Leita í fréttum mbl.is

Ekki kennurum að kenna

að kennslan hefur ekki skilað sér til nemenda nema þannig að drengir kunna ekki að lesa sér til gagns og stærðfræðigeta er gersamlega í vaskinum. Sökin hlýtur þá að liggja hjá nemendunum sem eru svona miklu vitlausari en foreldrar þeirra, ömmur eða afar,voru. 
Svo segir í Mogga: 
"Að setja þetta fram með þessum hætti er mikil einföldun,« segir Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, og vísar til þeirra ummæla sem verkefnisstjóri PISA-könnunar hjá Námsmatsstofnun lét nýverið falla í erindi sínu á málþingi um skólamál. Niðurstaða PISA-könnunar var til umræðu á málþinginu og sagði verkefnisstjórinn m.a. úrbæturnar liggja innan skólastofunnar og að öll spjót beindust að kennurum.Kristján H. Johannessen khj@mbl.is

 

Þórður Árni hafnar því alfarið að hægt sé að skella skuldinni á kennara og bendir á að málið sé mun margþættara en svo. Nefnir hann í því samhengi m.a. breytt samfélag og stefnumótun í skólastarfi.

 

»Ég er viss um að mjög margt af því sem við erum að gera í dag og höfum verið að gera undanfarin ár leiðir til betri niðurstöðu til framtíðar,« segir Þórður Árni.

 

Þórður Árni segir brýnt að hafa í huga að PISA-könnunin var gerð meðal 15 ára nemenda, sem í dag eru á 17. aldursári. »Undanfarin ár er búið að gera heilmiklar breytingar í skólastarfi. Við hjá Kennarasambandi Íslands höfum alltaf talað fyrir því að rannsaka þurfi þetta nánar og á okkar forsendum,« segir hann og bætir við að þörf sé á því að fá bæði kennara og aðra sérfræðinga til að skoða málin.

 

Spurður hvaða fleiri þættir spili inn í þegar kemur að gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum bendir Þórður Árni á að tvö málþing hafi nýverið farið fram á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Einn þeirra sem þar fluttu erindi var bandarískur sérfræðingur um taugafræðilegar forsendur lestrar.

 

»Þar minntist hún á rafrænu miðlana og tölvurnar sem að einhverju leyti gætu haft neikvæð áhrif [á lestur] því börn fara þá ekki eins mikið inn í svokallaðan djúplestur,« segir hann og bætir við að kennurum á grunnskólastigi verði einnig tíðrætt um skóla án aðgreiningar og framkvæmd þeirrar stefnu. »Það gæti einnig haft áhrif. En síðan er stuðningur heimilisins og foreldra við nám barna mjög mikilvægur þáttur. Það eru því fjölmargir þættir sem hafa áhrif á hvernig barni gengur í skóla.«

 

Spurður hvort börn fái minni stuðning heimafyrir nú en áður kveður hann nei við. »Það er alltaf einhver hluti nemenda sem fær tiltölulega lítinn stuðning og hefur skólakerfið reynt að bregðast við með þjónustu við þá nemendur."
Af lestri viðtalsins finnst mér að borin von sé að skólakerfið verði bætt með auknum málþingum og rannsóknum kennara á sjálfum sér. Það eina sem ég veit að í mínu ungdæmi vorum við neydd til að drekka hálfvolgt lýsi, neydd til að læra margföldunartöfluna,, neydd til að læra að lesa, neydd til að taka eftir í tímum, neydd til að sætta okkur við röðun í bekki eftir námsgetu og neydd til að hegða okkur sæmilega.  Annars voru við tossar sem þurftu sérmeðferð.
Enginn fór up úr barnaskóla án þess að kunna margföldunartöfluna aftur á bak og áfram. Enginn fór upp úr barnaskóla án þess að kunna að lesa reiprennandi. Það var ekkert kjaftæði um þessi grunnatriði. Pabbi hjálpaði með erfið dæmi heima og mamma hjálpaði í skrift.Kennararnir sögðu okkur til í skólanum hverju og einu þó við værum 30 í bekk.  Við lærðum það sem við áttum að læra, biflíusögur sem annað, og máttum ekki vera með tyggjó í tíma. Fengum ekkert að éta i skólanum og þurftum ekkert að bíða efir krökkum sem skilja ekki íslensku.  Við börðum ekki minnimáttar heldur  lógumst í frímínútum við jafningja og komum með blóðnasir í tíma.Við kunnum öll djúplestur á þjóðsögunum og Basil fursta, Órabelg, Tuma litla og Stikilsberja Finni. Djúplestur?(sic!) Ég held að við hefðum ekki skilið svona orð. Annað hvort lastu og kunnir eða þú last ekki.
Nei, hverning komið er er auðvitað öllum öðrum en kennurunum  að kenna. Þeir kenna og kenna en nemendurnir bara læra ekki neitt.  Spurðu ellefu ára gamlan þýskan krakka hvað sjö sinnum átta er og hann svarar að bragði ef pabbi hans leyfir það.  Spurðu íslenskan nemenda úr 10. bekk  að þessu sama og þú færð yfirleitt engin svör. 
Má ekki bjóða kennurunum að fara í verkfall svo hægt sé að bæta þessi smánarlaun þeirra? Fái þeir alminilega borgað fara nemendurnir óðar að læra. Eða hvað? Þeir eru kannski hættir að geta lært vegna tölvunnar og símans?
Nemendunum hlýtur bara að hafa hrakað. Kennarar hafa auðvitað ekkert að gera með hvernig kennslan skilar sér að mati Árna Þórs Hjaltested formanns Kennarasambands Íslands.
Það er ekki kennurunum að kenna.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband