Leita í fréttum mbl.is

Afnám Gjaldeyrishafta

er það sem allskyns prelátar í hinum og þessum samtökum eru að halda að okkur í fjölmiðlum. En til hvers á það að leiða við núverandi aðstæður? Fyrir hverja eru Samtök atvinnuveganna og ASÍ að berjast?

 

Er það fyrir Lifeyrissjóðagreifana svo þeir geti farið með ellilífeyririnn  minn úr landi til að tapa honum eins og þeir hafa gert ?  Er það fyrir kvótagreifana svo þeir geti komist með kvótann úr landi og fjárfest í útlöndum? Er það fyrir læknana, verktakana, iðnaðarmennina  og verkfræðingana  svo þeir geti komist úr landi með allt sitt?  

Er það fyrir Nýja Landsbankann svo hann geti  borgað Gamla  Landsbankanum lungann af gjaldeyrisforða þjóðarinnar svo að slitastjórnin síðan 2008  geti gert upp við eigendur Icesave skuldannna?  

Miðast þetta tal um þetta skerta frelsi við það að allir þurfi að eiga auðveldara með að komast í burtu frá hinum íslenska veruleika og þessu landi sem Samfylkingin og fleiri virðast ekki  trúa að geti hýst sjálfstæða þjóð? 

Hversu vitlaus halda hinir ýmsu forsvarsmenn að við almenningur séum eiginlega þegar þeir þrugla um nauðsyn losun fjármagnshafta sem eitthvað sem skipti lífskjör almennings einhverju máli?  Er ekki eitthvað nærtækara sem brennur á okkur í hinu daglega lífi? Það eru einhverjir hagsmunir fárra sem allt talið snýst um?

Er allit þetta tal um nauðsyn afnáms þessara miklu gjaldeyrishafta hugsanlega frekar til þess fleiri geti flúið land með fjármuni  sína?  

Er hinn heimski almúgi eitthvað þjakaðuraf þessum gjaldeyrishöftum sem Þorsteinn Víglundsson og aðrir hagspekingar setja  efst á blaðið að afskaffa?  Fær hann ekki að nota Visakortið að vild í útlöndum?  Panta það sem hann vill frá AliBaba og öðrum prískúröntum?   Eða yfirleitt að fá ekki gjaldeyri til flests sem honum dettur í hug?

Þessi sami almúgi er hinsvegar fastur í sínum íslenska veruleika og getur ekki flúið neitt vegna  fátæktar eða menntunarleysis.   Hann fær að borga 25.5% virðisaukaskatt af öllum sínum varningi. Hann fær að borga 7 eða bráðum 12 %  virðisaukaskatt af matvælum og bókum meðan að bensínokrið, vaxtaokrið og húsnæðisokrið hjá verktökunum festir hann í fátæktargildru og  bannar honum allar bjargir til að leggja fyrir eða spara eða eignast nokkurntímann eigið húsnæði.  Hann fær að borga milljarða í tap af RÚV og Rás 2 sem honum er sagt óaðspurður að hann  þarfnist mest.

 Hann fær að lifa við samræmt okur Mjólkursamölunnar og landbúnaðarmafíunnar sem sér til þess að hann fær aldrei ódýrt kjöt eða innflutta niðurgreidda landbúnaðarvöru að éta. Hann fær að borga svimandi tekjuskatta, tvöfalt þyngri en í Bandaríkjunum.

Hann fær að búa við ónýtt skólakerfi sem skilar ólæsu og óreiknandi fólki frá sér sem getur verið æskilegt til að halda honum niðri.  Hann fær að búa við þær framtíiðarhorfur einar sem Íslendingur að landið hans og auðlindir þess,  hafa verið afhentar fáeinum útvöldum kvótagreifum til eilífrar eignar,hvað sem kjaftað er í eyru hans á 17.júní um órökræna þjóðareign.

Hann er nefnilega ekki þjóðin heldur eru það einhverjir óþekktir embættismenn sem þjóðinni ráða. Þeir stjórna innflytjenda-og hælisleitendamálum, þeir stjórna því að við séum í Schengen og étum upp allar EES tilskipanir hversu vitlausar sem þær eru.   Almúginn fær að hafa fjársvelt og læknalaust heilbrigðiskerfi sem getur ekki leyst bráðavanda hans ef hann veikist eða eldist.  Hann fær að borga svimandi skatta af öllum sinum tekjum og líka eignum á stundum.  Hann býr við samræmt vaxtaokur banka á útlánum  en neikvæða vexti á sparnað. 

Á þessi almúgi að lofsyngja afnám gjaldeyrishafta öðru fremur?  

Er ekki bara nauðsynlegt að afnema ekki gjaldeyrishöftin við þessar aðstæður?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Amen Halldór.

Ekki hægt að orða þetta betur.

Því miður verður það svo, eins og alltaf,

að allt þetta yllþýði sem vill Íslenskri

þjóð svo illt, svo að almúginn skiptir ekki 

máli, mun ná fram með aðstoð vonlausra

stjórnmálamanna, að knésetja okkur

til andskotans.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.10.2014 kl. 20:38

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

I guðsbænum ekki afnema gjaldeyrishöftin, íslendingar hafa aldrei kunnað að fara með alvöru peninga.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 18.10.2014 kl. 21:09

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Halldór minn

farðu nú og keyptu eða leigðu þér myndina "Grumpy old men" - þú ert að verða alveg eins

Kristmann Magnússon, 18.10.2014 kl. 21:15

4 Smámynd: Elle_

Halldór, þú ert ekkert eins og 'grumpy old men'.  Þú ert alveg nauðsynlegur og þar með ómissandi í Moggablogginu.  Veit ekki hvað ég gerði ef ég gæti ekki lesið þig.

Elle_, 19.10.2014 kl. 00:08

5 Smámynd: Elle_

Vil bara líka benda á að það er íslenska ríkið sem okrar á bensíni, og ekki bara okrar, heldur er þetta beinn þjófnaður.  Ríkið (stjórnmálamenn) leggur 70-80% allt í allt ofan á kostnað bensíns, í gjöldum og sköttum.  Það eru ekki bensínstöðvarnar, þó allt tal snúist um okur og svindl þeirra.

Elle_, 19.10.2014 kl. 00:17

6 Smámynd: Elle_

Það sem ég ætlaði að segja, en orðaði það vitlaust, var að 70-80% af kostnaði bensíns, er vegna gjalda og skatta ríkisins.  Þannig að það er miklu verra en það sem ég skrifaði á undan.

Elle_, 19.10.2014 kl. 00:22

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú líkist engum nema sjálfum þér Halldór minn,það eru álíka gullhamrar,sem er svo auðvelt að taka undir með Elle. - En ég fylgist ekki með, eða hef þá gleymt því hve ríkið tekur til sín stóran hluta af bensínverði. Gjaldeyrishöftin eru ekki á kvörtunarlista mínum né minna.

Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2014 kl. 01:22

8 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn Halldór.

Þessi ágæta og rökrétta hugvekja þín virkar hreinlega á mig eins og vítamínsprauta og hvetur mig til dáða og góðra verka.

Flokkast það ekki annars undir "Stokkhólmseinkennið" ef þú í þinni næstu grein, eða þeirri síðustu myndir síðan lofsyngja þá leiðu "slúberta" Bjarna Ben og guttann hann Gulla Þór alveg upp til skýjana?

Jónatan Karlsson, 19.10.2014 kl. 08:02

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Alltaf góður Halldór.

Annars er magnað að forsvarsmenn atvinnurekenda skuli standa fremstir í stafni kröfunnar um afnám gjaldeyrishafta. Það er vitað að gengið muni falla við slíka aðgerð, bara spurning hversu mikið, hvort það verður 3% eða 30%.

Það mætti halda að Þorsteinn Lundason óski þess heitast að allt logi hér í verkföllum. Annars myndi hann þegja um þessa kröfu þar til kjarasamningar eru undirritaðir.

En auðvitað eru menn mis vel gefnir.

Gunnar Heiðarsson, 19.10.2014 kl. 08:05

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég þakka öllum oflofið og auðvitað náttúrlega honum Mannsa vini mínum frá 6 ára bekknum hjá Ísaki, sem bregður ekki vana sínum að vera Grumpy. Það ætlar ekki að eldast af honum þrátt fyrir áralanga eyðimerkugöngu í pólitík þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er verri en sólin.

Gunnar Heiðarsson, þetta er athyglisverð tenging inn í kjaraviðræðurnar að heimta gengisfall fyrir samningaviðræðurnar í stað þess að möndla það eftir á.

Góðu vinkonur Helga og Elle. Þið nefnið punkt sem ég hef aldrei getað skilið hvernig pólitíkusar geta talað um umhyggju sína fyrir einstæðum mæðrum, sem þurf að keyra krakkana sína í dagvisina. Hvað þá ást sína á öldruðum og öryrkjum sem ekki komast spönn frá rassi nema með bensíni.

Halldór Jónsson, 19.10.2014 kl. 11:55

11 Smámynd: Halldór Jónsson

En gleymt svo bensínsköttunum vildi ég sagt hafa

Halldór Jónsson, 19.10.2014 kl. 11:55

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Jónatan, ég hef alltaf haft þá trúa að það sé betra til hvatningar fyrir menn að hrósa þeim áfram frekar en að skammast bara. Skammast jákvætt eða þannig.

Halldór Jónsson, 19.10.2014 kl. 11:57

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Siggi og Jóhann,það er alltaf komið beint að efninu þar sem þið eruð

Halldór Jónsson, 19.10.2014 kl. 12:00

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meei, já, sko sjáiði til. Málið snýst um hvað er best til lengri tíma litið.

Þessi höft eru ekki góð til lengri tíma litið.

Spurningin er: Ef menn aflétta þessum höftum ekki fljótlega og koma peningamálum í svipað horf og í alvöru löndum - hvenær ætla menn þá að gera það?

Ef það er ekki hægt núna - verður það þá hægt eftir 5 ár? Eða 10 ár? O.s.frv.

Sagan sínir okkur og sannar að höftum fylgja alltaf vandræði og tilhneigingin er að það þurfi að herða þau og auka því lengur sem þau vara.

Það tradigíska er að að fólk skuli ekki geta komið sér saman um bestu og raunhæfustu leiðina útúr þessu sem er Aðild að Sambandinu og í framhaldi upptaka Evru.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2014 kl. 15:32

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Jahérna Ómar Bjarki. Vantar okkur atvinnuleysi ofan á þetta?

Halldór Jónsson, 19.10.2014 kl. 19:22

16 Smámynd: Elle_

Fyrirgefðu oflofið, Halldór.  Frá minni hálfu vorkenndi ég þér bara svo eftir skotin frá Kristmanni.  Og Ómar heldur áfram með dýrðarlýsingar á ESB og ESB og evru í upphæðum.

Elle_, 20.10.2014 kl. 12:41

17 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að afnema gjaldeyrishöftin meðan verðtrygging er ennþá til staðar er hrein og klár geggjun. Þetta hljóta flestir heilvita og hugsandi að sjá í hendi sér.

Halldór Egill Guðnason, 20.10.2014 kl. 13:56

18 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka góðan pistil.

Halldór Egill Guðnason, 20.10.2014 kl. 13:57

19 Smámynd: Halldór Jónsson

Nafni minn Guðnason

Hvað er að verðtryggingunni sem samningsformi í frjálsum samningum.? Af hverju mátt þú ekki velja milli óverðtryggðs láns á 7 % breytilegum vöxtum(geta margfaldast ef bankanum passar, ekki þér) eða föstum verðtryggðum uppá 4 -5 %. Afhverju máttu ekki eiga verðtryggða sparibók í banka til skemmri tíma en þriggja ára?

Halldór Jónsson, 23.10.2014 kl. 23:13

20 Smámynd: Halldór Jónsson

Fólkið hefur valið nafni minn. Yfirgnæfandi hluti velur verðtryggðu lánin. Af hverju er þín ræða á þennan veg?

Halldór Jónsson, 23.10.2014 kl. 23:14

21 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar Heiðarsson, ég setti þinn títuprjón í sérstaka færslu hér á eftir

Halldór Jónsson, 23.10.2014 kl. 23:16

22 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar Bjarki Kristjánsson(til aðgreiningar fá Smárasyni jarðfræðingi), ég kýs að leiða þetta hjá mér svo ég lendi ekki í 30.000 blaðsíðna deilu við þig um ágæti ESB.

Halldór Jónsson, 23.10.2014 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3420108

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband