21.10.2014 | 09:12
Niður með lífeyrissjóðakerfið!
og veitum fólkinu frelsi til að velja.
Þetta kerfi hefur snúist fra því að vera fyrir fólkið í það að vera spillt valdabraskskerfi eins og sjá má í skrifum Agnesar í Mogga dagsins.
Hvernær var sú ákvörðun borin undir mig að lífeyri mínum í lífeyrissjóðnum sem ég var neyddur til að borga í, yrði ráðstafað í samningum milli manna sem ég þekki ekki. Að ríkið braskaði með tryggingagjaldið á þennan hátt.
Agnes Bragadóttir greinir frá deilum um einhvern VIRK "starfsendurhæfingarsjóð" sem sé fjármagnaður með framlögum úr lífeyrsisjóðum(les mínum lífeyri) og ríkissjóðs(les mínum skattpeningum).
Á árinu 2012 var loks bundið í lög að ríkissjóður greiddi þriðjungs framlag til starfsendurhæfingarsjóðs á móti lífeyrissjóðum og aðilum vinnumarkaðarins. Greiðslum ríkissjóðs var hins vegar frestað um eitt ár með óformlegu samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð fjárlaga fyrir árið 2014 gegn því að greiðslur ríkisins hæfust á árinu 2015
Hvaðan kom þessu liði heimild til að stela lífeyri frá mér og öðrum fyrir einhverja andlitslausa aumingja með sérþarfir? Var okkur sagt frá að svona væri hægt að gera eftir á þegar við vorum nörruð í þetta lífeyrissjóðakerfi sem helst hefur fært okkur bölvun og brask.sem allir sjá sem vilja? Kerfi sem hleður upp spillingu og valdapot andlitslausra gæðinga úr verkalýðsbraskinu sem enginn kaus til áhrifa?.
Verð ég ekki að segja bara fyrir mig: Niður með þetta spillta lífeyrissjóðakerfi og veitum fólki rétt til að standa utan við þann kommúnisma sem sífellt verður ágengari innan þess og VIRKar vel fyrir útvalda?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þetta kerfi er orðið að ófreskju. Vald lýfeyrissjóðanna, vegna þeirrar staðreyndar að þeir ráða yfir stæðstum hluta þess fjár sem til er í landinu, er skelfilegt. Og það vald er á fárra manna höndum, sem enginn hefur kosið, mönnum sem ekki þurfa að standa skil sinna gerða.
Það kom líka í ljós, eftir hrun, þegar sjóðirnir höfðu glatað um 500 milljörðum. Ekki tóku þeir sem sátu í stjórn þeirra ábyrgð, ekki tóku framkvæmdastjórnir þeirra neina ábyrgð, nei, sjóðsfélagar sjálfir þurftu að bera þann skaða!!
Hvaða kerfi ætti að taka upp í staðinn ætla ég ekki að segja til um, en möguleikarnir eru margir.
Fyrir það fyrsta mætti hugsa sér að á þá yrði sett stærðarmörk, þannig að aldrei gæt safnast saman á einn stað svo mikið fjármagn að stjórnvöld verði máttlaus. Samhliða því þarf að virkja eðlilega samkeppni milli sjóðanna, svo fólk geti valið sér þann sjóð sem það kýs. Afnema það einokunnarkerfi sem sjóðirnir búa við í dag.
Í öðru lagi mætti hugsa sér gegnumstreymiskerfi. Þá safnast ekki upp það gífurlega magn fjár sem sjóðirnir búa við í dag, heldur ráða þá sjóðirnir einungis yfir því veltufé sem þarf til reksturs og lífeyrigreiðslna. Slíkt kerfi yrði einfallt og gott.
Í þriðja lagi má hugsa sér val launþega, að þeir geti valið milli þess að greiða í lífeyrissjóð eða að versla við tryggingafélag um tryggingu og banka um söfnun til elliáranna.
Í fjórða lagi má vel hugsa sér að leggja alveg niður lífeyrissjóðina og leifa fólki að velja hvað það gerir við sinn pening. Þeir sem eru forsjálir kaupa sér þá tryggingu hjá tryggingafélagi og safna sér aur til elliáranna inn á bankareikning. Hinir sem ekki hugsa, munu þurfa að treysta á þá skömmtun sem stjórnvöld hverjum tíma ákveða til aldraðra og öryrkja. Miðað við hvernig stór hluti þjóðarinnar hagar sér, er þessi kostur kannski ekki raunhæfur.
Fleiri kostir eru auðvitað til, en ljóst er að núverandi kerfi gengur ekki.
Hvað sem gert verður eru þó tvö atriði sem þarf að hafa í huga.
Í fyrsta lagi er út í hött hvernig stjórnun sjóðanna er háttað, bæði að atvinnurekendur skuli fá þar sæti og eins hitt að eigendur þess fjár sem sjóðirnir geyma skuli ekki hafa beina aðkomu að skipan stjórnar.
Í öðru lagi þarf auðvitað að skattleggja það fé sem í þessa sjóði safnast, við innlögn í þá og að útgreiðslan verði skattfrjáls. Eins og kerfið er í dag eru sjóðirnir í raun að höndla með skattfé upp á fleiri hunduð, ef ekki þusund, milljarða króna. Þetta er svona svipað og ef atvinnurekandinn gæti leikið sér með vörslufé ríkissjóðs í allt að 50 ár, áður en því er skilað.
Lífeyriskerfið okkar er úrelt og vankanntar þess komu bersýnilega í ljós við bankahrunið. Það er mér með öllu óskiljanlegt að þetta kerfi skyldi ekki verið skorið upp strax í kjölfar hrunsins.
Þess í stað var gerð "rannsókn" á rekstri sjóðanna, rannsókn sem þeir sjálfir gerðu!!
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 21.10.2014 kl. 11:17
Um hvað ertu að tala Halldór?
Borgar þú í einhvern lífeyrissjóð? Færðu ekki borgað ÚR lífeyrissjóði?
Og VIRK, kynntu þér nú málið áður en þú ferð að orga á torgum um það. Það sparar margfaldlega útgjöld í örorkulífeyri miðað við kostnaðinn til þess og þeir sem fá aftur starfsþrek og fara af örorkulífeyri eru ekki "aumingjar", held hvorki á þinn mælikvarða né nokkurra annarra.
Þórhallur Birgir Jósepsson, 21.10.2014 kl. 12:41
Er bönkunum treystandi til að geyma söfnunarfé, eða tryggingafélögum? Ég held ekki. Einfaldast er að hækka greiðslur til sjóðsfélaga úr 64% í t.d. 80% launa, miðað við 32 árin, svo að ekki safnist fyrir of miklir peningar.
Það er talað um að safna til framtíðar, en hún er löngu komin hjá fjölda fólks.
Jón Thorberg Friðþjófsson, 21.10.2014 kl. 13:27
Þórhallur.
Þú átt ekki að sussa á umræðu um lífeyrissjóði. Hún er af hinu góða.
Til dæmis hvernig valið er í stjórnir sjóðanna og ábyrgð þeirra.
Hvers vegna Lífeyrissjóðirnir spiluðu með í bankabrjálæðinu og skerðingarnar sem af því hafa
hlotist og rýrt afkomu fjölda fólks.
Hvers vegna hreinn kommúnismi ræður kjörum eldri borgara en ekki réttindi sem það hafði fyrir að afla sér.
Þegar eitthvað er sem ekki má tala um þá er eitthvað slæmt á seiði.
Snorri Hansson, 21.10.2014 kl. 13:38
Þórhallur, það hlýtur að mega taka umræðu um málið. Og sú umræða hlýtur að spilast af því sem mönnum finnst um það. Eða ertu kannski hallur undir þá skoðun að ein ríkishugsun eigi að gilda í landinu?
Jón Thorberg, það er varla bitamunur á hvort meiri spilling var innan bankakerfisins eða lífeyrissjóðanna fyrir hrun.
Stæðstu eigendur og efstu stjórnendur bankanna hafa yfirgefið sviðið, nema kannski í dómssal, þó grátlega lítil breyting hafi orðið á rekstri þessara fyrirtækja.
Stjórnir og stjórnendur lífeyrissjóðanna verma hins vegar áfram sína þægilegu stóla og enginn þeirra þarf að mæta í dómssal, jafnvel þó þeim hafi tekist að tapa yfir 500 milljörðum króna, af fé sem þeir ekki áttu!!
Gunnar Heiðarsson, 21.10.2014 kl. 14:21
Já þið skammist mikið úþt í að atvinnurekendur séu með menn í stjórnum sjóðanna. Launþegar greiða ákveðna prósentu í þessa sjóði en atvinjurekendur greiða 50% hærra MÓTframlag og út á það MÓTframlag sitja þeir í stjórnunum og taka einnig að sér að skila báðum framlögunum til sjóðanna.
Ef þið viljið að eingöngu launþegarnir skipi stjórn sjóðanna þá er ég alveg viss um að atvinnurekendur væru bara fegnir að hækka laun launþeganna um mótframlagið en þá þyrftu launþegarnir sjálfir að sjá um innheimtuna fyrir sjóðina - atvinnurekendur tækju það ekki að sér - hvernig haldið þiðað skilin verði þá ? ?
Kristmann Magnússon, 21.10.2014 kl. 15:03
Kristmann, öll laun launþegans koma frá atvinnurekndanum, líka greiðslur í lífeyrissjóð, hvort sem það kallast hlutur launþegans eða atvinnurekandans við útgreiðslu. Um leið og atvinnurekandinn hefur innt þessa greiðslu af hendi er hún orðinn hluti launa launþegans.
Þá er vitað að mótframlag atvinnurekenda er til komið gegnum kjarasamninga. Væri það ekki greitt í lífeyrissjóð, má með sönnu segja að samið hefði verið um sambærilega launahækkun, á sínum tíma.
Það eru ekkert annað útúrsnúningar að halda því fram að "hlutur atvinnurekandans" í lífeyrisgreiðslum sé á einhvern hátt hanns eign, eftir að fyrir henni hefur verið unnið. Ekki hefur þessi greiðsla nein áhrif á rekstur fyrirtækja til framtíðar, en hins vegar er þetta helmingur þess sem lífeyrisréttindi launþegans byggir á.
Ástæða þess að atvinnurekendur sitja í stjórnum sjóðanna kemur iðgjaldsgreiðslum ekkert við, enda hefur þeim ekki alltaf verið skipt 50/50, eins og nú er. Ástæða þessa liggja allt aftur til þess er sjóðirnir voru stofnaðir, þá var það krafa atvinnurekenda af fá helming stjórnarmanna lífeyrissjóðanna til að stofnun þeirra gæti orðið að veruleika. Þarna má segja að atvinnrekendur gerðu sér greinilega grein fyrir því hversu mikið fjármagn myndi safnast saman, í framtíðinni, en að fulltrúar launþega hafi ekki áttað sig á því.
Þetta fyrirkomulag gekk í sjálfu sér ágætlega, allt þar til mis vel gefnir menn komust yfir öll hellstu fyrirtæki landsins, á árunum fyrir hrun. Þá sást líka vel hversu gallað þetta kerfi var, þar sem sumir atvinnurekendur, sem áttu góð ítök í stjórnir lífeyrissjóðanna, nýttu þá sem einskonar sparibók.
Því er það staðreynd að þegar bankahrunið varð og flest stæðstu fyrirtæki landsins lögust á hliðina, sum alveg á bakið með lappir upp í loft, töpuðust yfir 500 milljarðar úr sjóðum launþega.
Gunnar Heiðarsson, 21.10.2014 kl. 16:01
Nenni nú ekki að fara út í einhvern tittlingaskít við þig Gunnar minn en það yrði gaman að sjá hvernig launþegasamtökunum myndi vegna við að innheimta framlögin í sjóðina.
Kristmann Magnússon, 21.10.2014 kl. 16:26
Er mjög efins um skemmtanagildi þess - eins og reyndar liggur í orðum Kristmanns.
Eigi að síður, virðist mörg brotalömin í núverandi kerfi og aldur þess líklegast farinn að segja til sín.
Þorkell Guðnason, 21.10.2014 kl. 17:31
100% sammála ykkur Halldór og Gunnar. Vonandi er að þessi umræða fari að ná eyrum þeirra sem stjórna í þessu þjóðfélagi og þeir afgreiði ekki þetta risastóra mál með því að segja við þá sem gagnrýna það og vilja stokka upp - ,,en við erum bara með besta lífeyriskerfi sem þekkist". Þessi ,,rök" hef ég fengið að heyra oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þegar ég hef rætt þetta við alþingismenn og ráðherra.
Þórir Kjartansson, 21.10.2014 kl. 17:34
Hef oft velt þessu fyrir mér. Tel heppilegt að eitthvað „kerfi“ sé við líði og því sambandi hef ég hugsað það þannig. Við fæðingu verður stofnaður reikningur í Seðlabanka Íslands og er númerið kennitala viðkomandi einstaklings. Við fæðingu leggur ríkið inn sem svarar t.d. 50.000IKR inn á reikninginn, sem hefur lága vexti, t.d. 1.5% en er vísitölutryggður. Iðgjald verði greitt inn á reikninginn samkvæmt ákveðinni forskrift og er skattfrjáls. Það er hægt að fóðra það vegna lágra vaxta.
Við kaup á fyrstu íbúðinni, verði heimilt að taka út af þessum reikningi allt að 90% til íbúðakaupa, svipað og gert var í „den“, þegar sparimerki voru við líði. Eftir það verði hann lokaður aftur til elliáranna. Tryggja verður að ekki verði hægt að „gambla“ með þessa peninga.
Í lokin er viðkomandi eigandi fjármagnsins, eða erfingjar hans. Útfæra þarf endurgreiðsluplan við töku lífeyris, þannig að um mánaðarlegar greiðslur sé að ræða miðað við áætlaðan líftíma einstaklingsins.
Til að mæta óeðlilegum frávikum, t.d. vegna ótímabærra fjarveru af vinnumarkaði vegna veikinda, varanlegri örorku og að menn verið „óeðlilega“ gamlir, er greitt til Tryggingastofnunar ákveðið óafturkræft hlutfall til að mæt slíkum verkefnum. Langvarandi atvinnuleysi yrði ekki inni í þessum pakka.
Nú þegar væri hægt að hefjast handa við að breyta lögum. Síðan að stofna þessa reikninga í Seðlabanka fyrir þá sem eru í lífeyrissjóðum og færa inn í þetta kerfi. Nákvæmlega er vitað hvað hver og einn á þar. Eignir lífeyrissjóðanna verði seldar og eðlilegt að nota það fé inn í Tryggingastofnun til nefndra sérverkefna. Þeir sem ekki eru í neinum lífeyrissjóði, verði gefinn kostur á að greiða inn á sinn reikning framreiknaða upphæð, eða liggja utan þess ella.
Kosturinn er:
- Einfaldara kerfi, kostar lítið í utanumhaldi
- Ríkistryggt, ef fjármálalegt hrun verður, er allt tapað hvort eð er
- Ríkið (við sjálf) getur fengið lán hjá Seðlabankann til arðbærra framkvæmda, s.s. vegabætur og virkjanir
- Við eigum peningana, sem við höfum aflað í gegnum tíðna og fáum þá að lokum
Einhverjir vankantar eru efalaust á þessu, en þá er bara að sníða þá af.
Benedikt V. Warén, 21.10.2014 kl. 17:43
Frekar þunn rök að segjast "ekki nenna" að ræða málið, Kristmann.
Varðandi þau rök að atvinnurekendur telji það forsendu þess að þeir sjái um skil á lífeyrisgreiðslum, þurfi þeir að hafa yfirráð í stjórnum þeirra, þá getur vel verið að þeir séu svo barnalegir í hugsun. Það mætti þó leysa með einfaldri lagasetningu.
Hitt er svo aftur umhugsunarvert, þegar menn treysta ekki þjóðinni til einfaldra verka, eins og þú gefur í skyn. Færi svo að launþegar sjálfir þurfi að skila sínu gjaldi, þá skaðar það engann nema hann sjálfann, verði það látið drabbast.
Hitt er ljóst að mörg ljót gjaldþrot fyrirtækja hafa orðið í gegnum árin. Sammerkt með þeim flestum er að iðgjaldsgreiðslum til lífeyrissjóða hefur ekki verið skilað í töluverðann tíma fyrir gjaldþrot. Sum fyrirtæki hafa fengið að lifa ótrúlega lengi án þess að þessum gjöldum sé skilað. Að lokum fara þau svo í þrot. Þarna getur skaðinn fyrir launþegann orðið mikill, án þess þó að hann eigi nokkra sök á.
Benedikt, þessi hugmynd þín er vissulega þess virði að skoða. Kannski er málið ekki flóknara en einmitt þetta.
Gunnar Heiðarsson, 21.10.2014 kl. 21:22
Gunnar minn það eru nú sem betur fer ekki á valdi launþegahreyfinagar að setja lög í landinu, og aldrei nefndi ég að það væri forsenda þess að atvinnurekendur hefðu menn í stjórnum lífeyrissjóða að þeir innheimtu gjödin. Það er einnig vegna þess að MÓTframlag þeirra er 50% hærra en aunþegans. Og svo veit ég ekki annað en að um þetta hefði verið samið þegar þessir sjóðir voru stofnaðir.
Hvað viðkemur því að lífeyrisgreisðlur hafi ekki skilað sér til sjóðsins þá er það auðvitað að stórum hluta því að kenna að sjóðirnir eru ekki nógu harðir á innheimtu sinna gjalda.
Við í mínu fyrirtæki höfum ávallt skilað lífeyrirssjóðs-greiðslum samdægurs og við greiðum laun eða þá 1-2 dögum seinna og það sama á við um innheimtu opinberra gjalda af launum starfsmannanna. Alla vega er ekki hægt að kenna atvinnurekendum í stjórnum sjóðanna um slík vanskil, og þau munu örugglega ekkert batna þótt launþegar einir sjái um sjóðina.
Kristmann Magnússon, 21.10.2014 kl. 21:52
Einhverskonar gegnumstreymiskerfi held ég að væri lang besti kosturinn. Einfaldast öruggast og kostar minnst í rekstri. Hræðsluáróðurinn um hærra hlutfall lífeyrisþega í framtíðinni, virðist ekki eiga við rök að styðjast, því eftir því sem ég kemst næst er að koma inn í lífeyrissjóðina allt að helmingi hærri upphæð árlega en það sem út úr þeim er greitt. Þar virðist því vera mikið borð fyrir báru. Nú er ASÍ þing að hefjast og Ragnar Þór Ingólfsson sækist eftir kjöri sem forseti sambandsins. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á lífeyriskerfið o.fl., svo ég vona að þingfulltrúar verkalýðsins veiti honum brautargengi til meiri áhrifa.
Þórir Kjartansson, 22.10.2014 kl. 07:09
Það er hárrétt hjá þér Kristmann, er sá hluti sem sagður er launþegans er 4%, en svokallað mótframlagið 8%. En þetta hefur ekki alltaf verið svona. Lengst af voru báðir þessir hlutar 4%, þ.e. iðgjald launþegans til lífeyrissjóðs var samtals 8% af launum. Í kjarasamningum, á níunda áratugnum ef ég man rétt, var SAMIÐ um að sá hlutur sem kallast mótframlag skyldi hækka í 8%, að iðgjald launþegans til lífeyrissjóðs skyldi verða 12%.
Um iðgjaldið var vissulega samið þegar sjóðirnir voru stofnaðir, en það hefur verið samið um breytingar á því síðan, í tengslum við kjarasamninga.Þetta er því óumdeilanlega hluti kjara launþega, hvort sem það kallast mótframlag eða eitthvað annað.
Ekki ætla ég að efast um að þitt fyrirtæki skili öllum lífeyrisgreiðslum á réttum tíma. Vel rekin fyrirtæki standa ætið skil af öllum gjöldum á réttum tíma. Og sem betur fer er stæðsti hluti fyrirtækja landsins vel rekin.
En því miður er það ekki algilt og allt of mörg fyrirtæki eru illa rekin. Þegar þau lenda í vanda eru það gjarnan lífeyrisgreiðslurnar sem fyrstar verða útundan. Þessi fyrirtæki fara oftast á hausinn og oftast tekst skussunum sem þau ráku að ná sér í nýja kennitölu og byrja sama leikinn upp á nýtt.
Launþegarnir sem hjá þeim unnu þurfa hins vegar að bera skaðann af skertum lífeyrisréttindum.
Gunnar Heiðarsson, 22.10.2014 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.