Leita í fréttum mbl.is

Hýr á fundum hanastéls,

hans er lund úr skapi sels.

Bregst ei sprund í byljum éls,

Bárði kundi Daníels

Faðir minn heitinn kenndi mér þessa vísu sem hann ssaði hafa verið orta á RARIK í den. Ég held að höfundurinn hafi verið Elías Mar og yfrkisefnið var minn góði lærimeistari Bárður Daníelsson arkitekt og verkfræðingur. Hann kenndi mér aðra eftir sama mann sem var svona:

Anta jafnan etur bus.

Einnig Pega ríður sus.

Spíri því ei teygar tus

Thorla kappinn snjall cíus.

Kannast einhver við þetta, höfundinn og  Thorlacíus þennan eða eitthvað meira um tildrögin? Áreiðanlega hefur skáldið ort um fleiri samstarfsmenn þarna á RARIK en þar kynntist ég mörgum höfuðsnillingnum eins og hann Árni Jóh brúasmiður kallar þá sem fram úr skara og hefðu þessvegna getað verið yrkisefni svo lipru skáldi sem vísurnar orti.

Jahá, það er langt síðan maður hefur komið á hanastélsfund eftir að bjórið og léttvínsgutlið komst í tísku. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Stefán Jónsson fréttamaður kom stundum í kaffið hjá okkur í Pfaff og hann fór einmitt með seinni vísuna hér að ofan og sagði okkur að Elías Mar hefði ort þetta til kunningja síns, en því miður veit ég ekki hver það var. Hann var mjög hrifinn af þessum slitruhætti og lýsti sjálfum sér svona:

Ste var raftur fylli fán

fót tré brúka kunni

fá er ordinn alveg bján

í af mennsku þing unni

Hann sagðist eiginlega ekki viðurkenna slitru nema hún væri í hverri hendingu og þessi er úr fyrstu kosningabaráttu áður en hann var kosinn á þing 1974

Vits er muna ekki án

eykur halds í grandið

staur á sínum fæti fán

fer Ste yfir landið

Stefán taldi sig upphafsmann slitruháttar og hér er sennilega fyrsta slitran sem hann orti þegar Pálmi á Akri bauð sig fram 1963 eða 1967. Stefán var Austfirðingur og hafði gaman að bera fyrir sig flámæli þótt það væri reyndar óþarfi í þessari slitru nema til að ná fram jarmhljóði í fyrstu hendingunni:

Pál er ungur maður me

mjög fram skæður sókninne

Al vill sitja á þinge

at mun hljóta mörg kvæðe

Og að lokum er hér ein slitra eftir Böðvar Guðmundsson um Kim Il Sung:

Kim er okkar kær Il Sung

Kóre stýrir Norður u

Aug hann dregur a í pung

Amerí fór í stríð við ku

kær kveðja

Kristmann Magnússon, 30.10.2014 kl. 23:26

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja takk fyrir Mannsi, þetta var skemmtilegt að fá.Á ekki að standa fán í þriðju línu? fán er orðinn alveg bján

Halldór Jónsson, 31.10.2014 kl. 12:16

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

Það fór þó aldrei svo...

Skyldu KandÍsarnir hafa komist í sama hænsnadallinn? Það fer svo vel á með þeim -

Allt virðist fallið í ljúf löð. Í stað þess að skattyrðast að venju, er vandséð að hnífnum yrði komið á milli þeirra - a.m.k. ekki í bili

Þorkell Guðnason, 31.10.2014 kl. 14:02

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er allt í lagi með Mannsa svo lengi sem hann heldur sig í burtu frá Sjálfstæðisflokknum, það samneyti þolir hann ekki

Halldór Jónsson, 1.11.2014 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband