Leita í fréttum mbl.is

Mér er ekki skemmt

við þau tíðindi að Árni Þór Sigurðsson hafi verið skipaður sendiherra.

Ég heyrði að Canadamenn hefðu spurt í forundran á sinni tíð þegar kommúnistinn og Icesave snillingurinn Svavar Gestsson var skipaður sendiherra þar í landi:"Hvað höfum við eiginlega gert ykkur?" Hvert skyldi eiga að senda þennan Árna Þór eiginlega? Timbúktú?

Ég hélt að stefnt hefði verið að því að fækka sendiherrum og umsvifum í rekstri sendiráða um allan heim.  Ég viðurkenni fúslega að ég hefði þessvegna frekar viljað sjá Geir Hilmar Haarde fara að gera eitthvað annað, til dæmis að fara í Seðlabankann. En kannski skuldum við Bandaríkjamönnum það að senda þeim almennilegan mann eftir alla þessa krata eða þannig.

En svona sendiherraskipanir fyrrverandi stjórnmálaforingja verð ég að viðurkenna að pirra mig sem Sjálfstæðismann. Mér er hreint ekki skemmt við svona tíðindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Ekki man ég nú betur en að það hafi verið ÞÍNIR menn sem skipuðu Svavar og Albert sem sendiherra og sagan sagði að það væri til að losna við þá af þingi og þurfa að sitja udir kröftugum ræðum þeirra félaga. Ekki veit ég nú um heilagan sannleika þessa, en trúi þessu hins vegar mjög vel og finnst það líkt vinnubrögðum Valhallar ! !

Kristmann Magnússon, 31.7.2014 kl. 11:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hefur verið alveg stórmerkilegt að lesa bloggin hjá vinstri öfgamönnunum, um þá frétt að Geir Haarde og Árni Þór hafi verið skipaðir sendiherrar.   Þeir ná ekki upp í nefið á sér yfir vandlætingu vegna skipunar Geirs Haarde en þeir minnast ekki á Árna Þór Sigurðsson....

Jóhann Elíasson, 31.7.2014 kl. 13:35

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hvað heldur þú að Canadamenn og aðrir sega um skipun 'skipsstjóran' sem keyrði landið í drulluna segi skipuns hans sem sendiherra. þeir þekkja söguna eins og 'flestir' íslendingar

Rafn Guðmundsson, 31.7.2014 kl. 16:19

4 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Það mun hafa verið Halldór Ásgrímsson sem skipaði Svavar sendiherra. Sennilega vildi hann halda Samfylkingunni góðri og samstarfshæfri. Því gerði hann samfó þann greiða að losa hana við Svavar, en það var lítil eftirspurn eftir honum þar á bæ.

Hólmgeir Guðmundsson, 31.7.2014 kl. 16:24

5 Smámynd: Kristmann Magnússon

Það er rétt að Halldór var utanríkisráðherra 1999, en hann var ráðherra í stjórn Davíðs Oddssonar þá ! !

Kristmann Magnússon, 31.7.2014 kl. 17:02

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ætli síðuhafi hafi hugsað upp á þennan "Kanadabrandara" einn og óstuddur?

Ég er alfarið á móti sjálfvirkri afgreiðslu uppgjafa pólitíkusa í sendiherra- og aðrar stöður hjá hinu opinbera, án undangengis hæfnismats, sama hvaða flokki menn tilheyra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.7.2014 kl. 18:34

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Ætli þetta sé ekki hið leynilega fraternity þingmanna þar sem allir eru bræður og styðja hvern annan í svona eftirlaunamálum?

Halldór Jónsson, 31.7.2014 kl. 22:14

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Jú nafni, það er einmitt mergurinn málsins. Ógeðslegt, svo ekki sé meira sagt pg talar þá jafnvel öflugra íhald, en þú.

Halldór Egill Guðnason, 1.8.2014 kl. 04:04

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi, það er fraternitíið.

Jóhann, það er lóðið sem þú nefnir.

Rafn, þið er alveg klárir á því að Geir og Davíð hafi sett Lehman Brothers á hausinn

Hólmgeir, já ekki hryggðust þeir sem heima sátu fyrr en núna, þegar 'Arni Páll sér eftir hverjum bita sem ekki fer ofan í krata

Mannsi, já það fór vel á með þeim. Nafni í útlöndum meðan Davíð stjórnaði svo vel hér heima að þjóðin hefur aldrei búið við aðra eins velsæld, aldrei jafnháan kaupmátt, aldrei meira verslunar-og gjaldeyrisfrelsi eins og og Davíðstímanum. Glæstasta tímabil Íslandssögunnar. Þá máttu menn eiga hvaða gjaldeyri sem var en vildu heldur verðtryggðar íslenskar bækur eins og allur heimurinn líka. Bara að svona tímar kæmu aftur með aðeins meiri aðgæslu.

Axel Jóhann, nei ég heyrði hann frá fleiri en einum trúverðugum.

Já nafni, ég er viss um að þú ert ekki síðra íhald en ég og ég tek undir það að þetta er leiðinlegt frekar að pólitíkusar og flokkar gefi svona færi á sér. Það hefði enginn sagt neitt ef Geir hefði verið skipaður pólitískt af Bjarna og Sigmundi í Seðlabankann. Sem á auðvitað að gera. Ég gef skit í þessi hæfnismöt pólitískra dindla og sendisveina sem láta borga sér fyrir að komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu. Það gerum við verkfræðingar án þess að depla auga ef nóg er borgað. Sjáið Hörpuna til dæmis. Raunkostnaður varð pí sinnum hærri en okkur var borgað fyrir upphaflegu áætlunina sem varð að vera innan marka svo það yrði yfirleitt byrjað. Það hefði engan tilgang að ráða okkur til að gera hlutlaust hæfnismat. Það á skilyrðislaust að skipa pólitískt í allar stöður en bar til þess tíma sem sú stjórn situr. Þá á að reka þá skipuðu.

Halldór Jónsson, 2.8.2014 kl. 14:14

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Sem sagt flokkar eru kosnir til að stjórna og þeir eiga að gera það. Þetta úrelta vinstra kommakjaftæði um að embætti eigi að skipa eftir einhverju sem þeir kalla hlutlaust hæfnimat er ekki til nema á Shjangríla eða Nangiyala. Lýðræðið er það stjórnarform sem pólitíkin skapar og það er það eina sem gengur í mannheimum svo vitlaust sem það nú er að dómi Winstons Churchill.

Halldór Jónsson, 2.8.2014 kl. 14:19

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Og það að afdánkaðir þingmenn séu óhæfir til alls annars er bara búllsjit. Þetta eru menn sem hefjast af sjálfum sér yfir fjöldann og fórna mörgu í leiðinni sem þið og ég njótum allir.Ég vildi miklu heldur vera líkari Warren Buffett eða Steve Jobs heldur en Pútín eða Obama.

Halldór Jónsson, 2.8.2014 kl. 14:23

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Og ég er líka jafnviss um að það megi nota Árna Þór í margar útréttingar fyrir austan tjald vegna rússneskukunnáttu hans. Ég hugsa að hann sé upplagður sendiherra í Moskvu.

Halldór Jónsson, 2.8.2014 kl. 14:25

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Og jafnsannfærður er ég um að Geir Haarde sé betur fær í Washington en margir aðrir. Kanar sýna fólki nefnilega respekt vegna ferils þess. Og hann á Geir sannarlega glæstari en margar kommadruslur.

Halldór Jónsson, 2.8.2014 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband