Leita í fréttum mbl.is

Tvöfeldni

eða hræsni? 

Brynjar Níelsson skrifaði þessar línur fyrir mánuði síðan:

"Nú hefur stjórnarandstaðan eytt 12 klukkustundum á þinginu í umræðu um ríkisstjórn ríka fólksins sem hækkar virðisaukaskatt á matvæli um 5% sem komi illa við þá verst settu. Þegar tekið hefur verið tillit til niðurfellingar vörugjalda á matvæli er hækkun á matvælum ekki nema 2-2.5%. Að teknu tilliti til lækkunar á efri þrepi virðisaukaskatts, sem er stór útgjaldaliður allra heimila, verður staða þeirra betri en nú er. Svo er að auki hækkaðar barnabætur til að styðja við þá sem stærstum hluta tekna eyða í mat.

Þessi umræða um auknar álögur á þá verst settu er því einhver mesta þvæla sem ég hef hlustað á á þinginu. Ætti þó auðveldara með að afplána hana ef þetta sama fólk, sem stjórnaði hér á síðasta þingi, hefði ekki lagt auknar álögur á öll heimili með matarskatti (sykurskatti), sem ekki bara hækkaði útgjöld heimila um 3 milljarða heldur hækkaði verðtryggð lán sömu heimila um 1 miljarð.

En þessi árás á kjör hinna verst settu hét þá lýðheilsustefna. "

Það er í raun makalaust hvernig stuðningsmönnum fyrri ríkisstjórnar líðst að snúa öllu á haus sem þeim sjálfum þótti best á sinni tíð í valdastólum. Þeir hafa enda yfirburði í aðgangi að fjölmiðlum 365 og RÚV.  

Ef sannleikurinn er ekki það sem menn leita eftir í stjórnmálaumræðunni, þá  getur maður velt því fyrir sér hvort sé vænlegri til árangurs í pólitík tvöfeldni eða hræsni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband