12.10.2014 | 12:03
Kvótakerfið
er til umræðu í mikilli færslu hjá Valdimari Jóhannessyni. www.valdimarjohannesson.blog.is
Þetta er viðamikil greining á okkar umdeilda fiskveiðistjórnunarkerfi en svo löng að þa er erfitt að hafa sig í að lesa hana í heild. Ég tilfæri aðeins nokkrar glefsur úr henn til að draga fram aðalatriðin að hluta til.
""Einn helsti vansi umræðunnar um stjórn fiskveiða er sá að yfirleitt er gengið út frá því að kvótastjórnun fiskveiða sé hagkvæm aðferð til að skammta aðgang að takmarkaðri auðlind. Vandinn sé aðeins hvernig úthluta beri aflaheimildum (kvóta). Þess vegna sé aðeins tekist á um það hvort leggja beri af gjafakvótakerfið og úthluta kvótum í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi eða hvort réttur sé skilningur LÍÚ, að sameiginleg auðlind Íslendinga, fiskimiðin, sé í raun orðin einkaeign fáeinna útvalinna manna - sægreifanna.
Kvótastjórnun hefur, að mati undirritaðs, reynst með öllu ótæk og hefur haft slæmar afleiðingar fyrir efnahag landsins undanfarin 15 ár. Hún hefur haft af þjóðinni tugmilljarða króna í útflutningsverðmætum árlega, hún veldur þjóðfélaglegu ranglæti, hún hefur valdið hruni í fiskistofnum við landið og hún er að leggja af sjávarbyggðir um land allt með skelfilegu eignatjóni fyrir einstaklinga og þjóðfélagið allt.
Auk þess slitnar þráðurinn milli landsins og þjóðarinnar þegar byggðirnar leggjast af. Þegar fólk fer að setjast aftur að, kannski eftir áratugi, í landshlutum, sem nú eru að leggjast í auðn vegna þess að undirstaða afkomunnar þar - aðgangur að fiskimiðunum, er kominn í einkaeigu forréttindastéttar, mun það fólk ekki hafa tengsl við 11 alda sögu byggðarlaganna, ekki tengsl við landið, miðin og örnefnin eins og ef búsetan hefði verið samfelld. Hluti af þjóðararfinum mun glatast..
Kvótakerfið, aflamarkskerfið, hefur fallið á prófinu á öllum sviðum: Það uppfyllir ekki skilyrði um félagslegt réttlæti, þjóðhagslega hagkvæmni, verndun lífríkis og fiskistofna - það er að rústa byggðir í landinu, skerða þjóðararfinn, það er að skemma eftirsóknarvert mannlíf um land allt - mannlíf sem gerir Ísland auðugra og skemmtilegra, jafnt fyrir Íslendinga sem erlenda ferðamenn.
Unnt er að leiða auðskiljanleg rök að því að kvótastjórnun sé afleit aðferð til að stjórna fiskveiðum, jafnvel þó gætt væri jafnræðis við úthlutun kvóta. Því má líkja við náttúruhamfarir að gjafakvótakerfið var innleitt. Með því var óhemju auðæfum, kannski 400-500 millörðum króna, úthlutað til örfárra aðila, sem verja kerfið með kjafti og klóm. Átökin um gjafakvótann skyggja á alla almenna galla kvótastjórnunar en þeir eru margir og alvarlegir...."
"Helstu almennir gallar kvótastýrðra fiskveiða
*Ósveigjanleg kvótasetning. ..."
*Brottkast og rjómafleyting...."
*Hliðartegundir ofveiddar eða hent..."
*Verðfall í hafi..."
*Kvótasvindl...."
*Léleg nýting verksmiðjutogara . ..
*Of eða vannýting miða ...."
*Skekkja í gögnum. V..."
*Hrun fiskistofna..."
"Vert er að hugleiða að lífkerfi hafsins er "dýnamískt" Með því að tvöfalda veiðiálagið er ekki endilega verið að eyða fiskistofnum, heldur kannski fækka sjálfdauðum, ýta undir nýliðun vegna meira fæðuframboðs, minnka sjálfsátið og þörf fisks sem er búinn að ná mestri stærðaraukningu fyrir viðhaldsfóður, taka frá fuglum og sjávarspendýrum o.s.fr. Grundvöllur lífs í hafinu eru svif og þörungar. Framboðið á þeim stendur undir öllu æðra lífríki sem við erum að nýta í samkeppninni við ofantalda aðila sem fá lang mest í sinn hlut. ..."
*Ófullnægjandi vísindi. Ótrúleg kokhreysti er að reyna að ákveða nákvæmlega veiðiþol fiskstofna fram í tímann..."
Helsu gallar framseljanlegs kvóta
*Þjóðfélagslegt ranglæti...."
*Samsöfnun kvóta...."
*Byggðaröskun...."
*Óverðskuldaður gróði..."
*Skuldasöfnun - verri lífskjör...."
*Nýliðun hindruð..."
*Hagkvæmni einkarekstrar skerðist...."
*Verri vistfræði...."
*Verra mannlíf...."
*Meiri erlendur kostnaður...."
*Erfitt að breyta til. E..."
Niðurlag greinar Valdimars sem er skrifuð fyrir 13 árum:
Sóknarkerfi hefur yfirburði yfir aflamarkskerfi
Helsti valkostur í fiskveiðistjórnun við kvótakerfi er sóknarstýring sem getur verið með ýmsum hætti. Færeyingar voru komnir í kvótastýringu eins og við frændur þeirra en þeir báru gæfu til þess að átta sig tímanlega og taka upp sóknarkerfi sem virðist hafa þjónað þeim vel. Mikil umskipti til batnaðar urðu í sjávarútvegi hjá þeim við breytinguna. Fátt hindrar þá nú í að taka upp breytt kerfi ef þeir sjá sér hag í því.
Við Íslendingar ættum að skoða kerfi þeirra en leiða þó hjá okkur alvarleg mistök sem þeir gerðu í að hafa veiðileyfin framseljanleg. Við ættum því að skoða vel sóknarkerfi með svokölluðu lokuðu veiðileyfakerfi með óframseljanlegum veiðiréttindum (Limited Entry Non Transferable Licensing) og auðlindagjaldi af umframarði (auðlindarentu). Rækilega þarf að undirstrika orðið óframseljanlegum. Kanadamenn tóku upp lokað veiðileyfakerfi til þess að ná tökum á laxveiðum í sjó en höfðu veiðileyfin framseljanleg (Limited Entry Transferable Licensing) Notkun LETL-kerfis í stað notkunar LENTL- kerfis varð til þess, að mati Parcival Copes, að eyðileggja árangurinn í laxveiðum Kanada. Vert er að skoða hvernig LENTL-kerfi stendur gagnvart helstu kröfum sem gera á til fiskveiðistjórnunarkerfis. Gera verður þá kröfur til kerfisins að leiðin frá núverandi fiskveiðistjórunarkerfi sé nokkuð greiðfær en það virðist einmitt vera tilfellið. Einnig verður að meta hversu auðvelt væri að fá almenning og sérstaklega þá sem eiga að búa við kerfið til þess að skilja að hagsmunir þeirra gætu legið í því að taka þetta kerfi upp. Helstu kröfur sem gera verður til kerfisins eru eftirfarandi:
1. Félagslegt réttlæti
2. Standist stjórnarskrána
3. Þjóðhagsleg hagkvæmni
4. Verndun lífríkis sjávar og fiskstofna
5. Byggðaþróun
6. Almenn lífsgæði
7. Aðlögunarhæfni frá núverandi kerfi
8. Möguleikar til að breyta í nýtt kerfi ef það reynist ófullkomið
Að lokum vil ég leggja áherslu á að hafa verður í huga fyrir hverja fiskveiðistjórnunin er hagkvæm. Arður allra Íslendinga af fiskimiðunum skiptir máli. Tryggja verður að hann dreifist sem best. Jafnvel þó að sýnt yrði fram á að arður fiskveiðifyrirtækjanna væri mestur með lágmarkstengingu við íslenskt efnahags- og atvinnulíf er það í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Eins og horfir í kvótastýrðum fiskveiðum Íslendinga gæti sú staða hæglega komið upp fljótlega að handhafar kvótanna sjái sér mestan hag af því að láta erlent láglaunafólk manna verksmiðjuskipin og að viðhald þeirra færi fram erlendis sem og önnur þjónusta við þau. Aflinn yrði fluttur til vinnslu þar sem vinnuaflið er ódýrast. Veiðiskipin kæmu lítið í íslenska höfn. Þá skiptu heimsins bestu fiskveiðimið þjóðina orðið litlu máli og lífskjörin yrðu að sama skapi verri."
Valdimar Jóhannesson 11.11. 2001
Menn athugi að það eru heilar ritgerðir með rökstuðningi á bak við þau stikkorð sem ég tilfæri úr greininni.
Yfirburðir kvótagreifanna í fjármunum og afli til allra hluta gera það líklegt að kvótakerfið sé komið til að vera og verði aldrei breytt hvað sem einstakir baráttumenn segja annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420088
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.