15.10.2014 | 09:00
Óli Björn
skrifar enn á skýru máli um skattamál.
Almenningur les líklega ekki greinar Óla Björns í Mogganum. Þingmenn Samfylkingarinnar ekki heldur og forysta ASÍ þaðan af síður. Þetta fólk talar í síbylju um hækkun matarskattsins og nauðsyn þess að fara í verkföll til að afstýra því. Og þeir hinir auðtrúa af almenningi sem kjósa Samfylkinguna og VG klappa hástöfum og bíta í skjaldarendur. Gnask, Gnask, eins og stóð í Andrésblöðunum.
Grein Óla Björns er svona:(L Bloggari feitletrar það sem lesblindir og leslatir geta komist af með að lesa.)
Nokkrum dögum eftir að þing kom saman að nýju óskaði formaður þingflokks Samfylkingarinnar eftir aðstoð frá fjármálaráðherra. Hann vildi hressa upp á eigið minni og spurði því hvort það væri rétt munað að fyrirhuguð hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts væri ekki »stærsta skattahækkun Íslandssögunnar eða a.m.k. eftir hrun«?
Auðvitað er það skiljanlegt að þingmenn, sem samþykktu hverja skattahækkunina á fætur annarri í síðustu vinstri ríkisstjórn, eigi erfitt með að muna og að sumir vilji einfaldlega gleyma. Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru gerðar um 200 breytingar á skattkerfinu, flestir skattar hækkaðir og nýir teknir upp. Einstaklingar og fyrirtæki áttu erfitt með að fylgjast með öllum breytingunum og svo virðist sem þáverandi stjórnarþingmenn hafi einnig verið í erfiðleikum.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom þingflokksformanninum til hjálpar en benti um leið á að það sé »svo fjarri vinstri mönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skattalækkun að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafnskýrum hætti og í þessu máli trúa þeir því ekki að þetta sé hún«. Það bara geti ekki verið að hægt sé að lækka skatta.
»En það er hægt,« sagði Bjarni Benediktsson og bætti við:
»Við erum með þeim skattkerfisbreytingum sem hér er verið að kynna til sögunnar að gefa eftir af ríkistekjum tæpa 4 milljarða. Hvert fara þeir 4 milljarðar? Þeir verða eftir hjá fyrirtækjum og þeir verða eftir hjá almenningi. Í þessu tilviki fyrst og fremst hjá almenningi sem greiðir þessi vörugjöld og greiðir þennan virðisaukaskatt.
Það er íslenskur almenningur sem nýtur góðs af því að við leggjum fram tillögu um að draga úr tekjum ríkisins um 4 milljarða. Það heitir, háttvirtur þingmaður, skattalækkun, það er skattalækkun.«
Þegar stuðningsmenn »norrænu velferðarstjórnarinnar« leggja mat á fyrirhugaðar kerfisbreytingar í innheimtu neysluskatta færi vel á því að þeir horfðu á heildaráhrifin; hækkun á neðra virðisaukaskattsþrepi, lækkun á því efra og loks afnám almennra vörugjalda, fyrir utan verulega hækkun barnabóta. Slík yfirsýn hefði kannski breytt afstöðu þeirra til skattastefnu vinstri stjórnarinnar. Þeir hefðu ef til vill spyrnt við fótum þegar tekjuskattskerfið var eyðilagt með stighækkandi skatthlutföllum (þremur skattþrepum) og auknum tekjutengingum. Þeim hefði þá orðið ljóst hve freklega var gengið fram gagnvart almennu launafólki.
Árið 2008 var tekjuskattsprósentan 22,75% og meðalútsvar 12,97%. (34..72% á alla! Innskot bloggara) Eftir að vinstri stjórnin hafði kollvarpað kerfinu var lægsta prósentan komin upp í 22,90% og meðalútsvarið hafði hækkað töluvert. Árið 2013 var skattprósentan í staðgreiðslu eftirfarandi:
· 22,90% af tekjum 0 - 241.475 kr. + 14,42% meðalútsvar: Alls 37,32%
· 25,80% af tekjum 241.476 - 739.509 kr. + 14,42% meðalútsvar: Alls 40,22%
· 31,80% af tekjum yfir 739.509 kr. + 14,42% meðalútsvar: Alls 46,22%
Þannig var tekjuskattskerfið gert flóknara og dýrara jafnt fyrir ríkissjóð sem skattgreiðendur
Áhlaupi vinstri stjórnarinnar á einstaklinga var þar með ekki lokið - langt í frá. Þeir sem nú hafa áhyggjur af kerfisbreytingu í innheimtu óbeinna skatta höfðu litlar áhyggjur af auknum álögum á einstaklinga þegar þeir sátu við völd:
- Heimild til frádráttar iðgjalda frá tekjuskattsstofni vegna viðbótarlífeyrissparnaðar lækkuð um helming; fór úr 4% í 2%.
- Fjármagnstekjuskattur einstaklinga hækkaður í tveimur áföngum árin 2010 og 2011, fyrst úr 10% í 18% og síðan í 20%.
- Auðlegðarskattur lagður á árið 2009 og átti að vera til þriggja ára. Skatturinn var í upphafi 1,25% á eignir einstaklinga yfir 90 milljónir króna að frádregnum skuldum en 120 milljónir hjá hjónum/sambýlisfólki.
- Auðlegðarskatturinn framlengdur til ársloka 2014 og skatthlutfallið hækkað í 1,50%.
Frímörk eigna lækkuð úr 90 milljónum í 75 milljónir hjá einstaklingum og úr 120 milljónum í 100 milljónir hjá hjónum. Nýtt þrep innleitt þannig að á hreina eign einstaklings umfram 150 milljónir króna og hreina eign hjóna umfram 200 milljónir leggst 2% skattur.
- Almenna virðisaukaskattsþrepið hækkað úr 24,5% í 25,5%.
- Sjómannaafsláttur afnuminn í þrepum og síðast veittur við álagningu 2014 vegna tekjuársins 2013.
- Olíugjald hækkað um 1,65 krónur á lítra og bensíngjald hækkað um 2,5 krónur.
- Bifreiðagjöld hækkuð um 0,85 krónur fyrir hvert kíló af eigin þyngd bifreiðar allt að 1.000 kíló og um 1,15 krónur á hvert kíló af eigin þyngd bifreiðar umfram það að 3.000 kg og um 2,82 kr. af hverju byrjuðu tonni af eigin þyngd bifreiðar umfram 3.000 kg.
Gjald af áfengi og tóbaki hækkað um 10%.
- Hlutfall erfðafjárskatts hækkað úr 5% í 10% auk hækkunar á fríeignamörkum.
Listinn hér að ofan er ekki tæmandi en »norræna velferðarstjórnin« gekk ekki aðeins hressilega gegn einstaklingum á valdatíma sínum.
Eðli máls samkvæmt var einnig gengið að atvinnulífinu. Tekjuskattur fyrirtækja var hækkaður úr 15% í 20% og
tryggingagjald hækkað úr 5,34% í 8,65%.
Veiðigjöld tífölduð og kolefnisgjöld lögð á, svo fátt eitt sé nefnt.
Varlega áætlað má gera ráð fyrir að vinstri stjórnin hafi hækkað skatta á einstaklinga og fyrirtæki um liðlega 80 þúsund milljónir króna m.v. við heilt ár.
Minni forystumanna Alþýðusambands Íslands er lítið betra en hjá formanni þingflokks Samfylkingarinnar. Þess vegna er fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar mótmælt og blásið til mikillar auglýsingaherferðar. En barátta ASÍ væri ólíkt trúverðugri ef baráttugleðin hefði verið jafnmikil á síðasta kjörtímabili þegar gengið var harðar fram í skattheimtu á einstaklinga og fyrirtæki en dæmi eru um á síðari tímum. Þá var stjórnsýslan þanin út á kostnað heilbrigðisþjónustu og álögur á sjúklinga náðu nýjum hæðum.
Getur það verið að það skipti mestu hverjir það eru sem hækka skattana og hverjir framkvæma skattalækkanir?
Það er sorglegt að fólk skuli ekki nenna að kynna sér staðreyndir áður en það leggur upp í krossferðir undir ákalli "Urbana páfa kjarabaráttunnar" sem gala úr Mínarettum ASÍ og ræðustölúm Alþingis.
Óli Björn er hrópandinn í eyðimörkinni.
Fjárlagafrumvarp 2015 er langt í frá hafið yfir gagnrýni. Álögur á einstaklinga og fyrirtæki eru enn of miklar. Lækkun skatta gengur of hægt og umfang ríkisrekstrar er of mikið. Forgangsröðun ríkisútgjalda er enn skökk þótt núverandi ríkisstjórn hafi tekist að rétta af kúrsinn í þeim efnum m.a. með auknum fjárveitingum til heilbrigðismála og almannatrygginga. En gagnrýni skattaglaðra vinstri manna, sem glíma auk þess við minnisleysi, snýst ekki um þetta.
Það er sorglegt að almenningur skuli ekki nenna að kynna sér staðreyndir mála áður en það flykkist í krossferðir undir áköllum arftaka Urbans páfa og söngli Samfylkingarinnar úr mínarettum minnisleysisins.
Óli Björn er hrópandinn í eyðimörkinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Nú þegja þeir kommarnir og kratarnir. Þeir geta ekki mótmælt sannleikanum. Í staðinn munum þeir enduraka sönginn um matarskattinn og krefjast verkfalla.
Halldór Jónsson, 15.10.2014 kl. 13:40
Þótt ég hafi þagað, frábið ég mér flokkunarregluna þína.
Þegar konkret staðreyndir eru bornar á borð, kinka skynsamir menn auðvitað kolli til samþykkis.
Það kemur því miður óglöggt fram í athugasemdakerfi bloggsins.
Þorkell Guðnason, 15.10.2014 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.