Leita í fréttum mbl.is

Spítala

á víst að byggja án þess að mikið fréttist af lögun eða umfangi. Þó hefur kvisast að valdir arkitektar séu á fullu að teikna spítala sem á að þekja mikið landsvæði í lágreistum byggingum sem kalla á mikla flutninga í láréttu plani.

Af hverju þarf að byggja þarna flatt? Einhver sagði að svo yrði að vera svo að flugvélar rækjust ekki á spítalann. Svo á Flugvöllurinn ýmist að fara eða vera.  Ýmist þarf flugvöll við spítalann eða ekki.

Er ekki fleira sem mælir með háreistum byggingum fyrir spítala en flötum?  Er ekki miklu léttara í leikmannsaugum og fljótvirkara að flytja allt í lyftum upp og niður en lárétt?   Rekast flugvélar frekar á spítalaturn í Vatnsmýrinni en Hallgrímskirkju?  

Sumum finnst agalegt að hugsa til þess að flugvélar geti rekist á Alþingishúsið eða ráðhúsið.  Ekki hef ég þó haft tiltakanlegar áhyggjur af því sérstaklega. Flugvélar rekast yfirleitt ekki á neitt sem betur fer enda verst fyrir þær sjálfar og þá sem í þeim fljúga.

Er ekki tímabært að almenningur fái að vita þær grunnhugmyndir um gerð nýs spítala sem í gangi eru frekar en bara heyra talað um það peningaleysi sem til þarf?

Er verið að hanna spítala? Hvernig spítala? Er búið að ákveða staðinn? Upp eða niður spítala?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar búið að gera þetta opinbert fyrir meira en ári ef ég man rétt. 20% hönnunin var kláruð fyrir síðustu Alþingiskosningar og síðan 80% hönnunin boðin út.

.

Á meðan það væri skemtilegra að hafa þetta hærri og færri byggingar. Þá varðar hæðin meira samkomulag RVK og LSH um deiliskipulagið en öryggi flugs. Hugsa að þetta er aðallega vegna stórs safns rándýrs húsnæðis sem er hliðina á LSH þar sem eigendurnir yrðu ekki sáttir við nýtt háhýsi skyggjandi á sig.

Fyrsta byggingin sem á að verður 5 hæðir með tveimur kjöllurum. Í henni verður slysa- og bráðamóttaka, röntgendeild, skurðstofur og gjörgæsla. Það að koma þessum deildum í eitt hús með lyftu aðgengi á milli þeirra verður stórt skref áfram í öryggi sjúklinga.

Hér er teikning sem var gefin út af svæðinu og byggingunum http://www.nyrlandspitali.is/nyrlandspitali/upload/files/samkeppni_um_frumhonnun/201007-landspitali-teikningar.pdf

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.8.2014 kl. 14:03

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Elfar, þú ert betur heima en ég í þessu. Líklega var ég búinn að gleyma hversu langt þetta er komið , líklega tók ég þetta ekki í alvöru heldur sem tillögu á sinni tíð.

En jafn vitlaust finnst mér þetta ef það á að láta útsýnissjónarmið húseigenda stjórna hagsmunum þjóðarinnar sem fær vonda og óhagkvæma spítala í stað brúklegra. Læknirarnir þegja kannski af því að þeim finnst allt betra en ekki neitt. Mér finnst þetta vera líkara bílaverkstæði þar sem máli skiptir að redda hlutunum eins fljótt og hægt er .

Halldór Jónsson, 23.8.2014 kl. 19:48

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Auðvitað lóðrétt. Það veit hver heilvita maður. Það eru bara eðjótar sem láta sér detta í hug að meginstefnur eigi að vera láréttar.

Ágúst H Bjarnason, 24.8.2014 kl. 00:24

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sammála frændi

Halldór Jónsson, 24.8.2014 kl. 10:19

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég var að skoða teikningarnar. Mér sýnist að að það sé auðvelt að hlaupa heilmaraþon í svona 30-40 hringjum í einni byggingunni án þess að ég gæti lesið fjarlægðirnar. Þetta er snargalið og þarf að stöðva með einhverjum hætti

Halldór Jónsson, 24.8.2014 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband