Leita í fréttum mbl.is

Er EES samningurinn úreltur?

er spurning sem vert er að velta fyrir sér.

Hvað hefur þessi samningur fært okkur annað er þá niðurlægingu stjórnmálanna sem þau eru í komin? Svo mikil er eymdin að stjórnmálamönnum dettur í hug að stofna nefnd til að kanna orsakir þess að fólk kærir sig kollótt og er hætt að fara á kjörstað.  Það er eins og viðkomandi vesalíngar haldi að þetta sé eitthvað sem er ekki þeim sjálfum að kenna? Þjóðin sé eitthvað biluð að hafa tapað trúnni á handleiðslu hugsjónalausra atvinnupólitíkusa eins og Jón Gnarr var gott dæmi um. Sem tekur kollegum sínum fram að þvi leyti að hann getur ef til vill unnið fyrir sér á annan hátt. 

Orsakanna fyrir minnkandi stjórnmálaáhuga er að leita í þeirri niðurlægingu Alþingis sem fólst í valdaframsalinu á fullveldinu til Efvrópusambandsins á sinni tíð.  Þaðan streyma lög sem íslenskir löggjafar nenna ekki einu sinni að lesa. Og þó þeir nenntu að lesa þau þá myndu þeir  ekki skilja þau. Þessvegna rétta þeir bara upp höndina og samþykkja tilsend plögg sem íslensk lög. Með mun verri og víðtækari afleiðingum fyrir allt íslenskt samfélag en við gerum okkur grein fyrir í fljótu bragði þar sem við erum orðin samdauna samningnum.

Getur þetta stjórnmálalið búist við því að kjósendur flykkist á kjörstaði till að hrópa húrra fyrir því sjálfu sem svo gersamlega hefur brugðist skyldum sínum við sjálft sig og þjóðina? Fólki sem hefur ekki sjálfstæðar skoðanir á því hvað séu landsins gagn og nauðsynjar en lætur þess i stað nota sig sem stimpilpúða fyrir erlent vald?

Mér er til efs að EES samningurinn hafi fært okkur nokkuð það sem við gátum ekki náð fram sjálfir með diplómatískum hætti.  Hann hefur hinsvegar fært okkur margt sem við hefðum sannlega betur verið án. Hann hefur aukið við okkur eftirlitsiðnaði sem eru dragbítur á þjóðarbúið og eykur skriffinsku og þenur ríkisbáknið sem einu sinni ungir menn vildu burt.  Svo og aukið óraunhæfar kröfur til alls stjórnkerfis gríðarlega.

Líklega væri hagvöxtur á Íslandi mun meiri í dag ef þessi letisamningur íslenskra stjórnmálamanna hefði aldrei verið gerður. Honum hefur fylgt líka Schengen samningurinn sem hefur aukið vanda okkar af hælisleitendum og innflytjendum umtalsvert án þess að nokkur arður af honum sé áþreifanlegur. Og sé einhver ávinningur má spyrja hvort við hefðum ekki getað náð honum eins og Bretar sem standa utan Schengen af því að þeir eru eyland? 

"Samkvæmt 127. gr. EES-samningsins getur sérhver samningsaðili sagt upp aðild sinni að samningnum að því tilskildu að hann veiti öðrum samningsaðilum a.m.k. tólf mánaða fyrirvara með skriflegum hætti. Samningsaðilarnir eiga því kost á því að segja upp aðild sinni að EES-samningnum. Það þýðir hins vegar alls ekki að EES-samningurinn sem slíkur sé niður fallinn heldur þvert á móti ber þeim aðilum sem eftir standa að gera nauðsynlegar breytingar á EES-samningnum þannig að hann geti nýst áfram. Verður síðar að þessu vikið.

Á hinn bóginn má sennilega segja að EES-samningurinn verði óvirkur ef honum er sagt upp með þeim hætti að hann verði óframkvæmanlegur. Það ástand getur varað um stundarsakir eða að jafnvel fullu og öllu svo sem t.d. vera myndi ef öll EFTA-ríkin segja upp aðild sinni að honum eða ef ESB sem slíkt gerir það."  

Svo ritar  Stefán M. Stefánsson prófessor við lagadeild H.Í árið 1994.

Í ljósi gjaldeyrishaftanna sem Ísland neyddist til að setja í kjöfar hrunsins, þá er mér spurning hvort samningurinn sé ekki í raun sjálfdauður?  Það sé þá orðið aðeins formsatriði að losa sig við hann?

En myndi uppsögn ekki krefjast þess að Alþngismenn yrðu að bregða blíðum blundi og fara að hugsa um skyldustörf sín? Er þá við því að búast að eitthvað verði gert í þessu?  Þar að auki eru enn á lífi þeir sem stóðu að samningsgerðinni á sinni tíð og hældumst um.  Myndu þeir ekki rjúka upp sem reiðir rakkar með gífurlegu gelti ef einhver vildi efast um þetta afrek þeirra?.

 Mér finnst ástæða til að velta EES samningnum fyrir sér aftur  og spyrja sig   spurninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband