Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðismaður

talar frá Vestmannaeyjum:

Elliði Vignisson skrifar:

"Hin syrgjandi ekkja Sjálfstæðisflokksins er nú komin á endastöð. Hinn almenni flokksmaður vill ekki lengur að forystumenn séu eins og mýs undir fjalaketti. Við skömmumst okkar ekki fyrir stefnuna. Ég er stoltur af því ef fjárlög eru kennd við frjálshyggju. Það er ekki skammaryrði heldur sú stefna að setja beri ríkisvaldi þröng takmörk, en treysta þess í stað aðallega á frjáls viðskipti og sjálfssprottnar venjur. Ég skammast mín ekki fyrir að vera hægrimaður og er stoltur af því."

Og enn minnir Elliði okkur á Sjálfstæðisstefnuna: 

"Það er hlutverk Sjálfstæðisflokksins að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum." 

Þessi vísa verður seint  of oft kveðin. Henni hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei breytt frá stofnun flokksins.  

Er ekki kominn tími til að við Sjálfstæðismenn hættum að vera hikandi við að viðurkenna þessa sjálfstæðisstefnu frá 1929?  Hættum að vera hikandi við að viðurkenna frjálshyggjuna sem okkar hugsjónagrunn?  Þora að vera það sem við erum án þess að spyrja einhvern um leyfi?

Ég er sjálfsagt um margt bæði til vinstri og til hægri við marga samflokksmenn mína. En ég verð ávallt stoltur af því að fá að vera

Sjáflstæðismaður meðal Sjálfstæðismanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór.

Þessi orð Elliða eru góð og gild og ekkert við þau að athuga.

Hins vegar er hættulegur leikur sem hann og fleiri sem eru ofarlega í Sjálfstæðisflokknum stunda, þ.e. bein gagnrýni á störf ríkisstjórnarinnar, í fjölmiðlum.

Vissulega eru margir stuðningsmenn stjórnarflokkanna ósáttir og þykir hægt ganga í leiðréttingu þess óréttlætis sem viðgeggst hér á síðasta kjörtímabili. Þó mikið sé eftir verður því ekki neitað að nokkur árangur hefur náðst.

Við, sem erum annað hvort neðarlega innan flokkanna, nú eða utan þeirra, getum leift okkur að bulla og gagnrýna störf ríkisstjórnarinnar. Hinir, sem ofarlega eru, eiga hins vegar að bera sína óánægju beint innan flokks, ekki nota fjölmiðla. Þetta er ekki ritskoðun á neinn hátt. Möguleiki þeirra sem ofarlega eru innan flokkanna á að koma fram sinni óánægju er fyrir hendi, þó ekki sé farið í fjölmiðla með það.

Það á að láta stjórnarandstöðuflokkana um stjórnarandstöðuna. Talsmenn stjórnarflokkanna, allir sem einn, eiga hins vegar að nota fjölmiðla til að benda á það sem vel er gert. 

Það er bein ávísun á slæma niðurstöðu í næstu kosningum, þegar menn eins og Elliði, Halldór Halldórson og fleiri og þegar stofnanir flokkanna eins og SUS, gagnrýna stjórnarsamstarfið. Það er ávísun á annað hörmungarástand vinstristjórnar á næsta kjörtímabili.

Heldur Vignir að stjórn sjávarútvegsmála verði betur sett undir vinstri stjórn? Hefði haldið að hann hafi fengið smjörþefinn af því á síðasta kjörtímabili.

Heldur Halldór Halldórsson að málefnum sveitastjórna verði betur borgið undir vinstristjórn? Við þurfum ekki annað en mynnast frétta gærkvöldsins til að sjá að svo er alls ekki, í frétt af málefnum fatlaðra.

Og halda stuttbuxnastrákarnir í SUS virkilega að einkaframtakið eigi betur upp á pallborð vinstristjórnar? Þeir er reyndar ungir og óreyndir, en þó ekki yngri en svo að þeir hljóta að muna síðasta kjörtímabil.

Ef þessir aðilar telja að vinstri stjórn sé betri fyrir landið, eiga þeir vissulega að halda áfram sinni gagnrýni, annar fara þeir með sína óánægju aðra leið en gegnum fjölmiðla.

Minna máli skiptir þó við hinir, sem eigum ekki eins greiðann aðgang að forystu flokkanna, bullum eitthvað á bloggsíðum, gætum jafnvel sent eina og eina gagnrýnisgrein í fjölmiðla. Það hefur lítli áhrif á næstu kosningar. 

Gunnar Heiðarsson, 13.10.2014 kl. 08:54

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Sæll Halldór. Margar góðar greinar hjá þér. Ég hef grun um að hugtakið frjálshyggja sé skilið yfirborðslegum skilningi i hugum þorra manna á Íslandi því vinstri menn hafa lengi getað mótað innihald þess og gætt þess vendilega að sverta það. Unga fólkið hatar það margt - það ætti að elska það. Hugtakið þarf að mínu áliti að útskýra og dýpka í almennri umræðu og auðvitað eiga Sjálfstæðismenn að halda því á lofti. Elliði er á réttu róli og ætti að láta til sín taka í landsmálunum meira en verið hefur.

Guðmundur Pálsson, 13.10.2014 kl. 21:50

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

"....á grundvelli einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum".

"Þessi vísa verður seint of oft kveðin. Henni hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei breytt frá stofnun flokksins".

Þegar við horfum á kvótakerfið, skorttökuna í aflaheimildum til að viðhalda veðgildi kvótans og svelt velferðarkerfi vegna vannýttrar auðlindar, angist fólksins í deyjandi sjávarbyggðum sem á allt sitt undir því að útgerð á fjarlægu landshorni landi áfram í plássinu hluta af sameign þjóðarinnar.
Þá.

Þá fær maður svolítinn vott af velgju þegar upp er rifjuð tilbeiðslan sem beinist að flokknum sem aldrei hefur misst sjónar af frelsi einstaklingsins til athafna. 

Árni Gunnarsson, 14.10.2014 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband