Leita í fréttum mbl.is

Hvað líður uppgjöri?

föllnu bankanna?

Mér skildist á forystumönnum flokkanna að það yrði ekki endalaust hangið yfir þessu án þess að taka af skarið. Skilanefndirnar sitja dag eftir dag yfir því vonlitla verkefni að semja einhverja nauðasamninga sem Seðlabankinn fellst ekki á vegna þess að við getum ekki séð af gjaldeyrinum.Af hverju er þá ekki tekið af skarið og farin hin rétta lagalega leið sem átti kannski að fara  frá byrjun samkvæmt íslenskum lögum? Allt sem unnið hefur verið síðan hefði eins getað verið unnið undir skiptastjóra. Nema þá hefði verið ljóst hvað væri verið að gera. 

Það er þvælt og þráttað um gjaldeyrishöftin eins og þau séu eitthvað sem almenningi liggi á að losna við?  Almenningi er slétt sama því þessi höft hafa lítið komið við hann. Gjaldeyrir hefur fengist til daglegra nota. Það eru helst einhverjir forréttindaaðilar sem finnst að sér þrengt. Að öðru leyti trufla þessi höft fæsta. Aflétting þeirra mun hinsvegar varla fara fram hjá almenningi. Svo þess vegna er skárra bara að hafa þau áfram en að setja hér allt á annan endann með einhverju svaka gengisfalli þó skammvinnt kynni að vera.

Það þarf víst að semja við óþolinmótt fé sem hér er í kví.  Ef fé er gefið vel á garðann vill það yfirleitt ekki sjá að fara eitthvað annað. Öðru fé þarf að klappa og annað fé ofalið þarf hugsanlega að svelta eða rýja duglega. Þannig er hægt að vinda ofan af ástandinu með tímanum. Sem er greinilega nægur því hrunið það á 6 ára afmæli í haust og verður svo 7 ára eftir augnablik þar næst meðan flest gengur okkur í haginn. það er oft betra að gera bara ekki neitt og bíða og bíða eins og hún Margrét Þorbjörg ráðlagði manni sínum honum Thor Jensen stundum að gera þegar illa horfði en hann óþolinmóður.

Kannski er LÍKA best, eins og hann Árni Oddsson  sagði stundum, að gera bara ekki neitt í þessum haftamálum annað en það sem við erum að gera í dag?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hrunið á reyndar 6 ára afmæli í haust.

En auðvitað á að loka þessum slitabúum/fyrirtækjum og setja þau í gjaldþrot. Skipunarbréf slitanefnda segir hins vegar skýrt og skorinort að hlutverk slitanefndar (nú slitastjórnar) sé að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi viðkomandi banka. Segir ekkert um að slíta þeim.

Lög um fjármálafyrirtæki segja að við samþykkt nauðasamninga eigi að láta fyrirtækin aftur í hendur eigenda, þ.e. hluthafa. Gömlu bankarnir eru í fullri starfsemi sem venjulegt hlutafélag, og enn formlega í eigu hluthafa sem áttu hlutabréf þar fyrir hrun. Þau hlutabréf hafa aldrei verið tekin eignarnámi, seld, eða þynnt út með auknu hlutafé. Af hverju eru ekki sendir út hlutafjármiðar til hluthafa á lok hvers árs fyrir útfyllingu skattframtals, og hvers vegna eru þessi hlutabréf, sem enn eru til ekki forskráð á skattframtal af RSK?

Ég sendi FME fyrirspurn um hverjir væru skráðir, og þar með raunverulegir, eigendur Glitnis, en fékk loðið og óskýrt svar um að það mætti segja að kröfuhafar ættu Glitni óbeint í gegnum kröfur sínar. Kröfuhafar, þ.e. lánadrottnar eru þó ekki skráðir fyrir neinum hlutum í hlutafélagaskrá, á þeirri forsendu að þeir eigi kröfur á bankann.

Þetta gleymist að ræða í allri þessari umræðu um bankana og eignarhald á þeim.

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.7.2014 kl. 10:04

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

leiðrétting: "....þessari umræðu um uppgjör bankana og eignarhald á þeim"

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.7.2014 kl. 10:06

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja nú líkar mér aldeilis við þig Erlingur Alfreð. Þarna mælir þú kórrétt mál. Við gömlu hluthafarnir eigum þrotabúin með húð og hári.

Það er rétt þetta með hrunafmælið og gerir dæmið ekki betra.

Halldór Jónsson, 21.7.2014 kl. 12:22

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég held að skrípaleik ljúki fyrst þegar búið verður að sameina Glitnir og Kaupþing við afsprengi sín, Íslandsbanka og Arion banka. Gömlu hlutafélögin munu líklega ekki fara í gjaldþrot. Spurningin er hins vegar hvort hluthafar fái þá aftur í hendurnar þegar því verður lokið og hlutabréfin birtast aftur á ný forskráð á skattaskýrslum okkar eða hvort framkvæmd verður lögleg siðleysa og kröfuhöfum afhent hlutafélögin í gegnum nauðasamninga, þ.e. þeim stolið af hluthöfum með útþynningu gamla hlutafésins og skuldum breytt í hlutafé.

Sjálfsagt fer það eftir hversu mikið vildarvinir SDG og BB muni tapa miklu við slíka aðgerð hvort af því verður.

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.7.2014 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband