voru úr þrotabúunum og afhent nýju bönkunum sem glerharðar peningalegar eignir? Af hverju áttum við bara skuldirnar og skömmina? Bar ekki að útdeila úr búunum eignum og skuldum á löglegan hátt? Hefðum við hluthafar hugsanlega ekki getað átt eitthvað eftir lögformleg skipti? Svo sem einni dietkók?
Þess í stað þess tekur sýslumaðurinn í gervi Steingríms J. allt fémætt til sín við skiptin en segir öðrum sveitungum að éta það sem úti frýs. Þeir gætu talað við einhverjar slitastjórnir í nauðasamningum um afganginn?
Hefðu þetta ekki þótt einkennilegar aðfarir við skiptin á Stóra-Hofi í gamla daga? Finnst engum þetta ámælisverð meðferð á venjulegum þrotabúum? Er farið svona að við önnur gjaldþrotaskipti?
En "Hin nýja stétt" flokksforingja. fjárglæframanna og forsjáraðila lífeyrissjóðanna leyfir sér flest sem oss fávísum leyfist ekki.
"Hin nýja stétt" á Íslandi setur sér nefnilega sjálf reglurnar sem hún fer eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.