Leita í fréttum mbl.is

Nýr ritstjóri Samfylkingarinnar

hefur tekið við á Fréttablaðinu.  Hann byrjar auðvitað á að krefjast afsagnar Hönnu Birnu. Síðan stillir hann sér upp til hliðar við stórar myndir af Hönnu Birnu og Hannesi Hólmstein og ræðst á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins fyrir væntanlegar skattahækkanir. Svo stillir hann upp á forsíðu að 2/3 Samfylkingarinnar í landinu krefjist afsagnar Hönnu Birnu. Og með þessu fylgir svo leiðari til þeirra sem kynnu ennþá að efast um sannleiksgildi  Fréttablaðsins áminningu um að trúa enn heitara og segir svo:

"...Þegar skipt er um ritstjóra á fjölmiðli vill oft verða mikil umfjöllun um það. Alls kyns kenningar myndast. Ástæðurnar geta hins vegar verið margar og ólíkar, sem liggja að baki ákvörðun eigenda eða stjórnenda fjölmiðlafyrirtækja þegar ákveðið er að gera breytingar á fyrirtækjunum. Stundum gerist það að afkastamiklir skipstjórar og ágætlega fisknir eru látnir fara. Ástæður þess geta verið margar. Kannski fer viðkomandi ekki nægilega vel með skip eða veiðarfæri eða eitthvað annað. Já, ástæðurnar eru ekki alltaf augljósar þegar ákveðið er að skipta um stjórnendur.

 

Liðna daga hefur á sumum stöðum verið látið að því liggja að á fréttastofu 365 séu óeðlileg afskipti af ritstjórninni. Vilji einhver, eigandi eða annar, hafa áhrif á fréttir eða fréttamenn þarf margt að gerast. Og til að það geti gerst þarf mikið að láta undan. Sumt af því er óhagganlegt, en það er sómi og æra fólks. Fólks sem í þessu tilfelli mætir daglega til vinnu sinnar með sín eigin viðmið, sinn eigin sóma og sinn eigin huga.

 

Eftir að hafa starfað með þessu ágæta fólki í nokkra daga, talað við það og hlustað á hvað það hefur að segja um faglegt mat þess á blaða- og fréttamennsku er ég sannfærður um eitt, og það er það að hlustendur, áhorfendur og lesendur Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hafa ekkert að óttast. Hér starfar heilt og gott fólk sem tekur starf sitt alvarlega. Fólk með sóma og sannfæringu og það er ekki hægt að svíkja eigin sannfæringu. Það er bara ekki hægt. "

Hefði Ari fróði gert þetta betur? 

Maður veltir fyrir sér hvort mikil verði aðsókn hægri manna í hlutlausa Sprengisandsþætti ritstjórans eftirleiðis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Nýi ritstjórinn hélt svo áfram að tala um sjálfan sig og síðustu stjórn og hvaðnýja stjórnin ætti hugsanlega eftir að gera af sér.

Guðmundur Steingrímsson lýsti því svo yfir aðspurður að hann myndi ekki flokka Fréttablaðið sem óháðan fréttamiðil ef hann ætti að kaupa auglýsingu. Það slumaði heyranlega í ritstjóranum við asð heyra þetta.

Halldór Jónsson, 31.8.2014 kl. 11:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Guðmundur er orðinn stór.

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2014 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband