Leita í fréttum mbl.is

Blackwater

er heiti á verktakafyrirtæki sem varð nokkuð víðkunnugt í Íraksstríðinu.

Ég heyrði í RÚV allra landsmanna í Speglinum í gær að þetta fyrirtæki myndi hugsanlega koma að því að fást við Ríki Íslams. Það virðist nefnilega erfitt að ná sambandi við það með loftárásum einum. 

Stjórnmálaflækjurnar á þessum slóðum eru með þeim hætti að erfitt er að greina fylkingar í góða og vona kalla. Góðir eru þeir sem styðja Bandaríkinn og okkur en hinir eru auðvitað vondir.  Tyrkir eru góðir bandamenn okkar en allskyns frændsemi blandast víst í málið hjá þeim þannig að þeir sitja hjá. Ríki Íslams er víst farið að styðja Assad sem er yfirlýstur vondur kall svo að málið er eiginlega fjandi erfitt. Langtíma pólitíska markmiðið er að tryggja að enginn hafi sigur svo að óbreytt ástand haldist sem lengst. Enda olíuverð hríðlækkandi eins og maðurinn bendir á sem vill ekki að Íslendingar séu að leita að olíu. 

Þetta verður þá líklega að leysa með útboði til verktaka. Þó fróðlegt yrði að þá útboðskýrslu þá er ekki víst að svo verði hægt.  Hugsanlega verður þetta þá  svokallað  lokað útboð eins og tíðkast hjá sumum íslenskum sveitarfélögum til notkunar á gæludýramarkaði. 

Kemur þá röðin að Blackwater? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband