10.8.2014 | 11:55
Evrópuumræðan áfram
hvað sem staðreyndir um vaxandi erfiðleika sambandsins segja. Og líka sá boðskapur Junckers að ekki verði fleiri þjóðum hleypt inn á komandi árum.
Jón Sigurðsson fyrrum leiðarahöfundur Tímans sáluga flutti erindi á fundi Evrópusambandssinna í Hörpu þann 5.júní s.l. Það er ástæða til að fara yfir málflutning hans sem er nokkuið dæmigerður fyrir þá sem enn halda að Íslendingar eigi erindi þangað inn.
"Ágætu fundarmenn.
Margir telja að aðildarsamningur við Evrópusambandið hljóti að verða okkur óhagstæður. Margir trúa því líka að meirihluti þjóðarinnar sé andvígur aðild Íslands yfirleitt.Þessir hópar vilja auðvitað ljúka málinu með samningsfrumvarpi sem þjóðin vísar síðan á bug. - Í ljósi þessa undrast margir frávísunartillögu utanríkisráðherrans."
Margir eru öðruvísi hluti þjóðar en meirihluti. Meirihlutinn kaus ríkisstjórn 2013 sem vill ekki í ESB og hafði það á stefnuskrá sinni að hætta aðildarviðræðum.
"Sennilegasta skýringin á henni er sú að ríkissstjórnin hafi talið að viðræðurnar hafi stefnt í samningsfrumvarp sem yrði líklegt til að fá stuðning almennings. - Og þá hafa einhverjir sagt: Þetta má almenningur ekki sjá. Þetta verður að stöðva strax.Aðild Íslands að Evrópusambandinu er valkostur og hugsanlega tækifæri. En enginn getur tekið afstöðu til frumvarps að aðildarsamningi sem ekki er til. - Við sem hér erum viljum að málinu verði lokið með því að knúið verði fast á um kröfur, réttindi, hagsmuni og óskir Íslendinga og niðurstaðan lögð undir dóm almennings."
Er ekkert vitað um Lissabonsamkomulagið eða annað regluverk ESB? Sjávarútvegsstefnuna eða Landbúnaðarstefnuna? Kemur einhver kanína úr hatti sem verður umsvifalaust allsherjar gæludýr Íslendinga?
"Evrópusambandið er ekki hugsjón heldur er það tæki og leið að marki. - Grundvöllur samstöðu okkar hér er sú skoðun að þjóðin þarf á því að halda að fallið verði frá lokunarstefnu en framfylgt varkárri opnunarstefnu sem miðar að virkri þátttöku Íslendinga með öðrum þjóðum í sameiginlegri framtíð.
Ýmislegt er sjaldan nefnt í umræðunum um Evrópumálin. Nú þegar geta Evrópumenn til dæmis eignast ráðandi hlut í íslenskum útgerðarfyrirtækjum, 49,9% hlut. Nú þegar geta Evrópumenn keypt upp bújarðir og fasteignir hér á landi. Innan Evrópusambandsins eru í fámennum samfélögum dæmi um miklu strangari hömlur á slíku en hér gilda."
Það er greinilegt og fullgilt sjónarmið að telja okkur Íslendinga ekki geta farið með eigin mál. Slíkt sé lokunarstefna sem sé ekki þeim mönnum bjóðandi.
"Annar þáttur í umræðunum er að þjóðargjaldmiðlinum er þakkað - já, þakkað - fyrir almenna kjaraskerðingu og hrun í lánakerfi landsmanna. Og menn ræða ekki um gjaldeyrishöftin sem varanlegt ástand. Þó eru höftin eðli sínu samkvæmt að breytast í spennitreyju. Margt bendir til að þau haldist í einhverri mynd í mörg ár.Íslendingar eiga ýmsa valkosti. Sem dæmi má spyrja hvort það sé æskilegt markmið að ráðstafa endalaust fjármunum og fyrirhöfn í varnaraðgerðir fyrir sveiflukenndan þjóðargjaldmiðil. Samanburður við áratugalanga reynslu Dana er lærdómsríkur."
Hvað bjargaði okkar þjóð í hruninu? Hversvegna er hér full atvinna meðan atvinnuleysi mælist í tugum prósenta innan ESB?
Eru höftin að trufla almenning í landinu þó að lífeyrissjóðirnir séu orðnir hugmyndafræðilegt þjóðfélagsböl?
Mun ESB leggja fram hvaða fjárhæð í Evrum sem er til þess að létta gjaldeyrishöftum á Íslandi, án þess að við þurfum að greiða það lán?
"Annað dæmi er að uppgjör fallinna banka sé þjóðernislegt æsingamál en ekki sérhæft úrlausnarefni sem útheimtir hyggindi og festu. Sumir virðast kjósa sér Argentínumenn að fyrirmynd í þessu, en hæpið er að það geti stuðlað að íslenskum hagsmunum."
Þeirri skoðun vex fylgi að setja þrotabúin í gjaldþrot. Það er erfitt að tengja það við skuldafráhvarf Argentínumanna.
"Við eigum svo sem kost á því þjóðarmarkmiði að vaka yfir sérstöðu tiltekinna atvinnuvega án breytinga. Við getum líka einblínt áfram á náttúruauðlindir og orkulindir og beint sjónum að olíulindum sem nýtast ef til vill í framtíðinni hvað sem líður alþjóðaþróun orkugjafa, loftslagsbreytingum eða umhverfisvernd."
Alþjóðahyggja krata viðurkennir ekki rétt þjóða til eigin lands. Einstök lönd eru sameign alls mannkyns en ekki einhverra þjóða sem þar dvelja fyrir tilviljun.
"Með endalausum varnaraðgerðum fyrir jafnvægislausan gjaldmiðil fylgja pólitísk afskipti af fjármálakerfi og lánamálum. Jafnvel þótt losað verði um höftin hleður þetta samt upp kostnaði við millifærslur og hindranir. Þetta leiðir til lokunarstefnu og verður óbærilegt. En Íslendingar eiga valkosti. Við getum lagt áherslu á opnun út á við og samstarf við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli."
Þjóðernisstefna er lokunarstefna að mati ræðumanns. Opnun út á við er að bjóða aðra velkomna að okkar borði. Er það vitað hvaða sæti núverandi þjóð fær við önnur borð?
"Við getum lagt áherslu á þær auðlindir sem eru í menntun, verktækni og vinnusemi þjóðarinnar. Þá er menntakerfið undirstöðuatvinnuvegur. Við eigum kost á því að gera gæði, framleiðni og nýsköpun að markmiði, að efla alþjóðageirann í atvinnulífinu, hagnýtingu vísinda og tækni, og treysta á agaðar markaðslausnir, stöðugleika og samkeppnishæfni. Við getum gert framleiðnisókn að meginverkefni."
Ef við setjum orðin "Þjóðir Evrópusambandsins" í stað orðsins "Við" í málsgreininni þá má greina hvað fyrir ræðumanni vakir. Lítlu hjóli í stórri vél getur þurft að skipta út.
"Þá stefnum við að því að minnka og opna eftir föngum þau lokuðu sérstöðukerfi í atvinnulífi og á vinnumarkaði sem hér eru nú, og freistum þess einnig að draga sem mest úr áhrifum fákeppni og einokunar.Við þurfum ekki aðeins samkeppnishæf arðsöm fyrirtæki heldur líka samkeppnishæf lífskjör almennings við hlið nágrannaþjóðanna. Og við verðum að leggja áherslu á lífstækifæri og kjör uppvaxandi kynslóða í landinu. Þessar kröfur um verðmætasköpun, framleiðni og samkeppnishæfni í arðsömu atvinnulífi eru þeim mun brýnni sem almenn samstaða er um víðfeðmt heilbrigðis- og velferðarkerfi, um skólakerfi í fremstu röð og um byggðaöryggi og byggðaþróun."
Líklega á ræðumaður við bæði Sjávarútveg og Landbúnað þegar hann talar um lokuð sérstöðukerfi í atvinnulífi og á vinnumarkaði. Hann hlýtur að vera að vísa til hinna hundrað stéttarfélaga með stöðvunarvald á Íslandi. Hvernig sér hann fyrir sér að Evrópusambandið framkalli þessar boðuðu breytingar?
"Aðeins kröftugt, opið og samkeppnisfært atvinnulíf getur staðið undir þessu. Þegar frjálst og opið hagkerfi skilar afrakstri framleiðni við verðmætasköpun og árangri nýsköpunar og samkeppnishæfni er unnt að veita vaxandi fjárhæðum til vísinda, lista, mennta, uppeldis og velferðar. Þá verður svigrúm til framfarasóknar á öðrum sviðum.Við getum þá greitt fyrir smáfyrirtækjum um land allt og myndað aftur jarðveg fyrir félagsframtak almennings, félagasamtök, sjálfseignarstofnanir, sparisjóði, búsetafélög og samvinnufélög, og fyrir líknar-, hjúkrunar- og menningarframtak. Þá setjum við skarpar stöðugleikareglur um fjármál ríkisins og um fjármálakerfi í ströngum skorðum með sjálfsábyrgð og án pólitískra afskipta."
Ég kýs að flokka þetta sem almenna skrúðmælgi.
"Þá stefnum við að því að nota hér innanlands sem lögeyri þann gjaldmiðil sem megnið af útflutningi þjóðarinnar aflar. Þá eyðum við gjaldmiðilsþröskuldinum og losnum við ofurvextina og óstöðugleikann sem honum hafa fylgt. Þá framfylgjum við varkárri opnunarstefnu til framtíðar."
Þarna er alveg kýrskýrt hvað ræðumaður er að segja.
"Innan Evrópusambandsins eru tvö ríki álíka fámenn og við. Það getur ekki fullnægt þjóðarmetnaði okkar og þjóðarstolti að vera atkvæðislaust annars flokks fylgiríki Evrópusambandsins upp á náð Norðmanna eins og við erum núna. Við hljótum að gera ráð fyrir fullgildri þátttöku sem frjáls þjóð í sjálfstæðu og fullvalda eigin þjóðríki á sérhverjum þeim fjölþjóðavettvangi sem við kjósum okkur á annað borð.Aðeins opnunarstefna samrýmist þjóðlegum metnaði og sjálfsvitund Íslendinga sem frjálsrar þjóðar. Og staða Íslendinga á Norður-Atlantshafi útheimtir að við göngum fram af metnaði og sjálfsvitund með virkri þátttöku í samfélagi, viðskiptalífi og menningu þjóðanna, - á vettvangi Evrópusambandsins rétt eins og annarra fjölþjóðasamtaka."
Það er líka skýrt hvaða sýn og álit ræðumaður hefur á hæfni þjóðarinar til að ráða fyrir sér sjálf.
"Hvað sem öðrum valkostum líður verðum við að taka á alþjóðlegum öryggismálum á Norður-Atlantshafi, þar á meðal þróun á Norðurslóðum, af raunsæi í félagi við næstu nágrannaþjóðir okkar.
Sagan sýnir að íslensk menning nær mestri reisn þegar straumarnir leika þvingunar- og hindrunarlaust. Metnaðarfull opnunarstefna eflir umburðarlynda kristna þjóðmenningu og íslenskt þjóðerni á tímum sívaxandi alhliða samskipta og menningaráhrifa. Varnarmúrar lokunarstefnu verða aðeins flótti, frestun og undanhald.Aðeins opnunarstefna getur orðið grunnur undir öflugu sjálfstæðu þjóðríki á Íslandi til framtíðar."
Hvað skyldi ræðumaður eiga við þegar hann talar um kristna þjóðmenningu og íslenskt þjóðerni á tímabili menningaráhrifa?
Verður engin þörf á varnarmúrum eftir opnunarstefnuna?
Mun okkar kristna þjóðmenning flæða frjáls um öll ríki veraldar og bæt böl heimsins?
Ég var um tíma víðsýnn áskrifandi að dagblaðinu Timanum. En svo kom að mér ofbuðu svo stjórnmálaskrif blaðsins að ég sagði því upp. Og blaðið er víst hætt að koma út.
Og einhvernveginn finnst mér líklegt að Evrópuumræðan hefði lítt átt upp á pallborð landbúnaðarsinnaðrar ritstjórnarinnar á þeim tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór. Mikið hefur þessi f.v. leiðarahöfundur Tímans sáluga auðgað anda þeirra sem sátu undir ræðu hans. Var ekki þessi sami maður formaður Framsóknarflokksins ? Þetta er sami málflutningur og annara skoðanabræðra þessa manns. þegar ræða hans er lesin sést hversu mikil froða er í málflutningi hans, sem og annara skoðanabræðra hans. Það er verið að veifa gúrkum og tala um lægri vexti, annan gjaldmiðil, en þessi blessaði maður nefnir ekki fórnarkostnaðinn. Í dag getum við sagt. Landið okkar kæra Ísland, Ísland er landið okkar. Ef fólk eins og f.v. framsóknar leiðtoginn Jón Sigurðsson ná sínu fram, getum við ekki lengur sagt landið okkar. Við Íslenska þjóðin hefðum þá ekki lengur forræði yfir auðlindum og því sem EU kann í framtíð að ásælast. Við værum búin að kasta frá okkur því að geta sagt landið OKKAR Ísland. Von Okkar er að núverandi landsfeður standi við af festu það sem fram er þegar komið. Silt á aðildarviðræðum.
Eðvarð Lárus Árnason, 10.8.2014 kl. 21:51
Þessi texti líkar mér vel vinur Eddi. Þessu er ég sammála. Og líklega sáu Frammararnir að sér þegar þeir kusu hann Jón frá.
Annars máttu vita að hann er hinn skemmtilegasti maður viðkynningar og fróður vel. Hann er bara haldinn þessari þráhyggju sem mér er óskiljanleg, þar sem hann er sjór af þjóðlegum fróðleik og manna ólíklegastur til að taka múslímsk fræði fram yfir íslenska menningu. Þetta er bara þversögn í honum.
Halldór Jónsson, 11.8.2014 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.