5.10.2014 | 15:37
Már Guðmunds var góður
hjá Sigurjóni á Sprengisandi í morgun.
Rólega og faglega fór hann yfir þróun mála frá hruni, stöðu bankanna og þróun efnahagsmála. Athyglisvert var það að allir hagvísar eru núna upp á við og verðbólga í lágmarki. Hinsvegar benti hann á að færu kjarasamningar uppfyrir framleiðni greinanna þá væri afleiðingin skýr. Kauphækkanir gætu orðið meiri í greinum sem hafa hærri framleiðni en meðaltalið ef þær færu ekki út yfir allt.
Í orðum Más felst að mínu viti að opinberir starfsmenn og BHM geta ekki tekið sér kauphækkanir yfir línuna sem öðrum bjóðast ekki. Nóg er misréttið samt. Már fór yfir hrunið og helstu þætti þess. Slíkir atburðir gerast ekki nema með löngu millibili að hans dómi. Hann varaði því við þeirri hugsun að nú stefndi allt í nýtt hrun eins og sumir hagfræðingar eru að halda fram.
Hann mildaði dóm kommanna yfir Davíð Oddssyni að hann hefði sett Seðlabankann á hausinn með því að lána Kaupþingi 500 milljón Evrur. Þrátt fyrir að stjórnendur Kaupþings misfóru með peningana til vina sinna þá strax eftir á án hjálpar frá Davíð, þá hefur helmingurinn af því fé, 250 milljónir Evra, skilað sér inn aftur og einhver vonarpeningur er í afgangnum hjá danska FIH bankanum. Þetta varð ekki eins vont og kommarnir hafa kyrjað í síbylju. Þetta var kannski heldur ekki gott eftir á séð því samkvæmt því sem stendur í Kjarnanum í dag eru horfur eki góðar með danska bankann. Staðan var auðvitað líka önnur þá og mönnum sýndist að Kaupþing gæti einn íslenskara banka lifað hrunið af. Að það gerðist svo ekki er fyrir tilstilli þeirra manna sem nú sæta þyngstum ákærum fyrir þetta yfir dómi frekar en að séu einkaafglöp Davíðs sem formanns bankastjórnar Seðlabankans.
Það sem þjóðina skortir nú eru menn á borð við Einar Odd og Guðmund Jaka sem gætu leitt henni fyrir sjónir að ef samið væri um 0 % til eins árs myndi gengið styrkjast um 10 % innan ársins og verðlag lækka sem því næmi. Hugsið ykkur ef bensínið myndi lækka verulega? Nýir bílar og heimilistæki. Íbúðaverð myndi lækka. Vextir myndu lækka. Verðtrygging yrði núll. Hugsalega getur Már talað oftar og leitt fólki fyrir sjónir á faglegan hátt hvílík tækifæri þjóðin hefur geti hún fetað slóð hófsemi og gætni í kjarasamningum.
Þegar ég hlustaði á Má Guðmundsson fara svona skilmerkilega yfir efnahagsmálin og gjaldeyrishöftin hvarflaði að mér að honum væri lagið að skýra út svona flókin mál fyrir almenningi. Hugsanlega getur Már gert mikið gagn með því að tala við þjóðina meira en hann gerir einmitt í þessum stíl hinna fornu kappa Einars Odds og Guðmundura Jaka.
Ég er, fyrir mitt leyti eftir þetta viðtal, alveg sáttur við að hafa Má Guðmundsson áfram í Seðlabankanum. Ég myndi meira að segja vilja borga honum stóran bónus ef hann gæti sinnt komandi kjaraviðræðum meira og talað oftar um oftar um hagfræði fyrir þjóðinnni þannig að minnka mætti tjón það sem framundan er vegna líklegs uppgangs heimskunnar.
Már Guðmundsson getur nefnilega verið býsna góður og hefur eitthvað sem oft vantar hjá öðrum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 3420086
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
og hver var niðurstaða það verður ekki aftur fullkomið hrun á næstuni heldur hugsanlega sínishorn af hruni
Kristinn Geir Briem, 5.10.2014 kl. 16:38
Eitthvað hefur vinstrimennskan rjátlast af Má, eftir að loforð um kaup hans reyndirt tómt bull, sem honum gekk erfiðlega að skilja.Hitt stendur eftir að Már fékk sérmeðferð í réttarkerfinu, bæði hjá skattstjóra,skattrannsóknarstjóra, umboðsmanni Alþingis,lögregluyfirvöldum og sérstökum saksóknara.Trúlega hefur þar ráðið mestu að orðspor Seðlabankans og Íslands hefði væntanlega ekki staðið hátt ef farið hefði verið í Seðlabankamál Más,varðandi greiðslu bankans til hans, eftir að hann tapaði málinu.En eftir stendur að öllum hlýtur að vera ljóst að það er ekki sama jón og séra jón.Og það ekki í fyrsta skipti.
Sigurgeir Jónsson, 5.10.2014 kl. 17:02
Ekki deili ég nú aðdáun þinni á Má, Halldór. Vissulega kemur ýmislegt af viti frá manninum, hann er jú bankastjóri Seðlabankanns svo einhver skíma hlýtur að felast í kolli hans. En aðdáun mín á honum er eftir sem áður engin.
Nú hótar hann hærri stýrivöxtum ef kjarasamningar fara yfir ákveðið mark. Að það sé meira verðbólguhvetjandi að láglaunastéttir landsins fái einhverjum prósentum hærri launahækkun en þeir sem hafa hærri launin, virkar ekki á mig. Í krónum talið eru slíkar hækkanir næsta lítilvægar fyrir hagkerfið.
Vissulega væri gott að hafa Einar Odd og Jakann við hendina. Þeirra afrek í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar verður seint toppað. Þar tókst þeim það sem stjórnmálastéttinni og Alþingi hafði muistekist, að koma böndum á verðbólguna. Að þessu bjó þjóðin allt þar til óprúttnir menn náðu yfirtöku á peningakerfi landsins. Óprúttnir menn sem hugsuðu það hellst að þyngja sína eigin pyngju. Eftir það varð hagkerfinu ekki stjórnað, hvorki af Alþingi né atvinnulífinu. Vald peninganna er algert og sá sem því valdi heldur, er einráður.
Því miður náðist að gerjast sýkill meðal þjóðarinnar, á þeim tíma sem þessir óprúttnu menn fóru með hið raunverulega vald yfir þjóðinni. Sýkill sem erfitt virðist vera að uppræta. Sýkill sem sækir í auð landsins.
Fyrst eftir hrun lét þessi sýkill lítið fyrir sér fara, en honum til happs kom í stjórnarráðið ríkisstjórn sem auðvelt var að spila með. Ekki leið á löngu þar til sýkilberarnir náðu aftur völdum. Þökk sé huglausri vinstristjórninni, sem ekki þorði að hreyfa legg né lið. Tækifærið til að kveða þennan sýkil burt úr landinu var fyrstu árin eftir hrunið.
Spor sýkilberanna eru víða, þó einkum innan fjármálageirans. Þetta sést kannski best í þeirri misskiptingu sem varð eftir síðustu kjarasamninga, þegar láglaunafólkið mátti sætta sig við 2,8% launahækkun, en allir sem á eftir komu fengu mun meira. Á síðasta ári hefur kaupmáttur aukist um 6%, samkvæmt tölum Hagstofunnar og verðbólga verið 3%. Þetta segir að meðaltals kauphækkun hefur því verið nálægt 9%. Láglaunastéttirnar hafa hins vegar orðið fyrir 0,2% kjaraskerðingu miðað við verðbólgu og þær vantar um 6,2% til að ná meðaltalinu!
Og ef við setjum þetta í krónur er dæmið enn svartar, fyrir hönd láglaunastéttanna. Það er því spurning hvort er meiri verðbólguvaldur, Hækkun launa láglaunastéttanna um t.d. 10% eða meðal- og hálaunastéttanna um t.d. 5%. Sem dæmi í krónum myndi það kosta að hækka láglaunamanninn um 10% nálægt 22.000 krónur. Hækkun meðallauna um 5% kostar svipaða tölu, en hækkun t.d. millistjórnanda um 5% kostar eitthvað yfir 50.000 krónur.
Þetta er kannski ósanngjarn samanburður, en þegar litið er til hagtalna er ljóst að dæmið liggur einmitt alveg öfugt, láglaunastéttir fengu 2,8 %, aðrir fengu að meðaltali um 9% og leiða má líkum að því að þar hafi þeir fengið mest í prósentum sem mest höfðu fyrir.
Már virðist því gefa sér það sem ófrávíkjanlega reglu að það sem samið er um á almennum markaði sé einungis fyrirmynd fyrir aðra til að fara ekki niðurfyrir, gerir ráð fyrir að aðrir fái meira. Því verði að hækka stýrirvexti, sem þó eru einhverjir þeir hæðstu sem þekkjast í hinum vestræna heimi.
Hitt má vissulega taka undir með Má, að engin efni eru til kjarabóta nema fyrirtækin geti borið þær. Og vissulega eru mörg fyrirtæki sem geta borið meiri kjarabætur og skiptir þar einu hvort þar fara fyrirtæki sem eru þekkt fyrir sín lágu laun, eða önnur sem borga betur. Nægir að nefna í því sambandi Haga og undirfyrirtæki þess. Flestir starfsmenn þeirra fyrirtækja eru á launum sem ekki er nokkur leið að lifa af, samt er hagnaður þeirra talinn í hundruð milljóna og jafnvel milljörðum. Það sem kannski er súrealískast við þetta dæmi er að stæðsti eigandi Haga eru lífeyrissjóðir landsins, launafólkið sjálft!
Því miður er þó sjaldnast horft til arðsemi launagreiðandans þegar kemur að kjaraviðræðum, heldur kemur staða launþegans miklu meira við sögu þar. Þeir sem eru í aðstöðu til að krefjast hærri launa hika ekki við slíkt.
Ef arðsemi fyrirtækja væri mælikvarði á kjarabætur er ljóst að ríkisstarfsmenn fengju lítið, en kassastúlkan í Bónus gæti átt von á ágætri launahækkun.
Einn er þá verkalýðsforingi sem hefur haft þetta að sjónarmiði við samningsgerð, en það er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann hefur samið um hóflegar launahækkanir þegar fyrirtæki eiga í erfiðleikum og sótt meira þegar vel gengur. Hellsti andstæðungur hanns og sá sem hellst hefur staðið gegn þessari stefnu er þó forseti ASÍ.
Til þeirra látnu heiðursmanna Einars Odds og Guðmundar Jaka er allt of lítið litið. Afrek þeirra var einstakt. Þeirra verk byggðist á samstöðu allrar þjóðarinnar og með harfylgi náðist sú samstaða.
Hrákaverk Gylfa Arnbjörnssonar, um síðustu vetrarsólstöður, á ekkert skylt við afrek Einars og Jakans, þó hugsunin að baki hafi kannski verið göfug.
Aðferðafræðin var kolröng hjá Gylfa og dæmd til að mistakast. Þjóðarsátt verður aldrei unnin af einum aðila, til hennar þurfa allir að mæta og standa sín stykki. Jafnvel þeir sem andspænis honum sátu við borðið tóku ekki meiri þátt en svo að strax og samningur hafði verið samþykktur var hafist handa við að semja um hærri laun til annarra.
Verkföll eru einhver mesta ógn við þjóðarbúið og skelfilegt ef til þeirra kemur. En því miður eru engin merki þess að takist að semja án verkfalla, á hinum almenna vinnumarkaði. Þar kemur fyrst og fremst til skilningsleysis á vandanum, skilningsleysi sem er ein af afleiðingum hins skæða sýkils sem gegnsýrir þjóðfélagið. Það boðar enginn til verkfalla að gamni sínu, fyrir slíkri boðun eru alltaf ástæður. Því má spyrja sig hverjum verkföll er að kenna.
Þjóðarsátt ein gæti komið í veg fyrir verkföll, en því miður eru allt of margir sýktir til að slík sátt náist. Víst er að láglaunastéttirnar munu ekki samþykkja nein afbrigði af slíkri sátt mema tryggt sé 100% að hún muni standa og að ALLIR komi að því borði.
Ummæli seðlabankastjóra um hækkun stýrivaxta ef kjarabætur fara yfir ákveðið mark eru ekki bara óviðeigandi, heldur bera merki um einstaka skammsýni og skynsemisskort.
Nú er nóg komið af bullinu í mér.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 5.10.2014 kl. 22:17
Gunnar, þetta er ekki bull hjá þér heldur deilirðu með mér áhyggjum sem már tekur undir. ég heyrði hann ekki hóta vaxtahækkun en auðvitað taka vextir mið að verðbólgu. Verðtryggin plús lágir vextir en ekki of háir eins og verið hefur.
Már hefur bæði lært og sjóast. Auðvitað er fortíð hans sem Trotskyista og CheGueavara komma ekki fyrir okkur. En eiga ekki allir að fá annað tækifæri? Mér fannst már skýr í framsetningu og hann getur útskýrt hagfræði fyrir þeim sem minna mega ssín í fræðunum. Það gat Einar Oddur. það var það sem ég vildi segja
Halldór Jónsson, 5.10.2014 kl. 23:09
Kannski hann hafi ekki hótað vaxtahækkun í þessu viðtali, en hann gaf út fyrir helgi að stýrivextir muni hækka ef almennir kjarasamningar fara yfir ákveðið mark, 3% að mig minnir.
Gunnar Heiðarsson, 6.10.2014 kl. 06:34
það er náttúrlega lögmál að þú lækkar ekki vexti ef verðbólga fer af astað. ég veit ekki hvort einhver býst við öfugri niðurstöðu nema þá kannski Árni Páll og Össur? Meira að segja Steingrímur J. myndi ekki taka undir það.
Halldór Jónsson, 6.10.2014 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.