5.10.2014 | 10:51
Landsvirkjun upp í vindinn
er snúin eins og við verkfræðingar erum sagðir kunna manna best.
Landsvirkjun reisti tvær fyrstu vindmyllur landsins á Hafinu. Þær hafa gegnið vonum framar vegna góðra skilyrða. Nú vill Landsvirkjun skipuleggja vindgarð á þessu svæði í ljósi góðrar reynslu.
Undirrituðum finnst margt gott við þessi áform. Vindorka er af sumum talin of dýr miðað við vatnsafl. En er það svo? Ég man ekki betur en að 95 Mw Búðarhálsvirkjun hafi kostað 28 milljarða en 2 x 1Mw vindmyllur Landsvirkjunar hafi kostað eitthvað um 0.6 milljarð. Stofnkostnaður er þá svipaður á Megawattið hvort sem vind-eða vatnsorka. Vindmylla gengur hinsvegar ekki helminginn af tímanum hérlendis og ennþá minna á því lygna meginlandi Evrópu. En þar þær eru byggðar í hrönnum, þó sjálfsagt eitthvað skekkt með ESB styrkjum að hætti bandalagsins þess.
Vindorka á Íslandi er mjög mikil eins og flestir kannast við. Hún er núna orðin að auðlind sem Íslendingar hafa ekki svo mjög leitt hugan að til þessa. Vinstri stjórnin reyndi sem hún gat að spilla fyrir nýtingu annarra orkulinda landsins. Þessvegna keyrði ráðherran Svandís Svavarsdóttir allar hagkvæmustu virkjanir í biðflokka. Það er því uppsafnaður orkuskortur í kerfinu og flutningskerfið er líka vanmáttugt til að flytja orku þangað sem hennar er þörf. Því er áreiðanlega nóg pláss fyrir aukna orkuvinnslu, sérstaklega á Suðurlandi þó langt sé til Gunnarsstaða.
Þá spyr Skipulagsstofnun: Vantar Íslendinga orku?
Í grein í Mbl. á laugardag veltir Helgi blaðamaður fyrir sér fyrirætlunum Landsvirkjunar um Vindmyllugarð við Búrfell.
Helgi skrifar:
"Skipulagsstofnun telur að Landsvirkjun þurfi að gera skýrari grein fyrir því í frummatsskýrslu hvaða þörf er fyrir raforku frá 80 vindmyllum með allt að 200 MW afli sem fyrirhugað er að reisa við Búrfell. Telur hún að fjalla þurfi ítarlega um áætlaða orkuþörf sem vindbúið á að fullnægja, ekki síst í ljósi þeirrar óvissu sem rekstri slíkra búa gæti fylgt hér á landi.
Landsvirkjun vinnur að umhverfismati fyrir vindbú eða vinmyllugarð við Þjórsá, ofan við Búrfell, og nefnir verkefnið Búrfellslund. Í matsáætlun sem Skipulagsstofnun hefur nú fallist á með nokkrum athugasemdum, er greint frá fyrirhugaðri framkvæmd.
Landsvirkjun lét fyrir tæpum tveimur árum reisa tvær vindmyllur á Hafinu, ofan við Búrfellsstöð. Markmiðið var að kanna hagkvæmni raforkuvinnslu með vindorku hér á landi. Niðurstöður undanfarinna mánaða sýna að mati Landsvirkjunar að aðstæður virðast óvenju hagstæðar. Í því ljósi vill fyrirtækið reisa fleiri vindmyllur í þyrpingu, meðal annars í þeim tilgangi að kanna tækifæri sem kunna að felast í samspili vind- og vatnsorku.
Svæðið sem ætlað er fyrir Búrfellslund er 34 ferkílómetrar. Það er á hraun- og sandsléttum, mest sunnan Þjórsár en einnig á Hafinu þar sem rannsóknamyllurnar eru. Ástæðan fyrir vali svæðisins er að þar rúmast nægilega margar vindmyllur til að ná allt að 200 MW orkuvinnslu og stutt í næstu tengivirki.
Lítil umræða
Í athugasemdum sínum bendir Skipulagsstofnun á að vindbú með allt að 80 stórum vindmyllum sé umfangsmikil framkvæmd við eða uppi á hálendisbrún miðhálendisins. Ekki hafi farið fram mikil umræða í þjóðfélaginu um vindmyllur. Sett er fram það sjónarmið að Landsvirkjun þurfi að fjalla um stefnumörkun stjórnvalda á landsvísu, ef einhver er.
Skipulagsstofnun telur sig ekki hafa fengið nægilega skýr svör frá Landsvirkjun um þörf fyrir þessa framkvæmd og til hvers eigi að nota rafmagnið. Landsvirkjun hafði svarað fyrirspurnum á þá leið að verið sé að kanna virkjanakost til að mæta aukinni eftirspurn. Vindmyllunum væri ætlað að styrkja raforkukerfið, með því að jafna sveiflur í framboði eftir árstímum, sem og að auka framboð á raforku. Landsvirkjun hyggst koma Búrfellslundi upp í áföngum en treystir sér ekki til að gera áætlun um áfangaskiptingu eða hvenær framkvæmdir hefjist þar sem orkuþörfin sé ekki ljós.
Áhrif á sýn til Heklu
Skipulagsstofnun bendir á að þótt stórum hluta framkvæmdasvæðisins hafi þegar verið raskað sé það mjög umfangsmikið og þá sér í lagi áhrifasvæði þess með tilliti til sjónrænna áhrifa og breytinga á ásýnd. Þarna við hálendisbrúnina sé mjög víðsýnt og svæðið blasi við þeim sem koma upp úr Þjórsárdal eða eru á leið upp úr Landsveit. Sérstaklega er nefnt að framkvæmdasvæðið blasi við þegar komið er upp úr Þjórsárdal og horft til eldfjallsins Heklu. Ýjað er að því að sú mikilfenglega sýn skerðist.
Landsvirkjun hyggst meðal annars meta sýnileika vindmyllanna í landupplýsingakerfi og með því að bera saman ljósmyndir sem sýni sjónarhorn með og án mannvirkja.
Í þessu ljósi telur Skipulagsstofnun nauðsynlegt að Landsvirkjun skoði mismunandi útfærslur á vindbúinu."
Undirritaður hefur nokkra reynslu af undirbúningi og framkvæmd vindorkuvers. í fyrstu tilraun rákust fyrirætlanir Steigríms Erlingssonar og fyrirtækis hans Biokraft á veggi. Það tókst að koma í veg fyrir að hann fengi að byggja sín hús og tvær vindmyllur á eignarlandi sínu í Vorsabæ á Skeiðum sem hann hafði keypt dýrum dómum til þessa verkefnis eingöngu.
Eftir hávær mótmæli örfárra einstaklinga, sumra utansveitarmanna líka, treystist sama sveitarstjórn og heimilaði byggingu vindmylla Landsvirkjunar á Almenningum, ekki til að heimila Steingrími uppsetninguna vindmylla sinna á eigin landi. Háværasti mótmælandinn sem á sumarhús í 2 km fjarlægð frá fyrirhuguðu myllustæðinu kom því meðal annars á framfæri að að slagur vindhörpunnar á kyrrum kvöldum myndi geta haft truflandi áhrif. Nálægð tröllaukinna háspennulína virtist ekki trufla mótmælendur hið minnsta. Niðurstaðan var að landeigandinn Steingrímur var flæmdur í burtu og situr upp með ónýta fjárfestingu í tugum hektara af flóðahættulandi sem er ekki ætlað almennt til bygginga. Getur engum lögfræðingi dottið eitthvað í hug?
Sveitarstjórn Rangárþings Ytra tók Steingrími og fyrirtækinu Biokraft hinsvegar fagnandi og íbúar í Þykkvabæ einnig. Myllurnar voru reistar á talsvert erfiðara landi en á Skeiðunum og eru nú í fullum rekstri síðan í ágúst byrjun. Búið er að staðreyna að mjög lítið heyrist í þeim þó þær standi nálægt byggð þegar vindur stendur af þeim. Og enn minni á kyrrum kvöldum -eða þannig.
Þá er það spurning um hvort menn eigi eitthvað sérstakt útsýni? Má nágranni minn ekki planta tré eða byggja hús sem skerðir sýni mína um einhverja gráðu úr sjóndeildarhringnum á eitthvað ákveðið sem mér tekur, jafnvel allt í einu, að þykja ómissandi lífsgæði? Snertir slíkt ferðalang gestkomandi? Fari íbúi Suðurlands sem sér Heklu daglega upp á Hafið þar sem 80 vindmyllur bera við Heklu án þess að þekja hana nema óverulega, er þá hætta á að hann verði fyrir áfalli af því að missa einhverja breytilega bletti úr sýninni til Heklu? Helgi blaðamaður útilokar þennan möguleika ekki. Allt er nefnilega afstætt. Er kyrrstætt stórmastur fallegt en vindmylla sem snýst ljót?
Reykvíkingar bjuggi lengi við möstrin á Rjúpnahæð og Vatnsenda. Í þá daga var ekki haft orð á því að þau skyggðu á Esjuna. Núna getur eitt Aspartré haft afgerandi áhrif í þá veru. Finnst mér Búrfellsstöð ljót? Ég var iðullega á rjúpnaskytteríi þar sem hún stendur. Var eitthvað tekið af mér? Það var lengi vindmylla í Bakarabrekkunni í Reykjavík. Var henni mótmælt af útsýnisástæðum? Hallgrímskirkjuturn var ekki þarna sem hún er þegar ég var að alast upp heldur var braggahverfi á Skólavörðuholti. Tóku Hnitbjörg ekki útsýni af einhverjum?
Vindmylla þekur kannski 20 m2 land. 100 % afturkræf framkvæmd. Engin margra ferkílómetra uppistöðulón. Algerlega græn orka. Er það ekki einhvers virði? Hversu miklu landi þarf eigandinn að ráða yfir til að enginn kvarti? 20 sinnum 20 kílómetra af óbyggðu svæði? Eiga margir slíkt?
Upp í vindinn liggur leiðin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 3420080
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.