29.8.2014 | 09:00
Orð af viti
um brjálæðislegar hugmyndir elítunnar um nýjan Landspítala sem átti víst upphaflega að byggja fyrir Símapeningana eina og sér eftir vel heppnuð veikindi frammámanns.
Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm skrifar:(Bloggari feitletrar að vild)
"Við áformum að byggja nýtt hátæknisjúkrahús utan á gamla Landspítalann og tengja þar saman gamlar og nýjar byggingar með löngum niðursprengdum dýrum göngum sem er vísun á mikla óþarfa vinnu, kostnað og tímasóun við að flytja fram og til baka vörur og sjúklinga næstu áratugina.
Þetta er sennilega dýrasta aðferðin við að byggja og þótt settar séu fram kostnaðaráætlanir vitum við skattborgarar af biturri reynslu að þær standast ekki, gera má ráð fyrir að kostnaðurinn við að tengja saman nýja og gamla byggingu ásamt þeirri endurbyggingu á gömlum innviðum sem fylgir slíku muni margfaldast.
Nýtt hátæknisjúkrahús hlýtur að þurfa að byggja þannig að öll kjarnastarfsemi sé fyrir miðju til að lágmarka flutninga á sjúklingum ásamt því að halda niðri kostnaði við lagnir vegna tæknibúnaðar sem og styrkleikaþörf burðarvirkis, sjúkralega yrði þá í léttbyggðum aðliggjandi álmum.
Gamli Landspítalinn sómir sér vel sem hjúkrunarheimili, sjúkrahótel, rannsóknasetur, hús Íslenskra fræða og/eða heilsugæslu, varðveitum þessar gömlu byggingar í upprunalegu ytra formi.
Ábyrgðarleysi ráðamanna og rörsýn vegna þessara áforma er sláandi, kostnaður virðist engu skipta enda eru þeir ekki sárir á almannafé þegar þeir reisa sjálfum sér minnismerki. Öryggi sjúklinga virðist litlu skipta í þessum áformum því þótt búið sé að loka nánast öllum skurðstofum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins til að réttlæta nýtt hátæknisjúkrahús virðist horft fram hjá því lykilatriði sem flutningstími með sjúkrabifreiðum er en það dýrmætasta í lífi okkar allra er tíminn.
Veika og slasaða verður að flytja að sjúkrahúsi um langan veg með sjúkrabílum nú þegar búið er að loka öðrum skurðstofum og í stað þess að horfa á gatnakerfið og staðsetja nýtt hátæknisjúkrahús þar sem greiðast yrði aðgengi og stystur tími færi í flutninga er ákveðið að troða nýjum byggingum utan á gamlar vestur í bæ þar sem fara þarf um þegar yfirfullar aðflutningsleiðir og fyrir liggja nú þegar hugmyndir um að þrengja að þeim akstursleiðum.
Það hafa þegar verið byggðar hátæknisjúkrastofnanir víða erlendis og óþarfi að finna upp hjólið enn einu sinni, X- eða Y-laga byggingu tekur stuttan tíma að reisa og ódýrara verður að reka slíka. Minna fé fer í bygginguna sem þýðir að meira fé verður til tækjakaupa og til að byggja upp mannauðinn.
Hvort það verður byggt nýtt hátæknisjúkrahús á lóð ríkisins við Vífilsstaði, á fyrrum hesthúsalóðum við Smárahverfið í Kópavogi eða á öðrum þeim stað þar sem minnstar tafir og stystan tíma tekur að flytja sjúklinga að skiptir öllu máli.
Hér er slóð á rannsókn sem staðfestir að dánartíðni fólks eykst í hlutfalli við akstursvegalengd með sjúkrabifreið: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2464671/
Það er verið að taka ákvarðanir um líf þeirra 21.470 manna á Suðurnesjum, 23.780 manna á Suðurlandi, 10.282 manns á Vesturlandi auk þeirra 208.210 íbúa á stór-höfuðborgarsvæðinu; út frá þeirra öryggi verður fyrst og fremst að hugsa og horfa til þess hvar miðja sjúkraflutninga verður.
Í vesturbæ Reykjavíkur búa 16.378 af þessum 263.742 Íslendingum sem verða að treysta á skjóta sjúkraflutninga með bifreiðum, er verið að gæta hagsmuna meirihluta landsmanna eða er það rörsýn á aðra hagsmuni sem ræður för?"
Varðandi kostnaðaráætlanir ráðamanna almennt þá vísast til pí-lögmáls Halldórs(það er ég). Það hljóðar svo:
Í hvert sinn sem stjórnmálamenn leggja fram áætlun um nýtt þjóðþrifamál þá verður lokakostnaðurinn fyrir skattgreiðendur N x pí-sinnum hærri en hann áætlar. Sannanir lögmálsins má sjá í byggingu Hörpu, óperuhúss í Hamborg, flugvallar í Berlín,Noregi og víðar. Lögmálið rúmar N-Faktora frá 1-3 eftir því sem breiðari samstaða fæst um framkvæmdina og skal meta í hverju tilviki fyrir sig. Þannig ber að skoða kostnaðaráætlanir um viðbyggingu Landspítalans.
Hvernig í veröldinni stendur á því að þetta stóra mál fæst ekki einu sinni rætt? Þorsteinn segir allan sannleikann í þessu skrifi sínu og er þar engu við að bæta. Nema að spyrja um þessa óhuggulegu þöggun um gang málsins?
Af hverju má ekki segja orð af viti um þessa miklu framkvæmd áður en farið er af stað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ertu búinn að finna besta staðinn fyrir nýtt sjúkrahús?
Jón Þórhallsson, 29.8.2014 kl. 09:25
Þorsteinn nefnir Vífilsstaði. Allt það land og golfvöllurinn til vara.
Halldór Jónsson, 29.8.2014 kl. 11:45
Hárrétt og skynsamlegt hjá Þorsteini Val.
Ágúst H Bjarnason, 29.8.2014 kl. 12:48
Það er búið að ræða þessa framkvæmd í eithvað yfir 10 ár núna. Helling af rökum fram og til baka en búið er að taka þá ákvörðun af þremur heilbrigðisráðherrum sem ég veit af, tveimur frá xD og einum frá xS, að hann verður á þessari lóð.
.
Samkvæmt greinini sem þú bendir á þá er sýnt fram á að dánartíðni eykst um 1% fyrir hverja 10km í loft línu af fjarlægð. Fluttningur á vífilstaði er um 6,5km í loftlínu þannig að dánartíðni lækkar um innan við 1% ef spítalinn er staðsettur þar.
Á móti þeirri lækkun í dánartíðni þá þyrfti að líta á kostnað, það er, í staðin fyri að byggja nýjan LSH í áföngum þá þyrfti að byggja hann allan þar sem það væri að vera fórna byggingum sem á að nota í millitíðini áfram.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 13:01
Ég sendi þér hlekk í teikningu af nýja lsh í síðustu viku Halldór. Ef þú hefðir litið á hana þá hefðiru séð að ekki er verið að byggja utan á gömlu byggingarnar heldur verður ný bygging reist í svolítilli fjarlæg. Þessi göng sem talað er um eru síðan bara göng sem verða framlengd frá núverandi ganga kerfi LSH til að einfalda fluttninga.
.
Öll kjarnastarfsemi ásamt skamtíma dvöl verður í einni byggingu og síðan verða göng þannig að hægt er að flytja sjúklinga yfir á sjúkrahótel til dæmis.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 13:09
Takk Elvar, ég skoðaði teikningarnar af flæminu. Hvaða loftlínu ertu að tala um? Frá Vatnsmýrarflugvellinum sem á að fara?
Halldór Jónsson, 29.8.2014 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.