Leita í fréttum mbl.is

Kópavogur verði kjördæmi

var hugmynd sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi nú fyrir stundu. Menn bentu á að Kópavogur væri 10 % af þjóðinni og hefði bara 1 þingmann af 63.  

Á fundinum var rætt um nauðsyn þess að flokksmenn styddu við kjörna fulltrúa sína en stæðu ekki opinberlega í niðurrifi.  Á móti komu fram sjónarmið að þeir forystumenn sinntu ekki flokksmálefnum. Til dæmis  þar sem bæði formaður, varaformaður og 2. varaformaður  hefðu orðið ráðherrar svo að enginn væri eftir í Valhöll til að sinna flokksstarfi.  Fundinum leist illa á hugmyndir um að embætti 2. varaformanns yrði lagt niður og að miðstjórn skipaði í málefnanefndir. Taldi þetta algerlega á valdi Landsfundar en ekki annarrs staðar.

Mikið líf var á fundinum þó enginn sérstakur framsögumaður hefði verið til fenginn. Fram kom að bragurinn á bæjarstjórn Kópavogs hefði batnað mikið með fækkun bókana og þá betri undirbúningi bæjarstjórnarmanna. Menn hafa áhyggjur af áhugaleysi fyrir kosningum sem væri orðinn áberandi í þjóðfélaginu án þess að sérstakar lausnir væru í sjónmáli.

En Kópavogskjördæmi er greinilega eitthvað sem vekur áhuga fólks. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband