Leita í fréttum mbl.is

Er ekki komið nóg?

af starfi skilanefnda í gömlu bönkunum?

Við hluthafar viljum fá málin uppgerð og koma  hugsanlegri ábyrgð yfir á skilanefndirnar að því leyti sem þær hafa misfarið með eignir okkar og hagsmuni í samtölum við einhverja ímyndaða forgangskröfuhafa? Eiga ekki allir kröfuhafar að hafa jafnan rétt?

 Það er langt síðan að ég og fleiri báðum um að búin yrðu sett í gjaldþrot svo við gætum séð hver á hvað. Við gjaldþrot breytast allar stærðir í krónur og erlendar eignir líka.  Þegar verður búið að útdeila úr búunum eigum við hluthafarnir afganginn. Sjálftökulið og sukkarar geta þurft að axla ábyrgð. Ef enginn afgangur verður þá versnar ekkert hjá okkur hluthöfunum.

Nú hefur málsmetandi maður, Heiðar Guðjónsson fjárfestir, tekið undir þessa kröfur. Hann segir í Morgunblaðinu á laugardaginn var:

"Greiðslufall Argentínu er þörf viðvörun til okkar Íslendinga. Samningaleiðin sem Argentína fór fyrir áratug hefur ekki gengið betur en svo að kröfuhafar sem neituðu að samþykkja samningana en eiga brotabrot af útistandandi kröfum ná að beygja ríkið og hina sem eiga 19/20 hluta krafnanna og samþykktu samningana.

 

Það er rík tilhneiging embættismanna að vilja leysa hlutina á snyrtilegan hátt og að alþjóðleg athygli sé hverfandi, hagsmunir kröfuhafa eru hins vegar að hámarka heimtur og sterkt vopn í þeirri viðleitni getur verið að hóta ríkjum alþjóðlegum málaferlum og freista þess þannig að loka fyrir aðgang ríkja að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hagsmunir íslensks almennings og alþjóðlegra kröfuhafa eru ekki þeir sömu, íslenskur almenningur á allt sitt undir að Íslandi vegni vel, erlendir kröfuhafar eiga einungis lítið brot áhættusömustu eigna sinna undir því að Ísland geti staðið í skilum. Vandinn er sá að útgefnar skuldir íslensku bankanna og ríkissjóðs Argentínu voru utan lögsögu landanna og þar með koma alþjóðlegir dómstólar til skjalanna. Þeir hinir sömu og mæltu fyrir samningum um Icesave eru nú að berjast fyrir samningaleið við kröfuhafa bankanna. Þar læra menn ekki af fyrri mistökum. Í dag eru skuldir slitabúa bankanna ekki skuldir íslenska ríkisins og það væri glapræði að ganga til samninga þar sem íslenskur almenningur gengi í ábyrgð fyrir þær.

 

Sömu lög giltu á Íslandi um gjaldþrot þegar bankarnir seldu skuldabréf alþjóðlega og gilda nú. Það getur því enginn haldið því fram að ekki sé farið eftir settum reglum þótt íslenska ríkið gangi ekki til samninga um uppgjör þessara búa heldur fari eftir þeim lögum sem giltu um gjaldþrot þegar skuldabréfin voru gefin út.

 

Það blasir við að besta leiðin fyrir Ísland er að setja gömlu bankana í gjaldþrot. Lífeyrissjóðir, sem eru stærstir íslenskra kröfuhafa bankanna og hafa gagnrýnt sjálftöku slitastjórna búanna og reynt að binda enda hana fyrir dómstólum, hafa ríka hagsmuni af því að dómstólar á Íslandi setji búin í þrot og ættu því að krefjast þess. Hagsmunir Íslendinga eru að farið sé að íslenskum lögum, en ekki að einn hópur, kröfuhafar, fái að semja sig fram hjá þeim, það rýrir hag rétthafa lífeyrissjóðanna með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum og leggur óbærilega áhættu af alþjóðlegum málaferlum á komandi kynslóðir."

Hvað á þessi óskilvirka málsmeðferð að halda lengi áfram? Eru ekki komin 7 ár og engin niðurstaða? Skilanefndarprinsar og drottiningar, sem vinstri stjórnmálamenn settu til verka án löglegs umboðs, hafa rakað til sín fé á siðlausan hátt sem löngu hefur gengið fram af almenningi.

Ég man ekki  betur en að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi sagt fyrir kosningar að skilanefndirnar gætu ekki haldið áfram í það óendanlega.  Ríkinu koma þessi bú einkafyrirtækja ekki hætishót við. Er það ekki dómstólanna  að skipa skiptaráðendur og gera dæmin upp? Ég kaus þennan flokk til þess að gera eitthvað í þessu.

Finnst ekki fleirum en mér vera  komið nóg fyrir löngu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyrþ Rifta í leiðinni gjafagerningi jarðfræðinemans án lagaheimildar þegar hann gaf erlendu vognarsjóðunum í heimildarleysi 2 stærstu bankana og lagði einhverja 12-14.000.000.000 kr í Sjóvá einnig heimildAalaust sem og ótalda milljarðana í sparisjóðavini sína - pg við vesælir skattgreiðwendur borgum brúsann!

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.8.2014 kl. 01:34

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju eruð ,,þið" hluthafar?

Og í framhaldi afhverju eiga einhverjir ,,þið" meintan afgang við uppgjör þrotabúss?

Eg hefði haldið að þetta væri allt í eigu kröfuhafa og þá fyrst og fremst kröfuhafa sem framalega eru í kröfuröðinni.

Ef þessir ,,þið" eru sjallar sem keyptuð hlutabréf í gömlu bönkunum í ruglinu sem sjallar bjuggu til fyrir 2008 og leiddi til hruns og stórskaða fyrir land og lýð - Þá fáið þið náttúrulega ykkar skerf eftir atvikum og með tilliti til stöðu kröfunnar etir atvikum. Þrot eða ekki þrot skiptir ekki öllu í því uppgjöri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2014 kl. 11:40

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar.

Þú ert í röngum gír nöldurs og rangfærslna eins og þér er tamt.

Hver er þá skýringin þín á að sá banki sem fyrstur féll var búinn að vera einkabanki síðan 1953 ? Hann var einkabanki frá upphafi þannig að einkavæðingarbullið þitt/ykkar sósanna í Einsmálsfylkingunni sem sönglið ávallt þessa lygamöntru sem ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans kenndi ykkur ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.8.2014 kl. 13:02

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haa?

Sorry, en þið framsjallar virðist alveg vera að tapa ykkur og talið orðið barasta algjöra og eintóma steypu en á köflum að vísu malbik.

Enda vonlegt. Með allt á hælunum í öllum málum, ráðist á alþýðuna og mokið fjármunum hennar undir elíturassa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2014 kl. 13:07

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar möntrusönglari - haltu þig við efnið - svaraðu spurningunni sem ég setti fram á það sem þú sjálfur hófst máls á !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.8.2014 kl. 13:19

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg held þú vitir ekki sjálfur um hvað þú ert að tala. Eða eg get ekki ímyndað mér að þú vitir það. Slíkur er sjallaruglandinn í þér að óskaplegt er að á að líta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2014 kl. 14:14

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar möntrusönglari.

Þú skrifaðir og þar með fullyrðir : „ ...í ruglinu sem sjallar bjuggu til fyrir 2008 og leiddi til hruns og stórskaða fyrir land og lýð...“

Svaraðu nú speki þinni !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.8.2014 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband