Leita í fréttum mbl.is

Man enginn nú Snorra Sturluson

ef þú skalt grið hafa sagði Kolbeinn Grön við Árna Beisk, sem var annar banamanna Snorra. Báðir unnu þeir á honum Kolbeinn ok Ari Ingimundarson.

Nú þegar glæpasaga Mjólkursamsölunnar er rifjuð upp í Kastljósi þá finnst mér eitt gleymast. Það er hvernig við á höfuðborgarsvæðinu vorum pínd til að fá allar mjólkurvörur pakkaðar í Terra-Pak hyrnur sem enginn vildi því þær voru kolómögulegar. Fyrir austan fjall og úti á landi gátum menn fengið Pure-Pak ílát, eins og núna er venja. Áratugum saman þjáðust menn af þessu. Af hverju?

Jú það var sagt að einn fósinn hefði viðskiptahagsmuni af hyrnunum meðan annar lægra settur græddi á hinum ferköntuðu.  Það tók áratugi að fá þessi öfl til að sættast og sameina kommisjónirnar. Á meðan bjó þjóðin við þessar margbölvuðu hyrnur sem nú eru sem betur fer hættar að sjást. Þarna var nú þjónustulundin hjá MS íþá daga.

Nú er verið að skúra í skattaskjólunum. Eva Jolie sgði mönnum að fara í slóð peninganna. Skyldu einhverjir hirða umboðslaun ennþá?

Sturlunga fjallar um ofbeldi, völd og fégræðgi. Hefur eitthvað breyst hjá okkur Íslendingum þegar kemur að landbúnaðanum og öðrum kvótakerfum elítunnar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband