Leita í fréttum mbl.is

Þeygróttar þruma í Þykkvabæ

nú rétt undir kvöldið. Að vísu eru þrumurnar meira í ætt við blæinn í laufi heldur en þórdunur máttarins. Þeygróttarnir hvísla hljóðlega sem maður heyrir ekki fyrr en maður kemur alveg að þeim. Rauðir blikvitar vísa veginn til þeirra úr fjarskanum. Tígulegar eru þær tilsýndar drifhvitar í með fannir fjallanna í baksýn.

IMGP0396

 Þarna eru á ferðinni  600 kw VESTAS vindmyllur sem nú senda mest 1.2  Mw orku sína inn á íslenska raforkunetið. Þessi vindorka er nú þáttur í allri raforku Íslands.

Það er fyrirtækið BIOKRAFT ehf. sem þeir standa að Steingrímur Erlingsson útgerðarmaður og Snorri Sturluson forstjóri Seco raftæknifyrirtækisins, sem hefur hrundið þessu í framkvæmd.

Undirritaður hefur átt því láni að fagna að fá að fylgjast með athöfnum þeirra félaga á langri leið  og getur því samglaðst þeim sannarlega í kvöld.

 

 Leið þeirra félaga að markinu hefur sannarlega verið þyrnum stráð. Þeir ætluðu upphaflega fyrir tveimur árum að reisa þeygróttana á eignarlandi Steingríms í Vorsabæ. En mótspyrna, aðallega sumarhúseiganda af höfuðborgarsvæðinu, auk órökstudds sundurþykkis  sveitarstjórnar í framhaldi af því, olli því að félagið hrökklaðist í burtu og varð að afskrifa mikla undirbúningsvinnu og framkvæmdir. Sá mikli kostnaður liggur óbættur hjá garði. Það er einstakt í Íslandssögunni að jarðeiganda sé bannað að nýta land sitt bótalaust og býsn mikil sé grannt skoðað.

Þess má geta að það var fólk af þessu sama svæði sem reið suður til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla komu símans sællar minningar. Þetta sama fólk lagði þó  líka Flóaaáveituna svo því sé líka til haga haldið og þarna eru nú líka ræktaðar býflugur og kerti steypt.

Félaginu Biokraft  og áformum þess  var hinsvegar tekið opnum örmum af sveitarstjórninni í Rangárþingi Ytra undir forystu sveitarstjórans þar Drífu Hjartar.

Íbúar tóku kynningu málefnisins vel á fjölmennum fundi og að öllum forsendum uppfylltum hófust framkvæmdir í aprílbyrjun s.l. og ná nú hámarki í kvöld með því að gróttarnir hefja fullan rekstur.

Hefur félagið hvarvetna mætt mikilli velvild íbúa og yfirvalda í R.Y. og vill undirritaður þakka öllu því góða fólki sem hann hefur kynnst í sambandi við þetta verk sem hefur verið all ævintýralegt á stundum. Og má sérstaklega geta Birgis Haralds byggingafulltrúa RY sem hefur verið mjög áhugasamur og tillögugóður við allt verkið.

Undirritaður  sendir þeim félögum hamingjuóskir með þennan áfanga og óskar þeim velfarnaðar. Þeir eru nú þess albúnir að reisa fleiri myllur af öllu stærðum og gerðum bæði fljótt og vel. Þeir hafa nú sannað að þeir setja fé sitt þar sem fullyrðingar þeirra eru. Þeir hafa sannað að þeir bæði geta og vilja. Ekkert bull, ekkert mas. Aðeins framkvæmdir og fyrirhyggja. 

Nú geta menn velt því fyrir sér hvort Landsvirkjun sé sá eini rétti aðili sem eigi að reisa vindmyllur eftirlitslaust og án útboða á Íslandi eins og myllurnar tvær sem fyrirtækið reisti við Búrfell í ríkisframkvæmd.  Hvað þá vindorkugarð á þeim slóðum eins og fyrirtækið hefur haft við orð.  Það eru komnir einkaaðilar í vindverktöku sem geta komið að borðinu. Beislun vindorku er samskonar virkjun íslenskra orkuauðlinda eins og beislun fallvatnanna og jarðvarmans er  sem Landsvirkjun býður út á almennum markaði. 

Biokraft eru sendar hamingjuóskir í tilefni dagsins þegar þeygróttarnir þruma í Þykkvabæ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Árnaðaróskir

Hrífst með ef blærinn í laufi mælist í megawöttum.

Vona að sú lýsing eigi við - og að þeygróttar þrumi bara sem skáldskaparkenning í þínum kolli.

Þorkell Guðnason, 28.7.2014 kl. 00:56

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Keli

Þú ert í hópi stuðningsmanna framkvæmdarinnar sem von var af stórhuga manni sem þínir sveitungar allir voru líka.

Það er þetta með að þruma yfir, hefur líklega tvær merkingar, .."yfir öldum þrumar.. í einhverju kvæði minnir mi. Kannski er þetta bara bull og þá það.

Halldór Jónsson, 28.7.2014 kl. 08:48

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Er eki annars Þeygrótti skemmtilegra nafn en þessi danska þýðing vindmölle, eða Windmúhle, vinmylla. Mylla malar korn en grótti malar bæði malt og salt og líka gull

Halldór Jónsson, 28.7.2014 kl. 08:50

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Vindmylla átti að standa

Halldór Jónsson, 28.7.2014 kl. 08:51

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Sæll Halldór.

Var að leita að þessu orði "þeygróttur" en finn ekki. Hvaðan kemur það?

Yngvi Högnason, 28.7.2014 kl. 08:57

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er ekki furða Yngvi góður því þetta er nýyrði sem ég smíðaði mér til gamans í gær. Bara svona tilraun ú tí loftið.

Halldór Jónsson, 28.7.2014 kl. 09:50

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Annars er gamalt orð grótti held ég.

Halldór Jónsson, 28.7.2014 kl. 09:51

8 Smámynd: Þorkell Guðnason

Þeygrótti er gott nýVirði ;-) Gæti hentað víða í þessum kveðskap. Svo er líka skáldskaparkenning að nefna hlutlausa þögn stuðning

Þorkell Guðnason, 28.7.2014 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420144

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband