22.10.2014 | 09:03
Ofbeldi Essbjarnar og DagsBé
við Reykjavíkurflugvöll er farið að ganga gersamlega fram af fólki.
Þetta tvíeyki sem fólkið kaus frá en fékk samt vegna þess að þeir keyptu sér einfaldlega Píratahækju með Borgarpeningum, hefur einbeittan brotavilja við það starf sitt að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll með einum eða öðrum hætti.
Leifur Magnússon skrifar upplýsandi grein um þetta ferli í Morgunlaðið í dag. Ég hvet fólk til að kynna sér málið með því að lesa greinina. Og fyrir þá sem trúa Fréttablaðinu um að enginn lesi Moggann þá er greinin hér:(bloggari feitletrar að vild)
" Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur er nú með til umfjöllunar að heimila fasteignafélögunum Valsmönnum hf. og Hlíðarfæti ehf. að hefja strax framkvæmdir á svonefndu Hlíðarendasvæði, og þá samkvæmt skipulagi, sem hefði í för með sér lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Slík samþykkt þarf síðan staðfestingu bæði borgarráðs og borgarstjórnar.Við lokun flugbrautarinnar lækkar nothæfisstuðull flugvallarins, skilgreindur samkvæmt ákvæðum ICAO og Reglugerðar um flugvelli nr. 464/2007, úr 98,2% í 93,8%, og þar með niður fyrir það 95% lágmark, sem í þeim ákvæðum eru tilgreind. Árleg viðbótarlokun flugvallarins verður því 16 dagar. Á þeim dagafjölda þurfa sjúkraflugvélar Mýflugs almennt að flytja 24 stórslasaða eða fársjúka til Reykjavíkur, og að jafnaði er helmingur flugferðanna skilgreindur sem forgangsflug, þ.e. engan tíma megi missa við að koma sjúklingi í sérhæfða meðferð á Landspítala.
Hvernig gat það gerst að örfáir stjórnmálamenn í sveitarstjórn gætu tekið slíka afglapaákvörðun um miðstöð innanlandsflugsins? Hefur þessi hópur ekki réttar upplýsingar á sínum borðum, eða skilja þeir ekki alvöru málsins? Hafa þeir allir náð að kynna sér þær ítarlegu athugasemdir, sem borginni bárust, m.a. frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Icelandair Group og flugfélaginu Mýflugi og læknisfræðilegri þjónustu sjúkraflugs? Einnig frá samtökunum Hjartað í Vatnsmýri, sem tjáðu sig fyrir hönd þess 69.791 landsmanns, sem í sumarlok 2013 undirritaði eftirfarandi áskorun til Reykjavíkurborgar og Alþingis: »Við leggjumst gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýri og skorum á Reykjavíkurborg og Alþingi að tryggja öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.«
Hvernig má það vera, að Alþingi og ríkisstjórn sitji hér hjá nánast máttlaus gagnvart slíku gerræði nokkurra borgarfulltrúa, sem hafa að yfirlýstu markmiði að flugvelli höfuðborgarinnar verði hið fyrsta lokað? Hluti skýringar er væntanlega sú staðreynd, að nú sitja í lykilembættum innanríkisráðherra og forstjóra Samgöngustofu tveir fyrrverandi borgarstjórar Reykjavíkur, sem báðir höfðu á sinni stefnuskrá að flugvellinum skyldi sem fyrst lokað. Það er dagljóst, að ekki er að búast við miklum vörnum fyrir flugvöllinn úr þeim tveimur stofnunum ríkisins á meðan svo hagar til.
Í því skjali án fyrirsagnar, sem Hanna Birna innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu ein og sér 25. okt. 2013, í kjölfar ákvörðunar fleiri aðila um skipun verkefnisstjórnar undir formennsku Rögnu Árnadóttur, er í inngangi skjalsins lögð sérstök áhersla á að um sé að ræða vinnu »í samræmi við áður undirritaða samninga«, án þess að þeir séu þar nánar tilgreindir. Í bréfi innanríkisráðuneytis til Isavia ohf., dags. 30. des. 2013, eru hins vegar tilgreindir fimm meintir »samningar« frá árunum 1999-2013. Svo vill til, að öll umrædd fimm skjöl eru með öllu gildislaus hvað varðar hugsanlega lokun flugbrautar 06/24.
Rétt er að minna enn á ný á eftirfarandi ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem formenn beggja flokkanna kynntu 22. maí 2013: »Reykjavíkurflugvöllur er grundvallarþáttur í samgöngum landsins. Til þess að hann geti áfram gegnt því mikilvæga þjónustuhlutverki, sem hann hefur gegnt gagnvart landinu öllu, þarf að tryggja framtíðarstaðsetningu hans í nálægð við stjórnsýslu og aðra þjónustu.«
Ætla formennirnir tveir að sætta sig við að þetta reynist aðeins innihaldslaust hjal? Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál eins ráðherra. Um tilvist hans og framtíð þarf öll ríkisstjórnin að fjalla. Heilbrigðisráðherra fer með yfirstjórn sjúkraflugs. Er hann sáttur við þá alvarlegu skerðingu, sem það verður fyrir við lokun flugbrautar 06/24? Niðurstaða formlegs áhættumats, sem Isavia ohf. lauk við 8. apríl sl., og sendi til innanríkisráðuneytis, var sú, að lokun flugbrautar 06/24 var metin »óásættanleg« og jafnframt vakin athygli á því að nothæfisstuðull flugvallarins færi niður fyrir 95% lágmarkið. Í áhættumatinu kom einnig fram, að velferðarráðuneyti (heilbrigðisráðuneyti) er ætlað að veita sérstaka umsögn um áhrif lokunar flugbrautarinnar á sjúkraflugið. Hefur innanríkisráðuneytið upplýst velferðarráðuneytið um þennan þátt, og liggur umsögn þess um sjúkraflugið fyrir?
Samkvæmt skipulagslögum hvílir sú skylda á sveitarfélögum, að þau láti gera skipulag. Þeim ber síðan að senda skipulagstillögur sínar til Skipulagsstofnunar ríkisins til staðfestingar. Eftir atvikum er það síðan í höndum þeirrar stofnunar eða umhverfisráðherra sjálfs að veita slíka staðfestingu. Umhverfis- og auðlindaráðherra er æðsti yfirmaður skipulagsmála landsins. Er hann sáttur við að eftirláta forstjóra Skipulagsstofnunar að staðfesta stórgallaðar tillögur Reykjavíkurborgar að nýju aðalskipulagi og deiliskipulagi flugvallarsvæðisins? Hefur hann kynnt sér þá afstöðu, sem forstjórinn hefur haft til Reykjavíkurflugvallar, og fram kom í erindi hans á »Málþingi um flugmál«, sem Háskólinn í Reykjavík efndi til 19. janúar 2012?"
Örfáir Borgarfulltrúar er athyglisverð upplýsing.
Þarna eru nefnilega aðallega tveir menn á ferð sem misnota aðstöðu sína með keyptum málaliða. til að berja fram sín hugðarefni í andstöðu við 70 þúsund manna undiskriftalista og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og meirihluta Alþingis. Hvernig má það vera að hægt sé að valta svona áfram eins og óstöðvandi herveldi sem mylur allt undir sér? Hvar er Jón Gunnarsson með eignarnámsfrumvarpið ?
Eru allir landsmenn, ríkisstjórn og Alþingi varnarlausir fyrir ofbeldi þessa kalífats Essbjarnar og DagsBé?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Frábær grein hjá Leif og gott hjá þér að ýta við þessu - þetta er stærra mál en menn gera sér grein fyrir
Kristmann Magnússon, 22.10.2014 kl. 14:46
Þakklátur fyrir greinina.
Getur þú ekki skrifað styttri greinar og oftar?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.10.2014 kl. 19:32
Takk fyrir það Mannsi
Leifur og annað efni stjórna lengdinni Heimir.
Halldór Jónsson, 23.10.2014 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.