Leita í fréttum mbl.is

Engar lóðir ókeypis

til annarra en þjóðkirkjunnar. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir lögfræðingur og Borgarfulltrúi skrifar um þetta lögfræðilega í Morgunblaðið dag:

Hún segir.

"Í aðdraganda  síðustu sveitarstjórnarkosninga lýsti ég því yfir að rétt væri að afturkalla ákvörðun Reykjavíkurborgar um að úthluta Félagi múslima á Íslandi lóð undir mosku. Afstaða mín sætti gagnrýni oddvita þeirra stjórnmálaflokka sem sóttust eftir því að halda meirihluta sínum í borgarstjórn. Viðbrögðin komu mér ekki á óvart enda þótt áhugi og pólitísk hagsmunagæsla sumra fjölmiðla kæmi mér í opna skjöldu. Oddvitarnir sögðust vera boðberar »umburðarlyndisins« en markmiðið var að halda meirihlutanum.

 

Hvað svo sem leið raunverulegum skoðunum oddvitanna er augljóst að mestu máli skipti fyrir þá að »misstíga sig ekki« svo skömmu fyrir kosningar. S. Björn Blöndal kvað ummælin dæma sig sjálf á meðan Sóley Tómasdóttir taldi ummælin undarleg. Dagur B. Eggertsson og Halldór Auðar Svansson virtust líta svo á að lóðarúthlutunin tengdist trúfrelsi. Fylgismenn þeirra voru síðan sendir út af örkinni til að láta þau boð berast að afstaða mín fæli í sér fordóma. Þannig féllu margir í þá gryfju að »fordæma« skoðanir mínar án þess að nokkur málefnaleg umræða færi fram. Á þennan hátt var reynt að gera mig tortryggilega í hugum kjósenda. Viðbrögðin báru vott um upphafna sjálfsmynd þeirra sem telja sig vera frjálslynda, upplýsta og víðsýna þegar raunveruleikinn er allt annar. Kjörnir fulltrúar almennings verða að þora að ræða viðkvæm mál og mega ekki láta hagsmuni einstakra aðila koma í veg fyrir að þeir fari að lögum í störfum sínum.

 

Viðbrögð oddvita þeirra stjórnmálaflokka sem sátu í meirihluta borgarstjórnar voru hins vegar skiljanleg í ljósi þess að lóðarúthlutunin var viðkvæm fyrir þá. Innan Samfylkingarinnar hafði lengi verið þrýst á að Félagi múslima á Íslandi yrði úthlutað lóð undir mosku. Besti flokkurinn var hins vegar ekki jafn hallur undir trúfélagið auk þess sem hann hafði það að markmiði að gera Reykjavík að leiðandi borg í réttindum samkynhneigðra. Í samræmi við þessa stefnu hafði Besti flokkurinn staðið að því að synja Kristskirkjunni um styrk úr borgarsjóði vegna afstöðu trúfélagsins til samkynhneigðra. Það samræmdist því illa slíkri stefnu að úthluta ókeypis lóð úr borgarsjóði til trúarsafnaðar þar sem litið er á samkynhneigð sem synd.

 

Samkvæmt lögum um Kristnisjóð er sveitarfélögum aðeins skylt að láta kirkjum þjóðkirkjunnar í té lóðir án endurgjalds. Skyldan nær ekki til lóða undir kirkjur eða bænahús annarra trúfélaga. Á þetta hafa fjölmargir valinkunnir lögfræðingar bent, meðal annars þeir Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, og Brynjar Níelsson, hrl. og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands.

 

Til að leysa þann vanda sem Samfylkingin og Besti flokkurinn voru komin í ákváðu þáverandi borgarstjóri og formaður borgarráðs að grípa til þess ráðs að bera undirmenn sína fyrir því að borginni væri skylt að úthluta öllum trúfélögum ókeypis lóðum. Af óútskýrðum ástæðum var lögfræðingum borgarinnar ekki kunnugt um að í máli Ásatrúarfélagsins höfðu hvort tveggja Hæstiréttur og Mannréttindadómstóll Evópu staðfest að heimilt væri að gera þjóðkirkjunni hærra undir höfði en öðrum trúfélögum. Eins og hendi væri veifað var »kirkja« orðin að »mosku«. Þetta heimatilbúna leikrit meirihlutans fékk síðan trúverðugra yfirbragð er hann samþykkti að skora skyldi á Alþingi að breyta lögunum. Reykjavíkurborg hefur hins vegar ekki enn sent Alþingi slíka áskorun. Í borgarstjórn virtust sofandi sjálfstæðismenn ekki átta sig á því að verið var að leika á þá.

 

Lóðarúthlutunin hafði því ekkert með skyldu sveitarfélaga að gera. Saman hafa Samfylkingin og Besti flokkurinn (Björt framtíð) nú staðið fyrir því að fjölmargar lóðir hafa verið gefnar úr borgarsjóði án þess að gert sé ráð fyrir því í lögum. Ákvarðanir sem eru ekki reistar á lögum eru ógildanlegar og því heimilt að afturkalla þær.

 

Í ljósi þess að lóðarúthlutun til Félags múslima á Íslandi er ekki reist á lögum er ljóst að vilji er allt sem þarf svo afturkalla megi ákvörðunina sem og ákvarðanir um aðrar sambærilegar lóðarúthlutanir.

 

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR eru 73,7% þeirra sem svara andvígir eða mjög andvígir því að sveitarfélög úthluti trúfélögum ókeypis lóðum. Áberandi stærsti hópur þeirra sem er fylgjandi slíkum lóðarúthlutunum kemur úr röðum Samfylkingarinnar. Ég spyr því hvort borgarstjóri ætli að fara að lögum eða hvort hann ætli að halda áfram á »ætluðum« atkvæðaveiðum? Ekki kæmi á óvart þótt ákveðnir fjölmiðlar láti borgarstjóra komast upp með að fara með sömu þuluna um trúfrelsi og skyldu sveitarfélaga til að úthluta trúfélögum ókeypis lóðum án þess að spyrja hann hvort afstaða hans samræmist lögum svo sem þau hafa verið skýrð í úrlausnum dómstóla og af hálfu lögmanna og dómara."

 

Þá hafa menn þetta kýrskýrt. Aðeins þjóðkirkjan á að fá ókeypis lóðir. Ef öðrum trúfélögum líkar þetta ekki geta þau bara farið. Við báðum þau ekki að koma. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Amen; eftir efninu.

Jón Þórhallsson, 14.10.2014 kl. 11:39

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er nú fleirum sem líkar þetta ekki Halldór. Að mínu mati á ENGINN að fá ókeypis lóð. Það er ekki þjóðkirkjunnar að kvarta yfir að aðrir fái það sama og hún keldur þjóðarinnar að ákveða í atkvæðagreiðslu hvort hún leyfir að hún sé hlunnfarin.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.10.2014 kl. 13:37

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvers eiga fríkirkjusöfnuðir að gjalda sem stunda nákvæmlega sömu evangelisku lútersku trú og þjóðkirkjan?

Ómar Ragnarsson, 14.10.2014 kl. 15:25

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við þetta má bæta, að í hinni nýlegu könnun MMR kom í ljós, að einungis "29,7% voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi" (takið eftir: "fái að byggja"! -- ekki: fái ókeypis lóð), en "42,4% sögðust andvíg því að Félag múslima fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi." *

* http://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/424-fleiri-hlynntir-thvi-adh-thjodhkirkjan-reisi-truarbyggingar-en-oennur-trufeloeg

Jón Valur Jensson, 14.10.2014 kl. 17:06

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

sem sé 42.4% aðspurðra vilja ekki að trúfrelsisákvæði Stjórnarskrárinnar nái til allra. Dapurlegt.

Eiga réttindi minnihluta að fara eftir geðþótta meirihlutans?

Skeggi Skaftason, 14.10.2014 kl. 19:29

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Annaðhvort virðum við trúfrelsið og verum þá ekki að mismuna trúfélögum hvað varðar byggingar samkomuhúsa og með annað eða afnemum þetta trúfrelsi. Í því felst að engum er leyfilegt að stunda trú sína nema einum söfnuði. Það er ekki hægt að vera með tvískinningshátt í þessu.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.10.2014 kl. 19:30

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Annaðhvort virðum við trúfrelsið og verum þá ekki að mismuna trúfélögum hvað varðar byggingar samkomuhúsa og með annað eða afnemum þetta trúfrelsi."

Vel sagt, Jósef.

Ég fyrirlít þá sem leika sér á gráu svæði og nota fordóma fólks til að safna að sér fylgi.

 %%%%%%%%%%%%%%%%%%%

"í hinni nýlegu könnun MMR kom í ljós, að einungis "29,7% voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi""

70,3% vilja sem sagt afnema trúfrelsi. Hvað skyldi liggja að baki þessari afstöðu, sem helst minnir á nasisma eða afstöðu öfgamanna eins og ISIS? Mér dettur helst í hug heimska, fáfræði og fordómar. Hefur einhver eitthvað við það að bæta?

Hörður Þórðarson, 14.10.2014 kl. 20:47

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við virðum trúfrelsi, en trúfrelsi er ekki að finna í lögbók íslamista.  Þess vegna hafna ég því að Íslam fái hér stöðu og rétt til jafns við trúfélög. 

Íslam eða Múhameðstrú, eða hvað sem þetta er nú allt er kallað, sem lætur stjórnast af þessari lögbók þeirra Kóraninum, er ekki bara i trúfélag heldur stjórn kerfi  með lög sem ekki samrýmast Íslenskum lögum og eru hér því óhæf.   

Slítum ekki friðinn og höfum ein sið.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 14.10.2014 kl. 22:18

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Afsakið klaufaskapinn, þetta átti að ver svona.

Íslam eða Múhameðstrú, eða hvað sem þetta allt er nú kallað, sem lætur stjórnast af lögbók þeirra Kóraninum, er ekki bara trúfélag heldur stjórn kerfi  með lög sem ekki samrýmast Íslenskum lögum og eru hér því óhæf.   

Hrólfur Þ Hraundal, 15.10.2014 kl. 07:45

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hrólfur."Ég er drottinn guð þinn. Þú skalt ekki aðra guði hafa" Eru þetta skýr fyrirmæli um trúfrelsi? Þó aðrir séu með ððruvísi áherslur um trúfrelsi þá förum við eftir íslenskum lögum um þetta.Öllum trúfélögum sem starfa á íslandi er skylt að fara eftir íslenska lagabókstafnum.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.10.2014 kl. 09:19

11 Smámynd: Baldinn

Öll dýrin skulu vera jöfn, sum bara aðeins jafnari en önnur.

Hér skrifa margir litlir karlar fullir af fordómum.

Baldinn, 15.10.2014 kl. 09:36

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Jósef,

breyta þarf kannski lögum um kristnisjóð þannig að enginn fái ókeypis lóð.

Mér er alveg sama þótt kirkjan verði líka að borga.

En þetta með þetta trúfrelsi samrímist það því að evangelíska kirkjan sé þjóðkirkja. Önnur trú er þá heiðindómur hvort sem það er Islam, Fríkirkja eða kaþólska, Búddastúpan eða hvað?Og um það gildir það sem Þorgeir sagði að dýrkunin skal vera prívat en ekki opinber.

Við getum kannski útvíkkað prívatið í opinbera mosku, Fríkirkjuna hans Ómars og kaþólskua kirkjuna hans Jóns Vals og svo Rússakirkjuna. En Þjóðkirkjan er Þjóðkirkja skv. stjórnarskrá. Og ég er ekkert að abbast uppá þessa stjórnaskrá þar sem ég var viðstgaddur þegar æpt var húrra fyrir henmni á Þingvöllum 1944.

Hrólfur, mér er sama hverju fólk trúir, það er frjálst að því að trúa því sem það vill. En ég vil ekkert að þeir séu að kássast uppá mig með þetta kukl sitt. Það gerir þjóðkirkjan sem lætur mig í friði þegar ég vil.

Ég er sammála þér í því að Islam er ekki bara trú heldur stjórnkerfi frá svipuðu menningarstigi og þegar menn stjórnuðust af gamla testamentinu og lögmálinu auga fyrir auga. Þannig er kristnin hætt að vera áþvingað stgjórnkerfi en það er Islamið ekki sem vill halda áfram að umskera stelpur og handhöggva þjófa. Sem ekki samrímist okkar íslensku lögum sem þeir vilja ekki fara eftir ef sjaría-lög segja annað. Jósef tekur undir þetta og er það vel.

Baldinn Vitsmuna-Risi hafðu svona glósur fyrir þig.

Halldór Jónsson, 15.10.2014 kl. 12:38

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég var að vona að við sem samfélag hefðum þroskast frá tímum Ljósvetningagoða.

Skeggi Skaftason, 15.10.2014 kl. 13:05

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Svo ég svari spurningu um trúfrelsi= þjóðkirkja, þá tel ég það ekki vera. Enda eru ekki nema tæp 80% þjóðarinnar í "þjóðkirkjunni" svo hún stendur ekki lengur undir nafni. Þetta ákvæði þarf endurskoðun. Þetta sem þú talar um síðast Halldór er mikilsvert atriði. Einu sinni réð "Stjórnkerfi" kirkjunnar öllu. Múslimar þurfa að sjálfsögðu að fara eftir íslenskum lögum en ekki sínum eigin, rétt eins og allir aðrir. Ef það kemur upp sú staða að einhver þeirra brýtur þetta ákvæði þá á að vísa honum strax úr landi. Þetta ákvæði sem Norðmenn eru að taka upp nú vantar í íslensku löggjöfina. Þetta á að sjálfsögðu að eiga við aðra erlenda innflytjendur , brot gegn fíkniefnalöggjöfinni og gegn mafíuhópum frá fyrrum austantjaldslöndum sem stunda iðju sína hér. En það á að gefa öllum tækifæri á að sanna sig og þeir eiga að sitja við sama borð og aðrir "Íslendingar" eins og lögin kveða á um.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.10.2014 kl. 16:03

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Skafti,

er ekkert sígilt? Eru Hávamál úrelt vegna þroska okkar?

Jósef, það gleður mig að þú vilt taka á brotlegum. En ég óttast þú megir þín einskis gegn elítunni sem vill fá Tony Omos og hinn sem sagði að löggan hefði skorið sig, sem innflytjendur. Það er eins og einhver dularfull öfl ráði hér öllu, einhver Guðjón bak við tjöldin, segi fyrir um það að radir eins og þín bara fá ekki að komast að.

Halldór Jónsson, 17.10.2014 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband