Leita í fréttum mbl.is

Er einhver leið út?

úr þeim lás sem þjóðfélagið er að lenda í vegna kjaradeilna?

Er einhver sem efast um að, að tugaprósenta hækkun taxtalauna hjá einni stétt muni að miklu leyti skila sér út til annarra stétta? Læknahækkun leiði til hækkunar sjúkraliða og flugumferðarstjóra? Skyldu ekki vera til þeir hagspekingar meðal vor sem geta reiknað út hver verðbólgan verður að ári liðnu ef samið yrði strax um ítrustu kröfur sem uppi eru? Kostnaður af vinnustöðvunum hlýtur aukinheldur  að vera í hlutfalli við lengd þeirra. 30 daga stöðvun tekur um eitt ár að vinna  upp með 10 % taxtahækkun án verðbólgu.

Það er líklega tómt mál að biðja fólk núna um að frysta allt kaup í landinu gegn því að gengi krónunnar verði hækkað með handafli um 10 %. Sem myndi bæta lífskjör allra launþega  í landinu  um svipað hlutfall. Auðlindagjald á útflutning má kalla þetta. Þetta myndi lækka verðtrygginguna og lánin. Rýra hagnað bankanna.

 Fólkið vill ekki slíkt. Það vill aðgerðir og taxtahækkanir. Það vill líka fá laun í verkfallinu og telur slíkt réttlæti. Það er þá líka tómt mál að tala um að samið sé um að öll laun í landinu skuli hækka um hver næstu 12 mánaðarmót um rúmt 1 %. Engin verkföll heldur árangur. Allavega til að byrja með.

Fyrstu mánuðina mynd fólk finna fyrir batanum. Á meðan ganga kjaraviðræðurnar af auknum þunga og hetjur ríða um héruð. Hægari hreyfing í stað stórsjóa og brimskafla. Eða verður einn alltaf að fá meira en annar? Sá hærri meira en sá lægri?

Af hverju skyldi þetta vera óhæf lausn?

Af hverju skyldi þetta vera ófær leið út úr öngþveiti kjaradeilnanna framundan? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband