Leita í fréttum mbl.is

Samningar við lífeyrissjóðina?

um  hlutdeild ríkissjóðs í eignum þeirra?

Lífeyrisþegar þurfa að greiða skatta af útgreiddum lífeyri sem rétt er. Þá hefði líka mátt greiða við inngreiðslur í sjóðina en var ekki gert.

Ríkissjóður greiðir einhverja hundrað milljarða í vexti. Á hann samt ekki einhverja þúsund milljarða af framtíðartekjum inni í lífeyrissjóðunum?

Er ekki hægt að hugsa sér að þessir aðilar semji sín á milli báðum til hagsbóta? Lífeyrissjóðirnir losi sig við hluta af af fjarfestingarvandamálum sínum og tapsáhættu. Ríkisstjórnin losni á móti við núverandi áhyggjur af bólumyndun í hagkerfinu.  Með samningum við lífeyrissjóðina fái ríkissjóður fjármuni til skuldaniðurgreiðslu. Sem kemur út á eitt fyrir eigendur sjóðanna þó forstjórarnir verði öndverðir.  Sem losar hundrað millarða frá greiðslum út um vaxtagluggann til hagfelldra ráðstafana innanlands?  Má ekki spyrja t.d. hann Pétur  Blöndal um það hvað sé mögulegt?

Er virkilega ekki hægt að ná einhverjum þeim samningum við lífeyrissjóðina sem létti undir með öllum?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Halldór - sem jafnan !

Kolrangt mat - af þinni hálfu að þessu sinni / Halldór minn.

Við iðgjaldendur til sjóðanna: undanfarin ár sem áratugi - EIGUM AÐ FÁ HVERJA EINUSTU KRÓNU endurgreidda: frá þessum Helvítis sukkurum.

Er eitthvað skárra - að stjórnmála afæturnar fái að spila með þessa peninga / en núverandi sjálftökulið þeirra - Halldór Verkfr. ?

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 15:30

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það gengur ekki að draga frá skattinn við inngreiðslur - persónuafsláttur lífeyrisþega flækir málið við útgreiðslur.

Hitt mætti gera; að lífeyrissjóðir skili til ríkisins skattgreiðslum vegna lífeyris þeirra sem deyja áður en taka lífeyris hefst.  Engin ástæða er til þess að lífeyrissjóðirnir sitji einir að þeim feng.

Kolbrún Hilmars, 17.8.2014 kl. 16:25

3 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Kolbrún !

Ég mótmæli einnig: þínum viðhorfum fornvinkona góð.

ÞJÓFABÆLI Líferyissjóðanna: á að UPPRÆTA í 1 skipti fyrir öll - og ég vísa með ítrekun til þess / sem ég sagði hér að ofan (kl. 15:30) - algjörlega !

Með sömu kveðjum - sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 17:18

4 Smámynd: Benedikt Helgason

@Kolbrún. Það er spurning hvort að þetta með skattlagninguna á inngreiðslu í sjóðina (við inngreiðslu vs. við töku lífeyris) er ekki bara útfærsluatriði.  Lífeyrisinngreiðslur eru skattlagðar strax við inngreiðslu í sumum löndum.  Þegar ég vann í Danmörku þá gat maður valið, ef ég man rétt, hversu stór hluti yrði skattlagður strax og hversu stór hluti yrði skattlagður við töku lífeyris. 

Þetta er fyrst og fremst spurning um að velja skattprósentu þegar skatturinn er greiddur strax og sú prósenta gæti t.d. endurspeglað að einhverju leyti áhrif persónuafsláttar á heildarskattinn.

Annars er ég sammála síðuhafa um að þetta er eitthvað sem ríkið átti að skoða fyrir löngu.

Benedikt Helgason, 18.8.2014 kl. 08:04

5 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Benedikt Helgason !

Hið sama: segi ég við þig / og þau Halldór og Kolbrúnu.

Um EKKERT - er að semja við þessar glæpa fabrikkur Lífeyrissjóðanna: ágæti drengur.

Þessi rumpulýður - sem situr á OKKAR fjármunum / eins og Ormar á Gulli er ALLUR dýflissu tækur Benedikt minn / eftir sinn ára- og áratuga SÓÐASKAP með meðferð OKKAR fjármuna Benedikt minn !!!

Með ekki síðri kveðjum - en hinum seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 12:26

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ef ríkið eignast hlutdeild í eigum lífeyrissjóðanna verður fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að selja þá hlutdeild einhverju vildarvinum. Sé ekki að þetta sé góð lausn.

Erlingur Alfreð Jónsson, 18.8.2014 kl. 17:07

7 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Erlingur Alfreð !

Nákvæmlega - vonum: að þau Halldór / Kolbrún og Benedikt átti sig á þeirri ógeðfelldu staðreynd !

Sömu kveðjur - og þær síðustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 22:50

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hef verið svo upptekin af góða veðrinu í sumarfríinu (svo og skjálftavaktinni) að mér láðist að kíkja hér inn aftur.  Sá því ekki þau orð sem var beint að mér.  Bæti nú aðeins úr því.

Óskar, ég er jafnhrifin af lífeyrissjóðakerfinu og þú.

Benedikt,  mín uppástunga beindist að þeim skatttekjum sem ríkið fær ALDREI.  Menn deyja fyrir aldur fram - engar útgreiðslur og engir skattar.

Kolbrún Hilmars, 21.8.2014 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband