Leita í fréttum mbl.is

Leiðangur gegn Sjálfstæðisflokknum

er í fullum gangi hjá Ríkissaksóknuru.

Ætla má að tiltektir hennar vekji ekki sorgarviðbrögð hjá fyrrum allsherjarráðherra í stjórninni sem veitti henni brauðið. Hugsanlega kærkomin uppbót vegna rýrrar eftirtekju af málatilbúnaði þeirra skötuhjúa í Landsdómi gegn Geir H. Haarde.

 Nú sýnist gott tækifæri fyrir einhverja að kætast á bak við samúðartárin þegar hægt er að hakka linnulaust á ráðherru Sjálfstæðisflokksins með óvæntri aðstoð Umboðsmanns Alþingis sem glleðilega er hefur nú ákveðið, jafnvel í stíl Ólafs Ragnars,  að taka svo rösklega og óvænt  til starfa á grundvelli lagaheimilda sinna.

Það hlýtur þó að vekja blendnar tilfinningar hjá upphafsmanni málsins á DV, að vanur afskriftaraðili skuli kaupa blaðið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekari mannorðsmorð. En þessi ágústmánuður  er greinilega tími umbrota í fjölmiðlaheiminum þegar hið heimskulega hugtak ritstjórnarlegt sjálfstæði er afgreitt í eitt skipti fyrir öll sem innihaldslaust slagorð. Hundarnir bíta ekki í höndina sem fóðrar þá.

Hvað sem öðru líður hlýtur þetta mál vera farið að pirra samstarfsflokkinn þó hann kalli nú ekki allt ömmu sína þegar kemur sértækum lausnum. Spurning er hvort hann notar tækifærið til að fá hjartað til að slá meira til vinstri en verið hefur og hugmyndir Bjarna Benediktssonar um umbætur í skattamálum fái þar með verra brautargengi en þörf hefði verið á. Það er eiginlega það sem er mest að óttast sem afleiðingar þessa máls. Bjarni hefur verið í stórsókn hjá almenningi fyrir prúðmannlegan og rökfastan málflutning. Það fer áreiðanlega í pirrurnar á ýmsum sem þó ekki þora í hann sjálfan.

Ég get ekki annað en fundið nokkuð til með Hönnu Birnu þegar úlfahjörðin ýlfrar svona nætur og daga. Þetta hlýtur að taka á taugarnar eins og raunin varð á með til dæmis Guðmund Árna  og Björgvin Sigurðsson þegar þeir lentu í skotlínunum. Héðan af er ekki annað fyrir Hönnu Birnu en að hafa flaggið við hún hvort sem flýtur eða sekkur og gefa sig hvergi.

En um hvað er þetta lekamál? Það virðist ekki skipta neinu máli lengur? Nauðsynlegar upplýsingar um Tony nokkurn Omos sem átti að berja inn sem hælisleitanda, komast fyrir almenningssjónir. Rangar eða réttar spyr enginn um lengur. Ætli hann verði ekki sóttur frá Ítalíu til landsins af sérstakri sendinefnd með hattana í hendinni? Ekkert DNA og ekkert bull?  Ekki sama hver í á. Hvað varð um njósnatölvuna á Alþingi? Það mál var þaggað niður af æðstu stöðum og FBI mennirnir reknir öfugir úr landi. Birgitta Jónsdóttir er hvítskúraður engill sem ætlar að leggja fram vantraust á Hönnu Birnu. Birgitta Jónsdóttir! 

Er ekki  bara leiðangur í gangi gegn Sjálfstæðisflokknum svo hann bæti ekki frekar við sig í skoðanakönnunum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta mál er allt það uppblásnasta.

Ekki var galað svona mikið seinast þegar einhver gerði skandal, og það viljandi.

Ögmundur komst alveg upp með að vasast í lögreglumálum og Jóhanna Sig komst upp með að brjóta jafnréttislög, svo fátt eitt sé nefnt.

Enginn baulaði um afsögn í marga mánuði á eftir.

Þess vegna eru engin fordæmi. Og lekamálið er *minna* mál. Sem gerir þessi fordæmi sem eru ekki til þeim mun mikilvægari.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.8.2014 kl. 09:46

2 Smámynd: Þorkell Guðnason

Um hugtökin meinfýsi og þórðargleði er fjallað á wikipedia með þessum hætti:

"Karen Blixen lýsir þórðargleði í bók sinni Jörð í Afríku en kallar meinfýsi sem er samheiti, þ.e. fögnuður yfir óförum annarra":

"Í eðli allra svertingja er rótgróin, óbugandi tilhneiging til meinfýsi, ómenguð gleði yfir því að sjá eitthvað misheppnast, tilhneiging, sem hlýtur að koma ónotalega við Evrópumenn. --"

Etv hafði Karen eitthvað til síns máls, samt stendur svolítið í mér að koma auga á að hérlendum Evrópusinnum líði ónotarlega vegna þessa.

Þorkell Guðnason, 27.8.2014 kl. 10:02

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ferð hér ágætlega yfir stöðuna, Halldór og ályktanirnar sem þú dregur hljóma trúverðugar. Hafðu þökk.

Ragnhildur Kolka, 27.8.2014 kl. 10:19

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi

Hefur engum komið til hugar að skjalið um Tony hafi einfaldlega verið sótt með hjálp tölvuhakkara og internetsins?  Hvers vegna halda menn að einhver innanbúðar hafi laumað því á diskettu eða samsvarandi?  Er búið að útiloka netinnbrot?

Sjá til dæmis þessa frétt Reuters um innbrot tölvuhakkara í belgíska utanríkisráðuneytið.



Ágúst H Bjarnason, 27.8.2014 kl. 11:31

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir öll sömul. Og Ágúst, þitt innlegg er aldeilis rétt. Það sem skeður í belgísku ráðuneyti getur auðveldlega gerst hér.Þar sendu reyfarar tölvupósta í nafni forsætisráðherra frá hans einkareikningi. Hvað er ekki mögulegt í þessum tölvuheimi og Interneti?

Og svo ætlar Rískissaksóknara að útiloka aðra en Gísla Grey?

Halldór Jónsson, 27.8.2014 kl. 12:41

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Fyrirgefið, Gísla Frey átti það að vera

Halldór Jónsson, 27.8.2014 kl. 12:42

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona að benda mönnum á nokkur atriði!

  • Það kemur fram í hæstaréttarúrskurði um þetta mál að það voru minnir mig 6 eða 7 sem höfðu skoða þetta skjal!
  • Það voru 4 m.a. ráðherra og aðstoðarmenn sem fengu þetta skjal í tölvupósti.
  • Það voru fleiri en viðkomandi nafngreindir í þessu skjali.
  • Ef að menn er á því að það sé réttlætanlegt að senda þessar upplýsingar í blöðin þá spyr maður: Ef einhver ætti í deilum við Heilbrigðisráðuneytið væri þá réttlætanlegt að deila upplýsingum úr t.d. sjúkraskrá hans?
  • Væri Hanna ekki í mun betri stöðu ef hún hefði viðurkennt að þessu skjali var lekið úr ráðuneytinu sem er augljóst og strax boðað endurbætur á kerfinu, flutt til fólk og sagt að hún vildi kerfi þar sem svona gæti ekki komið fyrir?
  • Finnst mönnum það virkilega líklegt að hakkari hefði farið inn í möppukerfi ráðuneytis og náð í þetta skjal og sent það í fjölmðila sama dag og það var búið til.
  • Ætla nú að vona að kerfið sé nú það tryggt að engin komist þar inn án þess að kerfið greini það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.8.2014 kl. 21:06

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ef um er að ræða dóma eða úrskurði opinbera aðila um einhvern, er það ekki brot á lögum um persónuvernd, að skírskota til þeirra í umfjöllun um einhvern.  Því er það EKKI neitt brot á því sem leynt á að fara, að birta slíkt opinberlega, þessvegna skil ég ekki stundum hjalið um trúnaðarbrot við hælisleitendann.  Hygg að allt sem í skjalinu var, nema viðbótin sem splæst var við skjalið eftir að það fór af opnu drifi ráðunetisins, hvar dylgjur og ósannaðar fullyrðingar birtust.

Mjög mikilvægt er, að allir dómar og úrskurðir um hælisleitendur, verði hér eftir óðar settir á opið svæði ráðuneytisins, hvar almenningur geti lesið og tekið upplýsta ákvörðun um, hvernig kerfið vinnur að hagsmunum íbúa landsins.

Bjarni Kjartansson, 28.8.2014 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband