11.8.2014 | 11:59
Framtíð lífeyrisjóðanna
veltir Marínó G. Njálsson fyrir sér í grein í Mbl. í dag.8bloggari feitletrar)
" Óhætt er að segja að margir lífeyrissjóðir hafi farið illa út úr hruninu. Opinberu sjóðirnir hálfu verr en þeir almennu. Staðan er raunar svo slæm að grípa þarf til aðgerða til að koma í veg fyrir ótímabært sjóðsþrot. Margar tillögur hafa verið settar fram, sem allar byggja á því að senda reikninginn til komandi kynslóða. Það finnst mér lítilmannlegt.Yngri kynslóðir sjóðfélaga eru raunar þegar farnar að greiða vegna fyrirheitanna sem lífeyrissjóðirnir gáfu sjóðfélögum fyrr á árum. Felst sú greiðsla í því að iðgjöld voru hækkuð úr 10% í 12% án þess að hærra iðgjaldi fylgdi meiri réttindaávinningur. Sá sem borgar 12.000 kr. í iðgjald í dag fær jafnmikil réttindi og sá sem greiddi 10.000 kr. (á sama verðlagi) í iðgjald fyrir 10 árum, þ.e. hlutfallslega af launum. Þetta þýðir að yngri sjóðfélagar þurfa að greiða hærri upphæð til sjóðsins síns til að öðlast sömu réttindi og eldri sjóðfélagi gerði fyrir 1. janúar 2005.
Lausn 1: Hækkun iðgjalda
Hugmyndir hafa lengi verið uppi um að hækka iðgjöld í áföngum upp í 15,5% hjá almennum sjóðunum. Átti þessu upphaflega að ljúka árið 2020. Hækkun iðgjaldanna átti hins vegar ekki að fylgja sambærileg hækkun réttinda. 15.500 kr. iðgjald átti sem sagt að skila sömu réttindum og 10.000 kr. iðgjaldið (á föstu verðlagi) gerði fyrir 1. janúar 2005. 55% hærra iðgjaldi er ekki ætlað að bæta réttindi yngri sjóðfélaga, heldur fyrst og fremst að leiðrétta stöðu sjóðanna. (Rétt er að geta þess að skekkt staða sjóðanna er ekki bara vegna tapaðra eigna, heldur líka vegna hærri lífaldurs og örorkutíðni.)
Lausn 2: Hækkun lífeyrisaldurs
Hækkun lífeyrisaldurs er önnur leið sem skilar svipuðum árangri. Þær hugmyndir sem settar hafa verið fram varðandi það eru að lífeyrisaldur hækki í 70 ár í hægfara skrefum. Með seinkun lífeyristökualdurs munu sjóðfélagar safna hærri upphæð, líklegast til að öðlast sömu réttindi.
Yngri kynslóðir
fá reikninginn
Báðar þessar lausnir geta vel gengið ef menn vilja halda áfram að vera með sambærilegt lífeyrissjóðakerfi og nú og einnig ef breyta á kerfinu. En þessar leiðir senda reikninginn fyrir mistök og klúður liðins tíma til yngri kynslóða, ef ekkert annað er gert.
Skoðum dæmi um 65 ára sjóðfélaga sem hefur greitt í lífeyrissjóð í 40 ár, þ.e. frá 1974. Fyrstu ríflega 30 árin voru inngreidd iðgjöld 10% af launum, þá 11% í tvö ár og loks 12% frá 1. janúar 2007. Ef við leggjum saman prósentutölurnar fyrir þessi 40 ár fáum við 416. Tökum síðan ungan sjóðfélaga sem byrjaði að greiða í lífeyrissjóð í ársbyrjun og gerum ráð fyrir að iðgjaldið verði 15,5% frá ársbyrjun 2020. 40 ára uppsöfnun verður þá 599. Þessar tvær tölur 416 og 599 munu hins vegar leiða til sama réttindaávinnings sem hlutfalls af launum. 599 er hins vegar 44% hærri tala. Mismunurinn á hlutfallslegum inngreiðslum mun fara að hluta í að leiðrétta vænta framtíð unga sjóðfélagans, en að hluta í að leiðrétta raunverulega þróun gamla sjóðfélagans. Reikningurinn fyrir mistök fortíðarinnar og rangar forsendur um lífslíkur og örorku verður því sendur inn í framtíðina til unga fólksins.
Sýnum reisn og tökum höggið
á okkur
Ég tel heldur lítilmannlegt að við eldri kynslóðir lífeyrisþega ætlumst til þess að börnin okkar greiði fyrir mistök fortíðarinnar. Ég raunar neita að taka þátt í slíku. Hafi lífeyrissjóðurinn minn ekki náð að ávaxta fé sitt nægilega vel til að standa við það vilyrði sem hann gaf mér, þá verð ég að taka þeim kinnhesti. Mér finnst fáránlegt að komandi kynslóðir eigi að greiða fyrir mistök minnar kynslóðar og þeirra sem eru mér eldri.
Hvað er til ráða?
Í mínum huga er lausnin mjög einföld. Við skiptum eignum sameignardeilda lífeyrissjóðanna í tvær deildir. Önnur deildin er fyrir þá sem greiddu fyrir 1. janúar 2008 og hin er fyrir þá sem hófu inngreiðslu eftir þann tíma. Áunnin réttindi hvorrar deildar verði löguð að raunstöðu deildanna. Vilji einhver sem greiðir í eldri deildina, frekar greiða í nýju deildina er það hægt, en hann/hún flytur ekki réttindin á milli heldur hefst nýr sjálfstæður réttindaávinningur hjá nýju deildinni en eldri réttindi geymd í hinni deildinni.
Með þessu fyrirkomulagi er skilið á milli tjóns vegna hrunsins (svona að mestu) og mistaka fortíðarinnar annars vegar og réttindasöfnunar yngri sjóðfélaga hins vegar. Komið er í veg fyrir að reikningur vegna fortíðarinnar verði sendur inn í framtíðina.
Ef rétt er haldið á málum varðandi eldri deildina eru góðar líkur á því að hægt sé að vinna upp hluta af tapinu og jafnvel allt. Slíkt myndi þá leiða til hækkunar réttinda í eldri deildinni og minnka tap þeirra sjóðfélaga.
Eftir að skilið er á milli aldurshópa á þennan hátt má hvort heldur sem er hækka iðgjöld eða lífeyrisaldur. Einnig mætti breyta lífeyriskerfinu á hvern hátt sem menn vilja. Mikilvægast er að börnin mín munu ekki borga lífeyrinn minn."
Þarna er fjallað af óvenjulegri ábyrgð um skyldur einnar kynslóðar við aðra sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér vegna bernsku sinnar. Þetta er sérlega óvenjulegt í samanburði við gersamlegt samviskuleysi Alþingismanna og annarra sem á ríkisspenanum eru.
Því fólki er gersamlega sama um það að óborin börn þjóðarinnar skuli eiga að borga fyrir það verðtryggðan lífeyri sem er langt umfram það sem öðrum landsmönnum stendur til boða. Sérstaklega mega menn minnast nafna alþýðuhetjanna Steingríms J. Sigfússonar, Jóhönnu Sigurðardóttur, Össurar Skarphéinssonar, Katrínanna Jakobs-og Júlíusdætra, sem hafa bætt myndarlega við stabbana sína meðan þau ollu þjóðinni ómældu tjóni í ráðherraheimsku sinni á síðasta kjörtímabili. Enginn úr þessum hópi skeytir hætishót um það hverjir eiga að borga fyrir svívirðuna.
Það á að leysa vanda sjóðanna sem kemur til mikið vegna gríðarlegra fjárfestingar mistaka þeirra sjálfkjörnu fursta sem stjórna þeim í umboðsleysi eigenda þeirra. Og sjóðirnir stefna óðfluga í nýtt krass vegna gríðarlegrar offjárfestingar í bóluhagkerfinu. Sem sjóðafurstarnir eru nú teknir við að stjórna með eigin hendi án þess að stjórnmálamenn hafi nokkuð við það að athuga. Hvað þá að þeim detti í huga að bjarga fjármunum ríkisins sem nú liggja í sjóðunum áður en furstarnir feilspekúlera þeim og tapa.
Lausnin er nærtæk fyrir alla þessa menn með réttu skoðanirnar og hugsanalögregluliðið. Lögbinda barasta stórhækkun á iðgjöldum alþýðu í sína sjóði upp í 15.5 %.
Og enginn segir neitt við skuldahyldýpi ríkissjóðs sem má þurka út með því að sækja peningana sem ríkið á í þessum vogunarsjóðum alþýðunnar.
Það er varla furða þó að Styrmi Gunnarssyni hafi ofboðið hvernig þetta ógeðslega þjóðfélag var að verða við hrunið og hann skýrði rannsóknanefnd Alþingis frá. Auðvitað gerði enginn neitt með þessar hugleiðingar ritstjórans frekar en annað sem fram kom í þeim tilgangslausasta og dýrasta doðranti Íslandssögunnar.
En mætti ekki spyrja hvort Styrmi finnist þetta þjóðfélag hafa batnað mikið síðan í ljósi framtíðar lífeyrissjóðanna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þeir sem eru orðnir 70 ára eiga Eingan þátt í óráðsíu hrnunstrákanna og eiga ekki frekar en komandi kynslóðir að taka á sig höggið, að minnsta kosti ekki almennur verkamaður sem ekki hefur nægar bætur til að lifa á.
Eyjólfur G Svavarsson, 12.8.2014 kl. 00:17
Bjarni Benidiktsson lýsti því yfir á fundi í húsnæði eldri borgara á Suðurnesjum að lífeyrissjóðskerfið þyrfti að laga, með tiliti til þess að sú ríkisábyrgð sem er á sumum lífeyrissjóðum en öðrum ekki, þyrfti skoðunar við.Hanna Birna svaraði ekki spurningum hvað þetta snerti, enda hefu hún verið verið á launum frá obinberum aðilum allan sinn starfsferil.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 02:14
Þetta var fyrir kosningar 2013.Mér sínist að Bjarni ætli að reyna að gera eitthvað í þessu, en erfitt verður það.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 02:16
Í raun er eldri borgurum á íslandi skipt í tvennt,þeir sem eru í lífeyrissjóum sem tryggðir eru af ríkinu, og svo hinum sem eru í almennum lífeyrissjóðum, og þurfa að þola stöðugar skerðingar vegna tryggingafræðilegrar stöðu sjóðanna.íslenskur aðall er ráðherra, þingmaður sem er á ríkistryggðum lífeyri og fær að auki grunnlífeyri frá Tryggingastofnun að kröfu Lanssambands eldri borgara.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 02:27
OG ekki skaðar það fyrir þingmanninn ef hann hefur verið sendiherra .nú eða Borgarstjóri.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 02:29
Ój0fnuður,spilling.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 02:31
Hugmyndafræðin á bakvið þvingaðan lífeyrissparnað er röng. Það er bjargráð sósíalista sem telja að ríkið eða þeir sem ríkið tilnefnir séu hæfari til að fara með þína fjármuni en þú sjálfur. Fyrsta skrefið Halldór er að afnema þvingaðan lífeyrissparnað. Næsta skref er að skipta sjóðunum upp þannig að þeir sem vilja passa sína hluti sjálfir geri það. Þeir sem vilja áfram sama kerfi taka þá áhættuna en gera það vitandi vits.
Það má ekki gleyma því Halldór að lífeyrissjóðirnir komu með raunverulega peninga til að smyrja útrásarvélina og koma með nýtt eldsneyti. Að sjálfsögðu hefðir þú getað passað peningana þína betur.
Jón Magnússon, 12.8.2014 kl. 09:56
Verkfræðingar hafa nýlega þurft að taka á sig hátt í 50% skerðingu vegna leiðréttingar á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóðsins Lífsverk. Þeir hafa þegar tekið á sig mjög þungt högg.
Ágúst H Bjarnason, 12.8.2014 kl. 10:24
Ertu að tala um opinberu sjóðina eða alla lífeyrissjóði, almenna og opinbera. Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara? Almennu lífeyrissjóðirnir skerða réttindi sjóðfélaga sinna þegar tryggingarfræðileg staða sýnir að þeir eigi ekki fyrir útgjöldum... hafa skert um 20% frá hruni eða í kringum 140 milljarða.
Opinberu sjóðirnir sérstaklega B-deild lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna eru miklu verr staddir og vantar 5-700 milljarða upp á að þeir eigi fyrir skuldbindingum. Þessvegna er þrýst á að hækka iðgjöld í 15,5% yfir alla línuna og láta félaga í almennu sjóðunum greiða fyrir ruglið hjá þeim opinberu. Þarna eru bómullarsjóðir stjórnmálastéttarinnar sem komin er á eftirlaun á framfæri skattgreiðenda (ekki bara þeir sem þú taldir upp) Samtaals munu skattgeiðendur þurfa að greiða með opinberu sjóðunum fyrrnefnda upphæð, um 700 milljarða næstu 25 árin nema tekið verði á ruglinu með afgerandi hætti. Sjóðfélagar almennu sjóðanna munu ekki leggja sín réttindi undir í slag.
Ágúst Marinósson, 12.8.2014 kl. 11:02
Hagkerfin sem lífeyrissparnaðurinn hefst í eru allt önnur en þau sem honum líkur í og viðmiðin breytast.
Lífeyrisþegar nútímans sáu sumir aldrei peninga á sinni starfsæfi, voru húsmæður eða bændur sem lifðu af landinu en báru engu að síður ábyrð á þeirri uppbygingu sem við byggjum okkar líf á í dag.
Þetta fólk býr sumt við léleg kjör og ófullnægjandi heibriðisþjónustu á meðan yngra fólkið hefur bara áhyggjur af sýnum réttindum í einhverri framtíð.
Að reyna geyma peninga í 40 ár er galið. Að reyna að laga það með því geyma peningana í sér sjóðum eftir árgöngum í 40 á er engu minna galið.
Vandi ævisparnaðar lífeyrjóða er óleysanlegur því peningar geymast ekki nógu vel.
Guðmundur Jónsson, 12.8.2014 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.