Leita í fréttum mbl.is

Sannleikurinn um Mjólkurmálið

er hann ekki  sá sem birtist hjá Þórði Snæ Júlíussyni á Kjarnanum?  Þar segir:

"Guðni Ágústsson fer mikinn í umræðunni þessa daganna. Hann hefur komið fram opinberlega og hnýtt fast í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína til að keyra aðila, sem eru ekki hluti af ríkistilbúna einokunarkerfinu sem er við lýði í mjólkuriðnaðinum, svo nálægt þroti með ætluðum samkeppnislagabrotum að þeir þurftu að selja fyrirtækið sitt til Kaupfélags Skagfirðinga, eins eiganda Mjólkursamsölunnar. Í stað þess að ræða hin ætluðu brot hefur Guðni frekar eytt púðri í að opinbera það sem ýmsir áhrifamiklir vinir hans hafa sagt honum um bankamál eiganda fyrirtækisins sem Mjólkursamsalan er sökuð um að hafa knésett. Guðni er af þeim skóla sem fer alltaf í manninn. Hann nennir ekkert að elta boltann.

Guðni var, líkt og alþjóð veit, landbúnaðarráðherra um margra ára skeið. Ötulli varðmaður sérhagsmuna landbúnaðarkerfisins og þeirrar litlu klíku sem hagnast mest á tilurð þess er ekki til.  Á milli þess sem Guðni kyssti bola, fór með karllægt gamanmál og hvíldi sig á Klörubar á Kanarí með sólbrúnu Framsóknarfólki gerði hann hluti eins og að lögfesta verðsamráð afurðastöðva í mjólkuriðnaði og undanskilja búvörulög frá samkeppniseftirliti.

Guðni semur lög

Á síðustu dögum vorþings 2004 lagði Guðni, þá landbúnaðarráðherra, fram stjórnarfrumvarp sem gekk út á að gera „afurðastöðvum í mjólkuriðnaði heimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða“ þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga sem bönnuðu slíkt samráð. Í rökstuðningi frumvarpsins sagði: „Frumvarp þetta er samið að tilhlutan landbúnaðarráðherra [Guðna Ágústssonar] í því skyni að lögfesta ákvæði sem ætlað er að eyða þeirri réttaróvissu sem skapast hefur um gildandi búvörulög, nr. 99/1993, tryggi ekki með nægjanlegri vissu að samráð, samruni og verðtilfærsla í mjólkuriðnaði sé undanskilið gildissviði samkeppnislaga í samræmi við ætlan löggjafans“.

Hvorki var haft samráð við landbúnaðarnefnd né fjárlaganefnd við undirbúning frumvarpsins. Það kom fyrst fyrir sjónir nefndarmanna í þeim nefndum þegar því var dreift á Alþingi.

Guðni keyrir lög í gegn

Þegar Guðni mælti fyrir frumvarpinu sagði hann meðal annars að „á meðal markmiðanna er að skapa rekstrarumhverfi fyrir framleiðslu og vinnslu mjólkurafurða sem leiði af sér aukna hagkvæmni, bæti afkomumöguleika í mjólkurframleiðslu og jafnframt að viðjalda þeim stöðugleika sem náðst hefur milli framleiðslu og eftirspurnar.“ Aðaláherslan virðist því hafa verið sú að slá skjaldborg um hagkvæmni rekstaraðila án þess að taka mikið tillit til allra hinna, þ.e. neytenda í landinu sem eru nauðbeygðir til að kaupa þessa framleiðslu.

Frumvarpið var svo keyrt í gegn og varð að lögum á lokadegi vorþingings, þann 28. maí 2004. Þegar kosið var um það voru 16 þingmenn fjarstaddir. Frumvarpið varð að lögum með einungis 28 atkvæðum af 63 mögulegum.

Það festi í sessi það samkeppnisundanskilda einokunarkerfi í íslenskum mjólkuriðnaði sem opinberað var með mjög svo skýrum hætti í nýlegri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, þar sem Mjólkursamsölunni var gert að greiða ríkissjóði 370 milljónir króna í sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína með því að selja Mjólku hrámjólk á 17 prósent dýrara verði en fyrirtækjum tengdum Mjólkursamsölunni.

Guðni og félagar skapa altjón

Guðni var landbúnaðarráðherra í átta ár, frá lokum maí 1999 og fram til 24. maí 2007. Hann sat því í þeim ríkisstjórnum sem héldu um stjórnartaumanna á meðan að hið íslenska bankakerfi, sem sprakk með látum framan í alla þjóðina fyrir sex árum síðan, var að þenjast út. Guðni varð síðar formaður Framsóknarflokksins um skeið.

Þann 17. nóvember 2008, einum og hálfum mánuði eftir formlegt upphaf hrunsins, sagði hann af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum. Hann var einn þeirra stjórnmálamanna sem áttu þátt í því að valda altjóni á íslensku samfélagi en hættu síðan þegar kom að tiltektinni. Slíka var að finna í öllum stjórnmálaflokkum.

Guðni fær sér vinnu

Í janúar 2010 var svo tilkynnt um að Guðni hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.  Það eru sömu afurðastöðvar sem var gert „heimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða“ með lögunum sem Guðni keyrði í gegn vorið 2004. Í ársreikningum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er ekki hægt að sjá hvað Guðni fær í laun hjá þeim þar sem launakostnaður er ekki uppgefin þar. En framkvæmdastjórar eru nú vanalega ágætlega launaðir.

Eigendur Samtaka afurðastöðva í Mjólkuriðnaði eru: Mjólkursamsalan (sem er í 90 prósent eigu Auðhumlu og tíu prósent eigu Kaupfélags Skagfirðinga), Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka ehf., sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Af þessari upptalningu er ekki erfitt að sjá að Kaupfélag Skagfirðinga hefur, vægast sagt, nokkuð sterk ítök í mjólkurvörubisnessnum á Íslandi. Það hefur reyndar nokkuð sterk ítök í nokkuð mörgum stórum atvinnuvegum sem ríkið skiptir sér að, en það er önnur og lengri saga.

Guðni og hagsmunirnir

Hagsmunagæslupólitíkin sem endurspeglast svo vel í Guðna Ágústssyni og hans verkum er ekki bundin við hann einan. Hún er ekkert sérstaklega bundin við Framsóknarflokkinn heldur. Svona tengsl er að finna í öllum flokkum, þótt fæstir flugumannanna beri tilgang sinn á torg á sama hátt og Guðni. Guðni fær raunar prik fyrir að vera oftast ekkert að fela hann.

Og það má vera að það þyki einhverjum það eðlilegt að einn og sami maðurinn geti sett lög sem eru beinleiðis fjandsamleg neytendum, vinna gegn samkeppni, stuðla að einokun og miðstýringu á mikilvægum fæðumarkaði, eyði síðan mörgum árum í ráðherrastól að slá skjaldborg um andsamfélagslega gímaldið sem hann tók þátt í að skapa og fari loks að vinna hjá því eftir að partýið í pólitíkinni kláraðist.

Ég er hins vegar ekki einn þeirra."

Hér skýrt að orði kveðið. Hversu lengi er hægt að halda þessu kerfi áfram. Horfa á fyirtækið greiða hundruð milljóna sektir með glotti á vör því við neytendur borgum bara allt klabbið. Forstjórinn er saklaus eins og aðrir forstjórar í öðrum ámóta sektuðum glæpafyrirtækjum sem svo bara auglýsa sig með gullnu letri til eilífs sakleysis. 

Hversu langt er hægt að ganga í því að sanna það að við kjósendur erum þvílík fífl að það hálfa væri nóg. Það er ekki nóg að slá okkur beint og ítrekað á lúðurinn heldur sparka þeir í okkkur liggjandi og hella svo yfir okkur útúrsnúningum og málalengingum  þar sem við liggjum hundflatir í drafinu þar sem svínin ein  eru kóngar eins og Kiljan segir.  Er yfirleitt hægt að vorkenna svona vitleysingum sem kyssa á vöndinn í hverjum kosningum?

Svarið er ekki að stofna nýja flokka heldur að hætta að láta þingfólk og ráðamenn eins og St.Guðna komast upp með vífilengjur og kjaftæði. Fyrr verður ekki fundin lausn hvorki á gjafakvótakerfinu í sjávarútvegi, innflytjendamálunum,, mjólkurmálinu eða útflurningnum á uppblæstri  sem kindaskjötsútflutningurinn er. Menn eins og Þórður Snær Júlíusson eiga þakkir skilið fyrir að kafa ofan í djúpið svarta.

Útdeiling sérréttinda sem er landlæg á þessu landi mætti gjarnan minnka eins og Mjólkurmálið færir þeim heim sanninn um sem á annað borð vilja sjá eða nenna því..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband