Leita í fréttum mbl.is

Fluggarðar

standa á Reykjavíkurflugvelli síðan 1978. Agnar Kofoed Hansen heitinn Flugmálastjóri gekk fram fyrir skjöldu til að finna grasrót flugsins samastað. Hann fékk Gísla Halldórsson til að skipuleggja svæðið og tókst það með ágætum.

 Hafist var handa við byggingar  fyrir almannaflug á Reykjavíkurflugvelli árið 1978.  Þarna var stefnan tekin um að finna almannaflugi varanlegan samanstað.  Allar byggingar á svæðinu hafa verið reistar án opinberrar aðkomu. En með gildum byggingarleyfum útgefnum af Reykjavíkurborg.  Allar lagnir, götur, stæði og önnur jarð- og lagnavinna hefur verið unnin á kostnað og af eigendum bygginga á svæðinu enda voru ekki greidd gatnagerðargjöld af  byggingunum á sínum tíma né heldur var einhverjum lögnum eða götum lofað af hálfu Borgarinnar svo rétt sé rétt.  Byggjendur vissu að hverju þeir gengu. Það æatti heldur ekki að borga neitt af þessum geymsluhúsum. Því var svo breytt síðar og síðan borgast full fasteignagjöld og vatns og holræsagjöld af flugskýlunum eins og öðrum byggingum. Svo er búið að vera í áratugi og öll húsin löngu búin að ávinna sér hefðarrétt nema í hugarheimi vintrimanna.

Fluggarðasvæðið var á síðar afmarkað af þáverandi byggingafulltrúa Reykjavíkur, Magnúsi Sædal,  sem óskipt lóð undir nafninu Fluggarðar.   Þetta lóðarblað er til grundvallar álagningu fasteignagjalda sem eigendur flugskýlanna greiða, auk lóðarleigu, vatns- og holræsagjalds þó að hvorugt síðast talda  hafi verið látið í té af hálfu Borgarinnar. Rafmagn og heitt vatn hefur þó fúslega verið lagt um svæðið af hálfu veitustofnanna á kostnað húseigenda. Lóðarhafar hafa malbikað götur í Fluggörðum sjálfir  og annast viðhald  fyrir eigin reikning.

Samtals er lóðin Fluggarðar 4,5 hektarar. Á henni standa byggingar sem eru um 8000 m2 að stærð. Að einhver framsýnn peningamaður skuli ekki hafa reynt að kaupa þessar byggingar með því að bjóða 3-400.000 krónur á fermetrann. er mér óskiljanlegt.  Þessi kaupandi stæði upp með mjög verðmæta eign og háspil í höndum gagnvart öllum framtíðaráformum Dags Bé og EssBjarnar sem með aðkeyptum málaliða sínum úr Pírataflokknum ætla að gera sitt ítrasta til að eyðileggja Fluggarða með grímulausu ofbeldi gegn fátækum flugmönnum. Meira að segja hefur Borgin afskipti af þinglýsingarmálum hjá Sýslumanninum í Reykjavík sem ekkert þorir að gera í þinglýsingum í sambandi við flugskýlin nema að fá fyrirmæli frá Borginni rétt eins og hann sé útibú frá Borgarskrifstofunum.  

Mér þætti gaman að sjá þá vinstri-lagsbræður í Borgarstjórn   standa uppi gegn einhverjum stórlaxi sem hefði löglega keypt allt svæðið. Ætli þeir væru eins staffírugir að gefa Háskólanum eigur  annarra eins og þeim nú dettur í hug samkvæmt því sem í blöðunum stendur? En þetta vinstra lið  hefur auðvitað aldrei svo mikið sem yrt á Flugarðafólkið allar götur frá tíð R-listans, jafnvel fyrir kosningar eins og hinir flokkarnir hafa þó reynt að gera. Slík er fyrirlitning þessara sósíalista á flugi og flugmönnum.

Byggingar á svæðinu á Fluggarðalóðinni  eru,, eins og áður sagði,  samtals um 8000 fm.  Þær eru í eigu einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja, sameignarfyrirtækja, flugrekenda, skóla, ríkisins og fleiri.    Þarna eru hýstar um það bil 85 flugvélar á hverjum tíma.  Að byggingum á svæðinu koma milli 7 og 900 manns, jafnvel fleiri.  Þetta eru eigendur, nemendur, starfsmenn og félagar í félagasamtökum.  Þar fyrir utan eru fjölskyldur og vinir þeirra sem þarna hafa samastað.  Svæðið er innan girðingar Reykjavíkurflugvallar og til að fara um svæðið þarf fólk að fara á flugöryggisnámskeið hjá Ísavía ohf.  Ísavía ohf selur þeim sem þeir meta að þess þurfa aðgangsstýringar að aksturhliði inn á svæðið—seldar aðgangsstýringar sem eru virkar í mars 2014 eru 287.  Aðrir nýta sér sérstakt aðgangsstýrt gönguhlið á girðingu til að komast inn á svæðið.  Má reikna með að þeir séu fleiri en þeir sem eru með aðgangsstýringu að aksturshliði.

Í Fluggörðum er grasrót flugsins til húsa. Fluggarðar ereu þekkingarþorp í Vatnsmýri, algerlega án tilverknaðar Dags Bé og Essbjarnar sem auglýstu að þeir ætluðu að reisa í Vatnsmýri án þess að skilgreina það nánar auðvitað.  Þar verða til flugmenn, bæði þeir sem með tímanum verða atvinnuflugmenn og halda uppi samgöngum eyþjóðar við umheiminn sem og innanlands, eins og þeir sem hafa flugið sem tómstundagaman. Það er líka staðreynd að margir atvinnuflugmenn kjósa flug sem tómstundagaman.  Borgarar í Reykjavík sýna hugs sinn til flugsins í verki með því að fjölmenna á allar flugsýningar. Svo fara þeir heim og kjósa þetta lið yfir sig aftur og aftur.

Það þarf mikla þjálfun til að læra flug, það þarf að „safna flugtímum“ öðru nafni reynslu.Svo kostar tugþúsundir að viðhalda réttindunum á hverju ári sem einkaflugmenn borga. Og flugnámi lýkur aldrei. Þú glatar því niður ef þú notar það ekki.

 Oftast eru margir eigendur að hverri flugvél, ekki endilega vegna þess að það sé óskastaða hvers og eins, heldur til að ráða við  kostnað.  Mikilvægur hluti af flugnámi er flugreynsla og er sú reynsla margvísleg, en afar áríðandi hluti af henni er að fljúga í stjórnuðu loftrými eins og við höfum á Reykjavíkurflugvelli. Það er ekki eins og að gera æfingar við Sandskeið eða Selfoss.

ByggáBIRK, heitir Hagsmunafélag eigenda einkabygginga á Reykjavíkurflugvelli. Það er félag þeirra sem þar eiga húseignir.  En BIRK er alþjóða skammstöfun á heiti vallarins. Einungis einn eignaraðili í Fluggörðum hefur beðist undan félagsaðild, en það er  Íslenska ríkið, þar sem slík hagsmunafélög samræmast ekki stefnu ríkisins. Starfsmenn þarna óskuðu þó eindregið  að fá að vera á póstlistanum.  Þetta lýsir vel þeirri samstöðu sem ríkir á svæðinu.

Skipulega hefur verið sótt að Reykjavíkurflugvelli af vinstri mönnum svo til eingöngu. Stöku villuráfandi sauðir úr öðrum flokkum hafa þó glæpst á að gerast taglhnýtingar þeirra í vallarfjandskapnum. En langmestur fjandskapur við Reykjavíkurflugvöll kemur þó ávallt  frá vinstri  hlið stjórnmálanna.  Þeirra starf frá dögum Ingibjargar Sólrúnar sem klessti Háskólanum í Reykjavík ofan á svæðið, hefur miðast við að eyðileggja völlinn, ef ekki í einu þá með Salami aðferð Stalíns sáluga. Skemma  litla sneið í einu.  Þeir láta 70 þúsund undirskriftir landsmanna sem vind um eyru þjóta og heimta að eigendur Flugskýla í Fluggörðum rífi þau niður bótalaust og á sinn eigin kostnað.

Ólafur Thors tók við Reykjavíkurflugvelli í heilu lagi úr hendi Breta árið 1947. Völlurinn er því allur í eigu  íslenska ríkisins og þá landsmanna allra. Klastursmeirihluti vinstrimanna sem gengur við Píratahækju eftir í síðustu  Borgarstjórnarkosningar eins og sá sem nú situr ætti ekki að vera þess um kominn að hafa áhrif á tilveru Reykjavíkurflugvallar né Fluggarða til frambúðar. En þeir geta unnið óbætanlegt tjón á vellinum það sem eftir lifir af kjörtímabilunu. Þrátt fyrir þetta allt mun leika stór lagalegur vafi á því að Reykjavíkurbær eigi landið undir vellinum þar sem gamlar erfðafestur hafa aldrei verið gerðar upp.

 Alþingi ætti að taka af skarið og þjóðnýta Reykjavíkurflugvöll. En Alþingi tekur bara yfirleitt aldrei af skarið um neitt nema helst ef hækka þarf laun þingmanna og eftirlaunarétt. Þá býður þjóðarsómi að vera sammála.

Fluggarðar í Vatnsmýri eru  aðstaða fyrir grasrótarflug. Það er hugsanlega hægt að breyta flugvellinum eitthvað og koma ýmsum málum fyrir öðruvísi. Jafnvel almannaflugi.  Þó er ekki líklegt að vinstra liðið sé til neinnar viðræðu um framhald flugs í Vatnsmýri. Samningar um slíkt verða því líklega að bíða annarra kosninga og nýrra bæjarfulltrúa. Niðurstaða svokallaðrar Rögnunefndar er ekki beðið með neinni sérstakri óþreyju. Ólíklegt er að hún finni mikið annað en fyrri leitarnefndir hafa fundið. Enda eru þeir til sem telja að skipan hennar hafi ekki verið gerð til þess beinlínis að finna eitthvað nýtilegt heldur verið  hluti af Pótemkíntjöldum DagsBé og Essbjarnar

Þangað til verða Fluggarðar þar sem þeir eru. Þeir eru ekkert á leiðinni burt. Það mega þeir vita vinstri fósarnir í Borgarstjórn Reykjavíkur að fólkið þar er ekki á leiðinni að gefast upp fyrir rangindum og ofbeldi vinstri-meirihlutans í Borgarstjórn Reykjavíkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heiður áttu skilinn, Halldór, fyrir þessa miklu samantekt þína um Fluggarða.

Og ekki eiga léttgeggjuðu vinstrimennin í borgarstjórn hug okkar og hjörtu, svo mikið er víst!

Já, "Alþingi ætti að taka af skarið og þjóðnýta Reykjavíkurflugvöll," tek undir þá eðlilegu kröfu þína, önnur eið virðist naumast fær. En grasrótarstarfið er líka ein forsenda þess -- fús er ég í slaginn, nær kallið kemur.

Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 01:42

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... önnur leið virðist naumast fær ...

Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 01:43

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

.Tilkoma flugsins breytti bókstafleg öllu í afskekktum sveitum.Agnar flaug sjálfur með dætur sínar í sveitina og  náði í þær.Og allir krakkar í sveitinn horfðu upp í loftið, jú það er hann.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 05:11

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En  það voru reyndar tveir breskir flugmenn sem fundu þennan ágætis flugvöll og röltu síðan í rólegheitium að næsta sveitabæ og sögðust vera búnir að hertaka landið .Og fengu góðar móttökur í staðinn.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 05:18

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stóra spurningin um hvort slá eigi af flugvöllinn í Vatnsmýri snýr kannski ekki að öllu leiti að að því sem er í augnablikinu.Flugvöllurinn í Vatnsmýri er þekktur meðal flugfélaga og þess fólks sem stjórnar flugumferð.Það veit enginn hvaða afleiðingar það hefur ef hann verður aflagður.Hvað þá ef einhhverjum skyldi detta það í hug að beina flugvélum að einhverju sem enginn veit hvað er.  

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 05:46

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Flugfélögin hafa notað flugvöllinn í Vatnsmýri sem vara flugvöll.Og jafnvel öruggari heldur em Keflavíkur flugvöll með tilliti þess ef um neyðarlendingu er að ræða og koma þurfi fólki á sjúkrahús .Vonandi rennur rugliðaf reykvíkingum.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband