17.7.2014 | 08:29
Vonir og vonbrigði
eru í hugum margra sem hugsa um pólitík þessa rigningardaga sumarsins.
Margir vonuðu að ný ríkisstjórn myndi taka rösklega til höndum til að sópa flórinn eftir í hugum margra verstu ríkisstjórn allra tíma á Íslandi. Stjórnar sem breytti skattkerfinu að hætti villtustu drauma Steingrims J. Sigfússonar sem hann hafði boðað í sínu grundvallar-barátturiti 2006.
Þar lýsti Steingrímur Jóhann því hann hvernig hann ætlaði að koma höggum á millistéttina á Íslandi, hvernig hann ætlaði að draga tennurnar úr öllu frjálsu atvinnulífi sem í hans veruleikafirringu er í höndum fjölskyldnanna fimmtán eða þaðan af skuggalegrar hjarðar nýríkra bréfagutta og gjafkvótaþega.
Það er mjög erfitt að setja sig inn í þá furðuveröld sem í hugsjónaheimi þessa Steingríms ríkir. Þar rekst auðvitað margt á annars horn eins og í Mein Kampf. Hugsjónirnar eru þó yfirleitt þá sem fyrr til sölu fyrir völd og aðstöðu til illra verka. ESB umsóknin og Icesave segja í rauninni allt sem þarf hvert þessi maður var nærri búínn að koma þjóðinni í. Það má segja að upplausn ESB innan frá hafi bjargað því sem bjargað varð frá þessu eina máli Samfylkingarinnar fyrr og síðar. Forsetinn og stjórnarskráin björgðu þjóðinni svo frá Icesave I, II og III.
Í leiðara Morgunblaðsins er farið vel yfir afrekaskrá þessa manns, sem þó var talinn aðeins annar aðilinn í ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingarinnar og VG. En áhrif hans voru langt umfram stærðarmuninn á flokkunum. En sagan kennir að kratar hafa aldrei getað staðið gegn einbeittum árásum, frá Weimarlýðveldinu talið til þessa dags. Þeir kjósa alltaf þægindin fyrir sig fram yfir nauðsynlega erfiðleika. Hér skulu undirstrikuð nokkur atriði sem koma fram í áminnstum leiðara Morgunblaðsins:
"Kjörtímabil fyrstu hreinu vinstristjórnarinnar var einkennilegt um margt. Fljótlega skein í gegn að þeir flokkar, sem komnir voru til valda, töldu sig hafa fengið óvænt og óvenjuleg pólitískt tækifæri upp í hendurnar. Það umrót sem varð við fall allra viðskiptabankanna og flestra annarra fjármálastofnana teygði sig inn í alla kima þjóðfélagsins. Landsmenn voru í senn undrandi, sárir og reiðir. Líka sá hluti þeirra sem stigið hafði dansinn með þeim sem gáfu taktinn og þóttu óviðjafnanlegir snillingar og voru óspart lofsungnir. Ekki síst af skriffinnum sem mjög hafa haft sig í frammi í kjölfarið, en þá látið eins og þeir hafi verið í öðrum álfum, á meðan efnt var til efnis í brunann.
Skipulögð mótmæli skóku landið. Þar var margur þátttakandi fullur af réttlátri reiði og vildi fá að láta hana í ljós. Illt væri ef ekki gæfist færi á því í lýðfrjálsu landi. En kunnáttumenn tóku fljótlega yfir og beindu reiðinni í skipulagðar árásir á stofnanir landsins og munaði hársbreidd að valdataka af þeirri gerð heppnaðist. Seilast má í fræga setningu úr átökunum í Bretlandi í síðari heimsstyrjöld, og segja um fámennt lögreglulið Íslands að sjaldan hafa jafn margir átt jafn fáum jafn mikið að þakka og þjóðin þá.
Í þessu andrúmslofti skolaði vinstristjórninni í valdastólana. Samfylkingin var innanborðs, komin beint úr stjórninni sem nýja stjórnin kallaði jafnan »hrunstjórnina!«
Þá var um stund mikið talað og sumt í hástemmdara lagi. Steingrímur og Jóhanna sögðust vera komin til að moka óhroðann eftir síðustu stjórn (þá sem Jóhanna hafði setið í athugasemdarlaust). En það var þó ekki tilgangurinn sem fyrir þeim vakti. Fljótlega sást að nú skyldi hið einstaka andrúmsloft og það tækifæri sem það skapaði notað til að koma í gegn stefnumálum þessara afla, sem þjóðin í eðlilegu ástandi hefði aldrei veitt sinn atbeina. Án nokkurrar umræðu með þjóðinni og án þess að leita samþykkis hennar var ætt í aðildarumsókn að ESB, sem Steingrímur hafði sagt daginn fyrir kosningar að hans flokkur myndi aldrei taka þátt í.
Gera skyldi atlögu að stjórnarskránni og fleira í þeim dúr var hrint úr vör. Hvenær sem einhverju var andæft veikum rómi var hrópað: »Það varð hér hrun, það varð hér hrun,« þótt ekkert af þeim málum, sem þá fóru hæst, hefðu tengsl við það.
Á sama tíma var leitast við að draga taum erlendra kröfuhafa gegn Íslendingum með næsta ótrúlegum hætti. Hvað eftir annað var lagt í leiðangur með Icesave, sem þjóðin gerði jafnharðan afturreka. Stjórnvöldin hröktust huglaus í forkastanlegan samning vegna Gamla Landsbankans, og frömdu þar þjóðhættulega gjörð.
Án nokkurrar opinberrar umræðu voru kröfuhöfunum færðir tveir stærstu bankar landsins. Fljótlega kom í ljós hve misráðið það var. Gerðar voru yfir 100 breytingar á skattlögum, nær allar almenningi í óhag, og rökstuðningurinn var jafnan efnislega hinn sami: »Það varð hér hrun, það varð hér hrun.« Stöðugt var hert á höftum, sem áttu aðeins að standa í 6 mánuði, með óbærilegum áhrifum fyrir þróun efnahagslífsins. Fæst af þeim óþurftarverkum, sem þvinguð voru í gegn, höfðu neitt með »hrunið« að gera. Það var hins vegar brúkað sem eitt allsherjar skálkaskjól.
Hin mikla skatthækkanahrina var ígildi þess að stíga á bremsu bifreiðar, sem bisaðist í brattri brekku. Umsvif, geta og vilji til verka liðu fyrir vikið.
En hinn sanni tilgangur allra skatthækkananna var loks viðurkenndur þegar Steingrímur J. Sigfússon tók hið fágæta sannleikskast, sem Óli Björn Kárason nefndi í grein sinni hér í blaðinu í gær: »Fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna hefur lýst því yfir að stórkostlegar skattabreytingar á árunum 2009 til 2013 hafi verið stærsti hugmyndafræðilegi sigur flokksins. Skattkerfinu hafi verið breytt »nánast eftir okkar eigin formúlu og að grunni til í samræmi við hugmyndir sem ég teiknaði upp í bók sem ég skrifaði 2006«. Um þessa staðhæfingu Steingríms verður ekki deilt.«
Hver einasta skattahækkun var hins vegar afsökuð með skálkaskjólinu »það varð hér hrun«. En setningin úr sannleikskastinu gefur aðra og réttari mynd.
Vinstristjórnin hreina hrökklaðist loks frá rúin trausti og fylgi. Farsælasti leiðarvísir þeirrar ríkisstjórnar, sem stofnað var til vorið 2013, hefði verið áætlun um að vinda markvisst og skipulega ofan af öllum misgjörðum ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Hefði slík áætlun verið gerð og henni fylgt hefði stjórnin byrjað vel, og hún hefði unnið sér glæsilega sess í stjórnmálasögunni og íslensk tilvera hefði tekið hratt og myndarlega við sér."
Hér gætir greinilega nokkura vonbrigða með tiltektir núverandi ríkisstjórnar. Illa hefur gengið að að vinda ofan af hundrað skattlagabreytingum Steingríms Jóhanns . Óneitanlega verður sú hugmynd skýrari í huga almennings eftir því sem líftími breytinganna lengist að þær hafi þá kannski ekki verið alvondar og þá réttlætanlegar. Þetta er ekki hollt fyrir núverandi ríkisstjórn sem þá lætur eins og henni vel líki.
Til dæmis lítið atriði eins og sykurskatturinn fær að dúsa óáreittur og auðlegðarskattur Indriða var ekki afnuminn heldur látinn hafa sinn gang. Tryggingagjaldið er næsta óbreytt. Öryrkjar og eldri borgarar bíða enn óánægðir á hliðarlínunum. Aðrir skattar hafa ekki lækkað. Útsvar sveitarfélaga hefur hinsvegar hækkað og fasteignagjöld hafa líka hækkað í lífeyrissjóðabólunni. Í heild er akur vonbrigðanna í blóma.
Við þessar aðstæður er ekki nema vona að einhver spyrji:
Hvað varð um yður þér ungu menn sem vöktu okkur vonirnar vorið 2012 ?
"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Alltaf var það jafn merkilegt að hlusta á Captain Johanna lýsa þeirri brenglun að þau mokararnir væru að moka eftir aðra þó hinn mikli flór hafi líka verið þeirra. Og siðvillt að fólk skuli blákalt geta haldið svona vitleysu fram, æ ofan í æ.
Svo í brenglun sinni bættu þau þúsundfalt flór ofan í hauginn sinn. Össurarumsóknin sem kölluð hefur verið vangefið óhræsi er enn á glámbekk okkur til heimsskammar og minnkunar.
Það er dapurlegt hvað núverandi stjórnarflokkum gengur illa að moka flór horfna kattasmalans, og Steingríms mikla sem enn situr við skemmdarverk. Þó kannski ekki nema von Halldór, það er um risaflór að ræða.
Elle_, 17.7.2014 kl. 14:00
Já Halldór, nú förum við að skilja af hverju við verðum fyrir vonbrigðum. Kominn er á laggirnar nefnd sem á að greina slæma kjörsókn. Margt hefur verið fundið upp í sandkassanum,fátt er jafn vitlaust og þessi tillaga um nefnd vega slæmrar kjörsóknar. Ástæða slæmrar kjörsóknar er sífelld vonbrigði. Vonbrigðði með fólk eins og það sem stendur að þessari vitlausu tillögu. Getum við verið með nokkrar væntingar. Ég held ekki...
Eðvarð Lárus Árnason, 17.7.2014 kl. 18:01
Takk fyrir Elle, þú hefur sjálf horft á þetta allan tímann. Það er beinlínis hláleg ósvífni, sem Ingibjörg Sólrún var áður með einkar´tt á, að ljúga blákalt framam í alþjóð án þess að depla aug. Að kratarnir skuli geta talað um hrunstjórn í niðrandi merkingu gerir flesta kjaftstopp sem skilja mun á réttu og röngu. En það skilur etta fólk í Samfylkingunni, f´r Jóönnu, Össuri og niður úr til Árna Páls.
Halldór Jónsson, 17.7.2014 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.