Leita í fréttum mbl.is

Hlutafé einhver?

Svo segir í Morgunblađinu í dag: 

 "Tap af rekstri WOW air á árinu 2013 nam 330 milljónum króna og nemur uppsafnađ tap síđastliđinna tveggja ára yfir 1.100 milljónum króna. Eigiđ fé félagsins var 350 milljónir króna í árslok 2013, ţrátt fyrir ađ hlutafé ţess hafi veriđ aukiđ um 500 milljónir króna á ţví ári.

 

Hlutafé WOW air er allt í eigu Títans fjárfestingafélags ehf. sem er í eigu Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda félagsins. Hlutafé WOW air var aukiđ um 20 milljónir króna ađ nafnvirđi á genginu 25 í nóvember síđastliđnum og nam ţví heildarfjárhćđ aukningarinnar 500 milljónum króna. Fram kom í tilkynningu í tengslum viđ hlutafjáraukninguna ađ hún vćri međal annars til komin vegna fyrirhugađrar sóknar félagsins á Norđur-Ameríkumarkađ.

 

»Viđ erum mjög ánćgđ međ hvernig sumariđ og haustiđ hefur ţróast,« segir Skúli »Hins vegar urđum viđ fyrir verulegum kostnađi ţegar viđ ţurftum ađ fresta Norđur-Ameríkuáformum okkar síđastliđiđ vor. Ţessi breyting gerđi ţađ ađ verkum ađ viđ ţurftum ađ leggja niđur eđa breyta flugi fleiri ţúsund farţega međ tilheyrandi kostnađi.«

 

Skúli segir afkomu fyrstu sex mánuđi ársins vera verri en stjórnendur félagsins höfđu gert ráđ fyrir. »Allt útlit er hins vegar fyrir góđa afkomu á seinni hluta ársins. Ljóst er ađ ţriđji ársfjórđungur er sá besti í sögu félagsins bćđi hvađ varđar sćtanýtingu, tekjur og afkomu.«

 

Spurđur um mögulega hlutafjáraukningu, svarar Skúli ţví til ađ WOW air sé skuldlaust félag sem hafi alfariđ veriđ fjármagnađ af Títan fjárfestingafélagi, sem hafi lagt WOW til 1.500 milljónir til ţessa.

»Títan mun halda áfram ađ styđja viđ bakiđ á félaginu eins og ţarf en jafnframt gćti veriđ áhugavert ađ fá inn fleiri fjárfesta ađ félaginu ţegar fram líđa stundir,« segir Skúli.

 

Hann segir enga ákvörđun hafa veriđ tekna um hvort eđa hvenćr félagiđ fari í hlutafjáraukningu.

 

»Viđ erum ađ fjárfesta mikiđ ţessa dagana í Norđur-Ameríkuáformum okkar og áframhaldandi uppbyggingu WOW. Viđ gerum ráđ fyrir ađ fjölga farţegum um 60% á milli ára og áćtlum ađ ţeir verđi um 800.000 á nćsta ári, úr 500.000 farţegum í ár,« segir Skúli.

 

Fram kemur í ársreikningi WOW air ađ í nóvember 2013 hafi ţrotabú IEMI, áđur Iceland Express, sett fram kröfu um greiđslu 166,4 milljóna króna vegna meintra eftirstöđva af umsömdu kaupverđi rekstrarhluta og tilgreindra eigna Iceland Express á árinu 2012. Stjórnendur WOW telja hins vegar ađ kaupverđiđ sé nú ţegar ađ fullu greitt og ţví sé krafan óraunhćf. Ađ sögn Skúla á WOW air enn í viđrćđum viđ ţrotabúiđ vegna ţessa, en ađ öđru leyti vill hann ekki tjá sig um gang viđrćđna."

Hvađ er ţađ sem knýr athafnamanninn og snilling eins og Skúla Mogensen til ađ berjast í ţessum lággjaldaflugrekstri? Hvađ er ţađ sem knýr MP-banka(sem Skúli rćđur eitthvađ líka) til ađ ýta frá sér venjulegum viđskiptamönnum sem vilja eiga venjulegan reikning í einkabankanum sem var ţó eini bankinn á íslenskum markađi sem ekki var í eigu erlendra vogunarsjóđa eđa ríkisins.

Einkabanki sem viđ einfaldir trúđum einlćglega á eftir skellinn 2008 og fyrir Skúla. Er ţetta fórnarlund hjá Skúla eđa ţrá eftir ađ útdeila ölmusu til bágstaddra? Eđa vill hann líkjast Jóni Ásgeir? Warren Buffet kaupir aldrei hlutafé í flugfélögum. Álítur ţau líklega ekki arđgćf til lengdar.Líklega enn síđur í lággjaldaflugfélögum. Enda er Buffet líklega gamall og úreltur en Skúli ungur og árćđinn.

Vill einhver kaupa hlutafé til ađ hjálpa Skúla? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í bók eftir Michael Porter On Competition, er sagt frá arđsemi fjárfestinga í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins í Bandaríkjunum.  Í ţessum atvinnugreinum er mesta arđsemin (kemur ekki á óvart) í verđbréfa- og hlutabréfasölu en ţar var arđsemin 40,9% en lćgst var hún hjá flugfélögum 5,9%.   Međaltaliđ var um 15% og var um ađ rćđa 31 atvinnugrein. Sú útgáfa bókarinnar sem ég á er síđan 2008 og síđan ţá hafa orđiđ miklar breytingar nćstum allur kostnađur flugfélaga hefur hćkkađ mun meira en sem nemur tekjuaukningunni og kćmi mér ekki á óvart ţótt ţessi tala vćri nálćgt 2% í dag eđa jafnvel  enn lćgri.  Hefđi ég yfir ađ ráđa fjármagni myndi ég setja ţađ í flest annađ en flugfélag................

Jóhann Elíasson, 23.9.2014 kl. 22:35

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ţá er ţađ spurning um husjónirnar, ađ hjálpa öđrum til ađ gera góđverk sem er ađ gefa fátćku fólki kost á fljúga ódýrt um stundarsakir ađ minnsta kosti? Sem er göfugt í sjálfu sér en líklega ekki neitt sem menn fá ţakkađ fyrir eins og varđ á sínum tíma međ arnarflug, Express ofl.

Halldór Jónsson, 24.9.2014 kl. 07:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband