Leita í fréttum mbl.is

Varalið

vantar þessa þjóð til að geta gripið til í næsta sinn sem brjálaður kommúnistaskríll eða aðrir hópar ráðast gegn lögreglu eins og gerðist 30 marz 1949 og síðan aftur í búsáhaldabyltingunni svo nefndu sem er þó allt of sakleysilegt nafn á þeim atburðum.

1949 voru myndaðar hvítliðasveitir með skömmum fyrirvara til að verja æðstu stofnun þjóðarinnar gegn áhlaupi kommúnista. Hraustleg framganga þeirra ungu manna gerðu lögreglu þá kleyft að ná tökum fyrr á ástandinu sem þá ríkti í miðborg Reykjavíkur.

Í búsáhaldabyltingunni svonefndu á svipuðum slóðum,þó hættulegri vopn en búsáhöld hafi verið þar á ferð, var ekki gripið til táragass eins og 1949. Kommúnistar æstu upp múginn með símtölum úr Alþingishúsinu í skjóli þinghelgi sinnar þegar verst á stóð.  Ekki mál gleyma slíkum 5. herdeildar þáttum í neyðaráætlunum sem gerðar þurfa að verða.

Hefðu ekki hraustmenni úr röðum borgaranna stigið fram við Stjórnarráð Íslands  til varnar og samstöðu með  örþreyttum  lögreglumönnum okkar má vera að skrílnum og skipuleggjendum hans hefi tekist ætlunarverk sín. Þessir menn höfðu hvorki  vopn né verjur gegn skrílnum eins og hvítliðarnir höfðu 1949 heldur lögðu sjálfa sig að veði gegn múgnum.  Heldur ekki voru þeir skipulagðir af yfirvöldum sem þá.

Þessum góðu drengjum fær þjóðin seint fullþakkað þeirra framganga og hefur Forsetinn líklega boðið einhverjum óverðugri til móttöku á Bessastöðum heldur en þessum piltum, sem þó líklega fáir vita til fulls hverjir eru. En nokkuð víst tel ég að þeir komu ekki úr hópi hælisleitenda eða innflytjenda heldur ættbókarfærðra og innfæddra Íslendinga. 

Leiðari Morgunblaðsins minnist síðarnefnda atburðarins í forystugrein í dag:

"....Skipulögð mótmæli skóku landið. Þar var margur þátttakandi fullur af réttlátri reiði og vildi fá að láta hana í ljós. Illt væri ef ekki gæfist færi á því í lýðfrjálsu landi. En kunnáttumenn tóku fljótlega yfir og beindu reiðinni í skipulagðar árásir á stofnanir landsins og munaði hársbreidd að valdataka af þeirri gerð heppnaðist. Seilast má í fræga setningu úr átökunum í Bretlandi í síðari heimsstyrjöld, og segja um fámennt lögreglulið Íslands að sjaldan hafa jafn margir átt jafn fáum jafn mikið að þakka og þjóðin þá...."

Í nærliðnu atburðunum mátti sjá grímuklædda glæpamenn skjótast um í mannþrönginni  til að fremja illvirki sín svo sem að henda grjóti að lögreglu og öðrum. Það var ekki þeim að þakka að enginn slasaðist.  Brýna nauðsyn ber til þess að taka í lög bann við grímubúningum á almannafæri við slíkar aðstæður sem þarna voru. Með nútímatækni myndavéla verður auðveldara að hafa upp á brotamönnum þurfi  eftirmál slíkra atburða að gerast upp.

Það þarf að mynda sjálfboðaliðasveitir nokkur hundruð manna sem kalla má til sem einskonar varalögreglu ef svona tilvik koma upp aftur. Land sem er herlaust verður samt að geta gripið til varna fyrir lýðræðinu ef stjórnleysingjar eða byltíngarskríll ræðst að aftur stofnunum lýðræðisins.

Það vantar varalið. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ertu á móti Búrkum á almannafæri Halldór ;>)

Er það ekki múslimahatur ;>)

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.7.2014 kl. 17:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei, í þessu tilviki er ég að tala um það sem sást í sjónvarpinu, aðallega lambhúshettum og skíðagrímur. Það voru engar búrkukonur eða aðrir innflytjendur til að hafa áhyggjur af.

Halldór Jónsson, 17.7.2014 kl. 19:16

3 Smámynd: Elle_

Halldór, seinna, í október 2010, kastaði einn ofbeldismaðurinn stærðar hellusteini eða múrsteini í höfuð lögreglumanns sem stóð vaktina í miðbænum með öðrum lögreglumönnum.  Lögreglumaðurinn stórslasaðist og var fluttur á spítala í lífshættu. 

Hvað á þessi villimenska að þýða að kasta grjóti í lögreglumenn?  Það voru nokkrir ofbeldismenn og ofstækismenn meðal þúsunda friðsamra mótmælenda og notuðu tækifærið og níddust á lögreglumönnunum og köstuðu í þá grjóti. 

Elle_, 17.7.2014 kl. 21:10

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Elle. Þeir hlupu um grímuklæddir innan um mannfjöldann og sluppu með það. Slíkt eiga borgararnir ekki að líða heldur taka þá fasta.En það getur líka verið hættulegt því þessi skríll eirir engu. Óeinkennisklæddir lögreglumenn eiga að vera í mannfjölda sem slíkum.

Halldór Jónsson, 17.7.2014 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 3420585

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband