Leita í fréttum mbl.is

Leiðir til útgjalda og álags

í stjórnkerfinu að innleiða tilskipanir frá ESB að því er stendur í Mogga.
"Stjórnkerfið hefur ekki undan við innleiðingu tilskipana frá ESB og kvarta opinberir starfsmenn undan því að hafa hvorki fé né mannafla til að fylgjast með reglugerðunum.

 

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er óánægja meðal starfsmanna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna aukins álags við innleiðingu tilskipana. Það álag hafi aukist með fækkun starfsfólks.

 

Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir tilskipanir og gerðir frá Evrópusambandinu útheimta mikla sérfræðivinnu.

 

Ráðuneytið þyrfti að hafa »meiri mannafla og getu til þess að fylgjast með því hvaða gerðir eru í farvatninu og hverjar eru til meðferðar í sérfræðinganefndum ESB«.

 

Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir æskilegt ef stofnunin gæti sent fulltrúa sína til Brussel vegna tilskipana í vinnslu.

 

»Okkar starfsfólk sækir ekki fundi í Brussel þegar reglurnar eru á vinnslustigi. Það væri mjög æskilegt að geta komið að málum... Við höfum ekki tök á því. Það er til lítið af fjármunum,« segir Jón."
Þá hafa menn það. Það vantar meiri peninga frá okkur skattgreiðendum svo ráðuneytisfólkið geti verið á kost og logis á dagpeningum í Brussel að búa til reglugerðir. Þeir eru bara að kikna undir vinnuálaginu!!  Að hugsa sér.
Er reglugerð um samlokubann frá Tyrklandi það sem þjóðin þarfnast mest? Eru þessar tilskipanir óumbreytanlegt náttúrulögmál? Hafa þessar tilskipanir ekki orðið okkur til stórrar bölvunar frekar en hitt sbr. Orkusölulögin? Schengen og allt það líka.
Af hverju hættum við þessu bara ekki og tökum bara upp það sem okkur sýnist vera til bóta? Eða segjum bara samningunum upp? Þá getum við bara sagt þessu liði í ráðuneytunum að hvíla sig í stað þess að kosta þá til Brussel. Þá þurfa þeir ekki lengur að brjóta bak sitt fyrir okkur skattgreiðendu sem kærum okkur hvort sem er ekkert um glærar ljósaperur, ónýtar ryksugur eða vatnsparandi sturtuhausa.
Af hverju hættum við því bara ekki að láta þessar tilskipanir leiða okkur til útgjalda og álags?. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Ég sé Halldór minn að þú hefur ekki enn farið og leigt þér "Grumpy old men" spóluna ! ! !

Skv. Spiegel segir að EF Evrópa myndi á einum degi skipta út öllum gömlum ljósaperum fyrir nýju sparperurnar, þá mætti loka ÖLLUM kjarnorkuverum í Evrópu. Og þar sem ég er nú fv. ryksugusali þá þykir mér mjög vænt um að geta sagt verkfræðingnum að wattafjöldi segir ekkert um sogkraft í ryksugum. Sogkraftur getur verið miklu meiri í ryksugu með minni wattafjölda en í þeirri sem er með mikinn wattafjölda.

Þetta með sturtuhausana þurfum við svo sem ekkert á að halda, en þetta er nú samt í lögum hjá vinum þínum í USA og það eru ekki allir eins ríkir af vatni eins og við Íslendingar.

Fáðu þér svo spóluna eða taktu eina Valium vinur minn

Kristmann Magnússon, 22.10.2014 kl. 12:49

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi minn ágæti ryksugusali. Auðvitað dregur þín ryksuga meira á færri wöttum en sú sem samkeppnin selur. Annars værirðu ekki sá gróðapungur sem þú hefur verið. Sogkraftur myndi áreiðanlega fara eftir lofthraðanum sem vakúmið myndar og þá sýgur grennri barki líklega meira. Já, þú trúir enn á ESB eins og sannur krati.

Ertu búinn úr þínu valíumglasi?

Ég hef séð myndina og finnst hún minna mig talsvert á þig og afstöðu þína í pólitík og til viss stjórnmálaflokks. Ég man alveg eftir þér áður en þú fórst í fýluna við Verslunarráðið og Sjálfstæðisflokkinn í framhaldi. Varstu ekki svo í Borgaraflokknum með Berta vini mínum, voruð þið ekki saman í kaffinu á Skólavörðustígnum í skuggaráðuneytinu?

Halldór Jónsson, 22.10.2014 kl. 13:33

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Halldór minn

ég skal bara horfa á myndina með þér og hjálpa þér að skilja hana ef enskan er eitthvað að þvælast fyrir þér. ! !

Löngu hættur á valíum - þurfti það ekki lengur eftir að ég fór úr Verslunarráðinu og flokknum þínum.

En bara svo að þú munir af hverju ég fór úr þessum tveimur þá var það ekki vegna fýlu heldur vegna svika á báðum stöðunum.

Framkvæmdastjórinn í Verslunarráðinu vann með okkur að tolla og vörugjaldsmálum en vann svo á móti okkur þegar hann var skipaður formaður efnahags og viðskiptanefndar á Alþingi þangað sem hann átti aldrei að fara. Sama var um flokkinn - hann (Lesist Friðrik Sófusson) sveik það sem hann hafði lofað og þá hafði ég enga löngun til að vera innan um slíka menn lengur.

Jú ég studdi Albert vin okkar og jú hann var í kaffinu hjá okkur í tugi ára bæði á Skólavörðustígnum, Bwrgstaðar-strætinu og í Borgartúninu - og þú hefðir örugglega orðið betri maður ef þú hefðir litið bara einstöku sinnum við í kaffið !

Kristmann Magnússon, 22.10.2014 kl. 14:44

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi, svei mér ef þú hefðir ekki getað verið í hlutverki í myndinni sem þú vitnar til. Þú hefðir ekki þurft að leika en samt skyggt á Walther Mathau eða hvað hann heitir leikarinn.

Já, ég átti erfitt með að skilja hvernig Villi komst upp með þetta sem hann gerði. Ég hélt að það væri vegna þess að hæfileikar hans væru svo yfirþyrmandi að vesælir kramarar eins og þú hefðu ekkert í hann þarna í Ráðinu, doktor og allt það. Svo er Villi bara skemmtilegur fýr og fróður og veit margt um hagfræði sem ég vissi ekki þá.

Nú sér maður, auðvitað allt of seint, að alþýðuspekin er líka hagfræði þannig að maður hefði átt að hafa meiri vara á sér. En það er of seint að grípa í ...

Albert var vinur minn og mér var alltaf hlýtt til hans. Þú varst ekki fluttur í Skeifuna áður en hann dó var það? Albert lánaði okkur toll til að kaupa ný framleiðslutæki, hann var þannig ljósárum á undan venjulegum Sjálfstæðismönnum og kerfiskurfum í ráðuneytinu. Hann var vinur litlamannsins og það skildum við. Hann byggði Sjálfstæðishúsið með berum hnefunum og skilaði því skuldlausu til flokksins sem seinni tíma leiðtogarnir eru núna búnir að veðsetja upp í rjáfur. O tempora o mores.

Já hann Friðrik og báknið burt. Maður var bláeygður í þá daga og er kannski enn. En Friðrik var alltaf næs og huggulegur og mér líkaði vel við hann. En ef maður svo lítur á ferilinn síðan, þá fer ég að spyrja mig spurninga um það hvort þú sért nokkuð alvitlaus þegar maður skoðar in í hausinn á þér.

Ég hefði áreiðanlega batnað af því að koma í kaffið til þín. Verkurinn var að þú bauðst mér aldrei sem svo margir aðrir því maður var ekki í elítunni ykkar þarna inni í Reykjavík.

Þá fannst mér gott að koma á vettvang Sjálfstæðisflokksins því þar hitti maður marga frjálshyggjumenn og minni spámenn. Þú hefðir getað bætt þann hóp en kaust fýluna og pólitísku útlegðina og einveruna sem er synd og skömm, því þú ert langt í frá alvitlaus Mannsi minn . Enda hvernig hefði öðruvísi getað hafa verið eftir að hafa kynnst mér í bæði í litlu og stóru deildinni hjá vorum forna lærimeistara Ísaki Jónssyni og blessuð sé minnig hans, Við berum stoltir okkar lærdómstitila sem kandidatar í lífsins skóla. Ætli við þurfum fleiri upphefðir héðan af?

Halldór Jónsson, 23.10.2014 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband