7.10.2014 | 08:57
Áreiti RÚV
við áþvingaða viðskiptavini sína er orðið nokkuð pirrandi fyrir venjulegt fólk.
Með hinum nýja útvarpsstjóra hefur verið tekin upp herferð gegn viðkvæmum hlutum sem íhaldssamt fólk á erfitt með að skilja. Þó ég hlusti nú lítt á morgunbænir og orð kvöldsins veit ég að það er svo margt fólk sem er hreinlega háð þessu fyrir sína innhverfu íhugun sem öllum er holl.
Þessu gat nýi útvarpsstjórinn breytt í pirring. Hann gat líka pirrað fólk með því að flytja síðasta lag fyrir fréttir af því að það er áratugahefð fyrir því næst fréttunum. Hverju breytti þetta? Nú er hann búinn að strika Fíladelfíukonsertinn út sem hefur verið kl. 23 á aðfangadagskvöld. Þarna hafa Forsetinn og fleiri bubbar þjóðfélagsins verið fastagestir í salnum. Þetta pirrar mig sem er vanur að hlusta bergnuminn og horfa á þetta fallega fólk í sjónvarpinu á aðfangadagskvöld og reyna að upplifa mína bernsku jólastemningu.
Er útvarpsstjórinn eitthvað hallur undir múslímatrú fremkar en þjóðkirkjuna og hennar prédikanir? Þó þjóðkirkjan hafi aldrei troðið mér um tær né ég henni, þá er hún þjóðkirkja samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins sem ég styð í núverandi mynd og langt fram yfir tillögur stjórnlagaráðs. Ég ber virðingu fyrir hefðum og siðum og reyni að virða tilfinningar annarra þó því trúi ekki allir sem þekkja mig, enda hefur hver sinn djöful að draga.
Kirkjan gegnir hlutverki í þjóðlífinu sem engir aðrir trúarsöfnuðir eiga að koma nálægt þegar ég á í hlut. Ég vil hafa kristna kirkju fyrir skírnir, fermingar, giftingar og greftranir. Það má líka hver sem er vita að ég er ekki fjölmenningarsinni fyrir Íslands hönd. Er að auki rammasta og forstokkaðasta íhald á siði og venjur löngu áður en kemur að stjórnmálum. Þó myndi ég ekki taka eftir því hvort messum sé útvarpað á sunnudögum eða ekki.
Mín vegna má þessi nýji útvarpsstjóri hafa þetta apparat sitt bara alveg lokað á næstu jólum. Hann má líka hypja sig úr þessu embætti án þess að ég sakni hans þar sem mér finnst hann greinilega ekki vera að valda því vegna einhverskonar innbyggðrar árásargirni á viðskiptavinina sem í því hlutverki eru án þess að hafa um það val. Þessi nýtilkomna endutekna árátta RÚV að reyna stöðugt að pirra fólkið sem það á að þjóna og mest að óþörfu eða án fjárhagslegs avinnings fer í taugarnar á mér og hana nú. Hlustendakannanir er eitthvað sem svona apparat ætti að beita til þess að ná betra sambandi við hlustendur. Kannski kæra sig ekki allir um þetta eða hitt.
Ég stend mig að því að hætta að mæla RÚV bót sem stuðningsmaður sem ég áður gerði. Mér hreinlega þótti vænt um það hér á árum áður fyrir tilkomu þessa RÚV nafns. Jón Múli var minn maður og fleiri úr þeim hópi. Ég er farinn að hugsa mig alvarlega um hvort þetta þurfi nokkuð að vera á ríkisins forsjá í nuverandi mynd? Ein sendir á standby í Stjórnarráðinu væri nóg til að biðja þjóðinni Guðs blessunar við sérstök tækifæri. Þetta ný til komna endurtekna áreiti apparatsins við venjulegt fólk er að breyta minni afstöðu. Þó er alls ekki allt slæmt sem kemur fram á vegum apparatsins. En þetta kostar mikið sem við skulum ekki gleyma.
Allavega getum við alveg lifað án sífellds áreitis frá þessu RÚV.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420087
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Íslendingar eru ekki miklir trúmenn, en þeir og stjórnkerfi þeirra byggir á kristinni siðfræði , enda trúa allir menn einhverju.
Íslendingar eiga ekki mikið af hefðum, en hefðir skapa reglu. Vinstri mönnum virðist vera mjög í nöp við hefðir enda ekki að sjá að þeir séu mjög hallir undir lög og reglu.
Því hefur verið haldið fram að við íslendingar höfum átt Ríkisútvarpið og eigum það enn finnist það einhverstaðar.
En svo virðist sem nokkrir starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi stofnað einhverskonar klúbb og lagt eigur Ríkisútvarpsins og tekju öflunar möguleika undir þennan klúbb sin sem þeir kalla RÚV.
Á einhverjum tímum hefði svona lagað verið kallað þjófnaður.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.10.2014 kl. 13:07
Sama er mér þótt það lognist út af,nú þarf ríkið að hlaupa undir bagga með þessu sem sumir kalla DDRÚV.
Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2014 kl. 17:24
Já, Hrólfur. Þetta er svona. Þeir lifa sjálfstæðu lífi í þessum klúbbi sem þeir kalla RÚV og Helga minnir á að einhverjir kalli DDRúv sem er hreint ekki að ósekju.
Halldór Jónsson, 7.10.2014 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.