19.10.2014 | 11:45
Reykjavíkurbréf
Morgunblaðsins er ansi athyglisvert um helgina, hver sem skyldi nú hafa skrifað það!!
Ég var á fundi þar sem almannatengill fullyrt að enginn læsi Moggann. Þeir sem vildu hafa áhrif í pólitík yrðu að skrifa sín ljóð á Facebook.
Ég tek því þetta Reykjavíkurbréf upp hér og afskræmi það að eigin smag og behag með feitletrunum þar sem að enginn les Moggann en alltaf einhverjir lesa mitt blogg. Tengillinn gekk nú ekki svo langt að segja að menn læsu Fréttablaðið en auðheyrt var á honum að honum þótti heldur meira til þess koma.
En Reykjavíkurbréfið hljómar hinsvegar svona:
Síðasti þingmeirihluti steig stórt skref til að setja hatt ríkisins yfir sjálfstæði fjölmiðla og nú er starfrækt ríkisvædd fjölmiðlanefnd til að byrsta sig við fjölmiðla. Segir í lögunum að »Íslenska ríkið hafi lögsögu yfir fjölmiðlaveitum.«
Núverandi systurfélög Morgunblaðsins og Ríkisútvarpsins eru því vatnsveitur, hitaveitur og rafveitur og er ekki í kot vísað.
Má bjóða til stofu?
Margvíslegar stofnanir sem fara með óþarflega mikið vald núorðið heita gjarnan stofur. Enginn veit af hverju. Löngum könnuðust menn aðeins við »Fréttastofuna« í þeim tilvikum sem ekki var átt við borðstofuna, betri stofuna eða tannlæknastofuna.
Vinstristjórninni sálugu þótti nauðsynlegt að setja taum á fréttamiðlara. Í upphaflegum tillögum menntamálaráðherrans var gert ráð fyrir að framangreind nefnd skyldi heita Fjölmiðlastofa. Það breyttist þó í fjölmiðlanefnd. En það bætir úr að nefndin skal þó hafa samstarf við Neytendastofu.
Ekki skal gefið í skyn að margir gamlir og góðir kommar starfi í þeim stofnunum sem nú heita stofur, enda mun líklegra að það gerði næsta grein fyrir neðan þá á vinstri vængnum, nefnilega stofukommarnir.
Þeir værukæru byltingarmenn voru líka stundum kallaðir sófakommar. Sannir byltingarmenn tortryggðu þá dálítið og horft frá hægri kantinum gætti einnig tortryggni, þótt af öðrum toga væri. Þar var sagt sem svo »að maður veit hvar maður hefur kommana, en ekki stofukommana«. Kannski verða fljótlega stofnaðir Samgöngusófi, Barnaverndarsófi og Neytendasófi, þar sem mannauður leggur sig allan fram allan liðlangan daginn. En grunsemdir höfðu vaknað um að auðlausir »starfsmenn« hefðu ekki notið nægjanlegrar virðingar áður en þeir, sem hópur, voru hækkaðir upp í að vera mannauður. En þegar hópuppsagnir koma til þá er tugum starfsmanna sagt upp, en mannauðurinn virðist alltaf sleppa, því hann er ekki nefndur. (Ríkisútvarpið hefur að vísu þá sérstöðu að þar fara reglubundið fram hópuppsagnir með fjaðraþyt og söng, án þess að nokkuð sparist við það og fátt bendir til að þar fækki í mannauðnum).
Sveipast hörðum böndum
En nú eru »fjölmiðlaveitur« svo lánsamar að búa loks við fjölmiðlanefnd, þótt ekki hafi verið upplýst við hvað hún fáist á milli kl. 8 og 4 og enn síður á öðrum tímum sólarhringsins. Þegar til þessa fyrirbæris var stofnað, af sömu öflunum sem hömuðust mest gegn fjölmiðlalögunum, sællar minningar, líkti Samband ungra sjálfstæðismanna því við aðför að fjölmiðlum. Aðför er stórt orð, en má til sanns vegar færa. Ekki er þó líklegt að núverandi ríkisstjórn muni gera nokkurn skapaðan hlut vegna þeirrar meintu aðfarar, enda virðist hún telja að ákvæði þjóðminjalaga um bráðavernd gildi um hvað eina sem grunur leikur á að Steingrímur og Jóhanna hafi tekið sér fyrir hendur. Ekki verður því séð að sóun fjármuna í fjölmiðlanefnd verði hætt, eins og hverjum öðrum gagnslausum óþarfa.
Fjölmiðlar hafa ekki jafn mikið umleikis og þeir höfðu sumir áður, ef Ríkisútvarpið er talið frá. Það fær hins vegar aldrei nóg.
Tæknin hefur breytt stöðu þeirra flestra, hvort sem áskriftarstöðvar sjónvarps eða blöð eiga í hlut. Það er ekki hægt að finna að því. Hin nýja tækni er ekki til bölvunar þótt hún kunni að gera tilteknum rekstri í hefðbundnu formi erfitt fyrir. Ekki hefðu menn viljað streitast gegn framþróun í fjarskiptum til að halda verndarhendi yfir jafn ágætri stétt og loftskeytamenn voru. Hafi fjölmiðlar hlutverk og vilja til að rækja það fjargviðrast þeir ekki yfir þeim breytingum sem verða, en leitast við að laga rekstur sinn að þeim.
Hin galopna fjölmiðlun sem birst hefur síðustu áratugina gefur margvísleg færi. Ekki aðeins þeim, sem sinnt hafa fjölmiðlum, heldur fjölmörgum öðrum, stórum og smáum. En hömlulítil víðátta netsins, með sínum miklu kostum, er því miður einnig síspýjandi ofurkraftur á gölluðu efni, rugli og rangfærslum, svo óhróður og ógeð af margvíslegu tagi séu ekki gerð að sérstöku umræðuefni. Opinberar eftirlitsnefndir eru þar engin fyrirstaða. Þær geta ekki annað en hengt sína tilveru á »gömlu« tegund fjölmiðlanna, þar sem þörfin á aðhaldi var minnst. Þær voru því orðnar úreltar nokkru áður en til þeirra var stofnað. En ríkisvaldið getur auðvitað haldið áfram að nota þær til að sóa fé, sem það hefur gaman af, sama hverjir sitja í stjórnarráðinu.
Leyfist allt
Allir sem fylgdust með farsakenndum tilfæringum á yfirstjórn 365 miðla fyrir fáeinum vikum vissu til hvers refirnir voru þar skornir. Hvert barn mátti sjá að þær miðuðu eingöngu að því að herða tök eigandans á fjölmiðlasamsteypunni og vantaði þó lítið upp á undirgefnina fram að því.
Allir, sem fylgst hafa með, vita jafnframt með hvílíkum ósköpum sá sami hefur notað sína fjölmiðla. Það er að segja kannski allir nema fjölmiðlanefnd.
Mörgum þótti, þegar sama aflið stýrði mesta einokunarhring sem sést hefur til í íslenskri viðskiptasögu og er þá SÍS ekki undanskilið, eins og samkeppnisyfirvöld litu á sig sem eina af deildum hringsins, og ekki þá sem hafði mest vægi innan hans. Þótt vöxturinn ykist hratt og sífellt lengra væri seilst lyftu þau aldrei sínum litla fingri, hvað þá lúkunni.
Ekki hefur, svo vitað sé farið fram nein athugun á því hvernig slík ósköp máttu gerast og væri þó ekki vanþörf á. Umgengni gömlu deildarinnar er með nákvæmlega sama hætti enn í dag, við það sem enn lýtur sömu stjórn.
Dagblað sem er gefið, troðið óumbeðið inn um póstlúgur landsmanna, með einn eiganda, er með öllu aðhaldslaust. Allt aðra sögu er að segja af áskriftarblöðum.
Í gær var birt yfir þvera forsíðu Fréttablaðsins lygafrétt með viðeigandi myndum um stofnun og raunar einstakling sem öll fjölmiðlasamsteypan hefur haft veiðileyfi á síðan ítök núverandi eigenda hófust þar, þótt um hríð væri logið til um eignarhaldið. Eitt símtal við viðkomandi, stofnunina eða einstaklinginn hefði tryggt að blaðið yrði ekki sér til skammar með breiðsíðu sinni. Þegar lygi blaðsins var afhjúpuð var þó ekki beðist afsökunar. Nei, þá var fréttastofa sjónvarps sama eiganda látin seilast í gamlan texta, sem Björn Valur Gíslason, af öllum mönnum, hafði soðið saman fyrir tveimur árum, til að reyna að réttlæta lygina.
Rándýr fjölmiðlanefnd lætur ekki slíka misnotkun til sín taka, enda er hún sjálfsagt orðin venjuhelguð eftir hálfan annan áratug af sambærilegum trakteringum.
Verri en Rússarnir?
Vegna framferðis Rússa í Úkraínu er það ríki skotspónn margra. Ráðamenn þar kölluðu slíkt sjálfir yfir sig. Þess vegna er hvað eina sem þaðan fréttist blásið upp sem enn eitt dæmið um illskuna sem þar þrífst. Rússneska þingið samþykkti nýverið, í verulegum ágreiningi þó, skref sem takmarkar rétt erlendra aðila til að eiga hlut í rússneskum fjölmiðlum. Er þar miðað við 20% sem hámark. Margir hrópa að þetta sé dæmi um það hvernig Pútín sé sífellt að herða tök sín á rússneskum fjölmiðlum. Rússneska ríkið hefur þótt hafa meiri áhrif á fjölmiðla eystra en hollt sé lýðræðinu. En þessi síðasta ákvörðun var þó ekki gott dæmi um það. Takmörkun á heimildum útlendinga í Bandaríkjunum er t.d. svipuð og þarna var ákveðið. En þar sem þessi lagasetning fær svona hörð viðbrögð umheimsins, hvað yrði þá sagt ef Pútín hefði reynt að fá lagaákvæði af eftirfarandi tagi samþykkt í Rússlandi:
»Íslenska ríkið hefur lögsögu yfir fjölmiðlaveitum«
»Ákvörðunum fjölmiðlanefndar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda«
»Fjölmiðlanefnd skal fylgjast með því að fjölmiðlaveitur fari að fyrirmælum laga þessara«
»Fjölmiðlanefnd getur lagt allt að 200.000 króna dagsekt fyrir hvern byrjaðan dag á þann sem: (Svo talið upp í 7 ýtarlegum stafliðum)«
»Fjölmiðlanefnd leggur á stjórnvaldssektir sé brotið gegn eftirtöldum stafliðum: (Svo talið upp í 18 stafliðum)«
Í lögunum segir svo að stjórnvaldssektir megi nema 10 milljónum króna!
Ekki er líklegt að Pútín forseti, í sinni þröngu stöðu, hefði dirfst að dúka sín borð með öðrum eins tilskipunum og þessum. Enda yrðu mannréttindafrömuðir þá lengi að ná sér, miðað við hrópin vegna takmarkana á eignarhaldi útlendinga í rússneskum fjölmiðlum.
Ekki er hérna beinlínis hrópað húrra yfir viðbragðsflýti ríkisstjórnar okkar, sem er líklega einhverjum öðrum umhugsunarefni. Ýmsum kann að vera þannig farið að vilja að kjörnir fulltrúar í meirihluta láti hendur standa fram úr ermum meðan þeir geta. En þetta er hugsanlega úrelt sjónarmið og að stjórnarandstaðan sé betri til að ráða ferðinni eins og til dæmis í aðildarumsóknarmálinu.
Allavega vekur tilvitnaður lagatexti um völd "fjölmiðlanefndar" hugsanlega spurningar hjá einhverjum. Það er ekki heiglum hent að segja eitthvað sem angraði þessa nefnd.
Vonandi kemur Mogginn út með Reykjavíkurbéfi líka um næstu helgi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
ÞAÐ eru miklu fleiri sem lesa Moggan en þú heldur Halldór.Og minn skilngur er sá að menn þurfi vart að vera læsir til að skilja það sem þar er skrifað.Við skulum vona að svo verði áfram.
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2014 kl. 00:00
Kanski er vandinn sá að sjálfstæðismenn lesi ekki Moggann. Og kanski er Mogginn bara orðinn framsóknarblað.Ef svo er verða sjálfstæðismenn að hugs sinn gang.
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2014 kl. 01:17
Og það er ljóst að fyrrum fyrir líði Sjörnunnar í fótbolta BB verður að fara að skora .Það er að koma hálfleikur.Kanski væri best að þjálfari íslandsmeistaranna verði fenginn i slaginn.
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2014 kl. 01:28
En vissulega er vörnin góð og aumingjarirnir hafa ekki náð að skora.Og Bjarni var alltaf góður í vörninni,Sennilega er þetta allt úthugsað hjá honum .Við treystum því.
Sigurgeir Jónsson, 20.10.2014 kl. 01:38
Katrín Jakobsdóttir var að reyna að sparka á markið. En flaug ekki ESB-skórinn með á eftir boltanum Sigurgeir?
Halldór Jónsson, 20.10.2014 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.