Leita í fréttum mbl.is

Reikningsfatlaðir

einstaklingar eru ekki þeir fyrstu sem fara að skipta sér af reikningskennslunni í grunnskólanum. Þeir eru með komplex sem hvílir á þeim eins og mara því þeim finnst að þessi fötlun sé þeim sjálfum að kenna.

Svo er auðvitað bara alls ekki. Það geta allir lært að reikna. Fötlunin er kennurunum að kenna. Þeim mistókst að kenna þrátt fyrir sífelldar launahækkanir og verkföll og háskólagráður.

Ég skora á menntamálaráðherra að láta fara fram stutt skyndipróf í síðasta bekk í grunnskóla þar sem nemandi er beðinn að reikna fjögur dæmi, samlagningu, frádrátt,  deilingu og margföldun svona þriggja stafa talna. Bara með blýanti og blaði, enginn sími eða reiknivél. Ég skal stjórna aðgerðinni og skipuleggja þetta. Nemendur fái borgað fyrir að taka prófið svo að allir vilja taka þátt.

Ég er alveg sikker á því að kennararnir taka þetta ekki í mál því útkoman yrði auðvitað dómur um þá sjálfa.Ef hann reyndist góður þá hefur þegar náðst árangur í að bæta stöðu reikningskennslunnar.

En líklega verða frekar bara skipaðir samráðshópar, gerðar útttektir og ráðstafanir til að efla háskólakennslufræði í reikningi.

Staða reikningsfatlaðra í þjóðfélaginu breytist ekki með styttingu stúdentsprófsins nema að því leyti að vandamálaumræðan stendur styttra við. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

þú hefur lengi talað um þetta og það með réttu - - Ég bíð fram aðstoð mína við prófin

Kristmann Magnússon, 2.8.2014 kl. 13:09

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Mannsi, það stóreykur líkurnar á að okkur verði hafnað þegar svona tveir kverúlantar, mýrarbísar og kandísar koma saman í andskotalið kennara

Halldór Jónsson, 2.8.2014 kl. 13:51

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég get verið tímavörður.

Halldór Egill Guðnason, 2.8.2014 kl. 14:23

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Nafni, ég treysti þér með okkur Mannsa

Halldór Jónsson, 2.8.2014 kl. 14:32

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"þrátt fyrir sífelldar launahækkanir og verkföll og háskólagráður."

Grunnskólakennarar eru ekki sælir af launum sínum. Hélt að allir upplýstir menn vissu þetta.

Með þessu er ég ekki að að segja að kennsluaðferðir þoli ekki gagnrýni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.8.2014 kl. 15:22

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Svæði heilahvelsins þar sem hugarreikningur fer fram virðist ónýt(t)ur hjá upprennandi kynslóð.

Á móti getur þessi kynslóð farið í tölvustýrða geimstyrjöld, með viðbragðssnerpu blettatígurs.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.8.2014 kl. 17:13

7 Smámynd: Þorkell Guðnason

Jenný Stefanía... óttast að þú ofmetir snerpu blettatígurs. Stórefast um að hann ætti séns í grislingana;-)

Að öðru leyti reiknast mér til, að þið hafið samanlagt og að meðaltali, skv. líkindum nokkuð til ykkar máls.

Mín upplifun var að kynslóðin sem ég tók þátt í að ala upp hafi lítið hagnast á mengjareiknings áráttunni sem yfir skólakerfið var dembt "að ofan".

Þorkell Guðnason, 2.8.2014 kl. 19:46

8 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já Þorkell - ég held að það sé alveg rétt hjá þér þetta með mengjareikninginn - var nú bara búinn að gleyma þeim ósköpum sem ég held að hafi skemmt mikið fyrir þeim nemendum sem lentu í að læra eða reyna að læra

reikning á þeim tíma

Kristmann Magnússon, 3.8.2014 kl. 06:23

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Mengjavitleysan dundi yfir ca 5árum eftir að henni var hætt í Svíþjóð. Yfirleitt ná svona stórsænskar dellur hingað 5-10 árum eftir að þaðan útskrifast Íslendingar með gráðu í þessu og hinu. Þeir far heim til Íslands og komast í valdastöðu hér svona 5 árum seinna. Þá dettur þeim það í hug sem þeir lærðu hjá sænskum þegar þeir voru þar að læra. Þá innleiða þeir delluna en gleyma alveg að tékka á því hvort sænskir séu ekki búnir að afskaffa málið vegna vondrar reynslu. Akkúrat svona fóru mengin inn í íslenska skóla

Halldór Jónsson, 3.8.2014 kl. 11:44

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég varð fráhverfur stærðfræði þegar mengja aðferðin kom hingað uppúr 1970 og jafnaði mig aldrei á því áfalli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2014 kl. 12:52

11 Smámynd: Þorkell Guðnason

Það er með þessi tvíeggja sverð... Dempast nú gagnrýnin á blessaða (he.v.) kennarana. Færist sökin ofar og reynist stærst hjá stofnunum og ráðuneyti?

Ætli það skýri nokkuð allan vandann. Skyldi fækkun karla í kennarastétt áhrifavaldur? Hvað með úrræðaleysi skólanna gegn agabrotum... skæruhernaði, óþverraskap studdum myndsímum o.s.frv?

Við vorum ekki öll englar. Græjur og upplýsingaflæði nútímans hefði örugglega komið uppátækjunum okkar í óþekktar hæðir

(??? - og ég er hvorki aðstandandi né maki kennara)

Þorkell Guðnason, 3.8.2014 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband