Leita í fréttum mbl.is

Jón Gnarr Forseti?

er hugmynd sem menn velta fyrir sér. Jón segist hugsa með fjölskyldu sinni hvort hann eigi að ráðast í framboð. Samkvæmt þeirri frétt telur hann sig greinilega eiga erindi í það embætti. Spurning verður hversu margir taka undir það álit hans.

Forseti getur lent í margvíslegum uppákomum eins og málin sanna. Spurning er hvernig Jón Gnarr hefði tekið ítrekað  á Icesave  málinu? Eða fjölmiðlafrumvarpinu fyrra? Hverjum hefði hann falið stjórnarumboðið 2009

Hvernig einstakling þarf í embætti Forseta?

Þarf einhvern sérstakan til að halda ræður á 17. júní fyrir ættjörðinni?  Eða geta fleiri það? Skiptir það máli hvort Forsetinn er karl eða kona?

Þarf einhvern einstakling með pólitíska reynslu til að sjá í gegn um boðaföll á alþjóðasviðinu?

Þarf einhvern sérstakan til að geta talað máli þjóðarinar í erlendum sjónvörpum ?

Hugsanlega vegur einn þáttur öðrum meira þessa stundina en allt  annar hæfileiki hina.

Stundum getur þurft þennan hæfileika, stundum hinn.

Maður flestra tíða eins og Thomas Moore hefði hugsanlega forskot á hvern annan. Það gæti þurft   Florence Nightingale til að tefla inn í hann. Stundum þarf eitthvað einfalt en óvænt sem hittir í mark.

Það er ekki á vísan að róa þegar menn velta slíku fyrir sér.

Það er líka athugandi að bjóði sig fleiri en tveir fram sé heppilegra að  kjósa tvisvar til að ná einingu meða þjóðarinnar.  Þannig komi þjóðarviljinn tærar fram en hugsanlegur minnihlutaforseti. 

Altt eru þetta bollaleggingar sem menn nálgast með nisjöfnum hætti.  Sumir með ísköldu og yfirveguðu  mati. Aðrir slá bara platt og krónu eða kæra sig kollótta.

Jón Gnarr Forseti? Er það nokkuð fráleitt? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvenær var þessi könnun gerð og af hverjum en menn hafa komið til mín með sömu hugmynd geta allir sagt. Eru undir heimar í gangi sem ljúga að almenningi í þessum efnum. Ég segi að þetta sé lygi ein að eihverjir vilji Gnarr. 

Valdimar Samúelsson, 1.11.2014 kl. 21:43

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Á forsetinn ekki að vera fremstur á meðal jafningja?

Þegar að "skipstjórinn er valinn á skútuna" þá er gott að hafa í huga;

hverjum þú myndir treysta fyrir lífi þínu við óvissu-aðstæður?

Jón Þórhallsson, 1.11.2014 kl. 22:02

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég las þetta í Fréttó held ég bara í gær eða hinn Valdimar.

Jú Jón, og samnefnari. Er ekki Jón Gnarr prýðilegur samnefnari þjóðarinnar?

Halldór Jónsson, 1.11.2014 kl. 22:04

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nei; allir aðrir en gay-pride-trúðurinn gnarr.

Jón Þórhallsson, 1.11.2014 kl. 22:07

5 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Fróðlegur og gagnlegur pistill og áhugaverðar pælingar hjá þér Halldór. Hef einnig verið að velta fyrir mér hverjir gætu komið til greina sem forsetaefni, þar sem byrjað er að ræða þetta á öldum ljósvakans. Ekki einfalt mál að koma augastað á einhvern sem væri yfirburða frambærilegur. Karl eða kona skiptir ekki máli.

Þó að nýr forseti hefði ekki mikla reynslu úr stjórnmálum, þá hefði nýr forseti alltaf viðeigandi ráðgjafa til taks. Og nýr forseti sem hefði reynslu einhvers staðar úr atvinnulífinu, þá er 17. júní ræða barnaleikur m.v. það að takast á við eitthvað á borð  við Icesave og svoleiðs.

Þetta með að tala í erlendum sjönvörpum, eins og ÓRG hefur oft gert, en hann er góður enskumaður, þá væri það góður kosur ef nýr forseti hefði þokkalega málakunnáttu á erlendu tungumáli (eða málum).

Er sammála þér um að kosið yrði tvisvar ef margir byðu sig fram, þannig að tveir efstu kepptust um titilinn í síðari kosningunni. Þetta er aðferð sem er viðhöfð í mörgum löndm, þó að ég muni ekki í svipinn hvaða lönd þetta eru. En stutt er síðan að maður heyrði í fréttum af svona seinni kosningu til forseta.

En þú nefnir einhvern Thomas Moore sem myndi hafa forskot á hvern annan í svona framboði. Áttu þá við írska ljóðskáldið eða hvað?

En þú hittir nagnalnn á höfuðuð þegar þú skrifar að "stundum þarf eitthvað einfalt og óvænt sem hittir í mark." Þetta má reyndar segja um framboð Jóns Gnarr í borgarstjórnarkosningunum á sínum tíma.

Og það hefur sýnt sig í forsetakosningum hér á landi í gegnum tíðina, að þeir sem bjóða sig fram og eru þjóðþekktir gegnum fjölmiðla hafa náð góðri kosningu:

Kristján Eldjárn - hann var með fornleifaþætti í sjónvarpinu. Vigdís Finnbogadóttir sá um frönskukennslu í sjónvarpinu. Og Ólafur Ragnar var þekktur stjórnmálamaður og hafði áður fyrr stjórnað pólitískum umræðuþáttum í sjónvarpinu. Og þar fór hann á kostum á sínum tíma, þegar hann talaði við erlenda stjórnmálamenn í beinni útsendingu, enda er hann góður málamaður.

 fleiri en tveri bjóði sig fram, þ.e. að tveir efstu

Ingibjörg Magnúsdóttir, 1.11.2014 kl. 22:43

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Ingibjörg.

Thomas More - Wikipedia, the free encyclopedia

en.wikipedia.org/wiki/Thomas_More

Þýða þessa síðu

Sir Thomas More (/ˈmɔr/; 7 February 1478 – 6 July 1535), known to Roman ...... Gushurst-Moore, André (2004), A Man for All Eras: Recent Books on Thomas ...

A man for all eras.

Halldór Jónsson, 2.11.2014 kl. 10:30

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Hann reif kjaft við Hinrik 8. sem var nú þekktur að því að svara afgerandi og Moore þessi missti hausinn í Tower. Páfinn gerði hann svo að dýrlingi

Halldór Jónsson, 2.11.2014 kl. 10:35

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Hann er verndardýrlinur stjórnmálamanna eins og td.Jóns Gnarr. Hann er talinn númer 37 í röð yfir 100 mestu Breta

Halldór Jónsson, 2.11.2014 kl. 10:36

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég held ég myndi frekar kjósa Ástþór, Jón Gnarr er of hrokafullur fyrir þetta starf, hann myndi móðga meirihlutann af plánetunni í okkar nafni.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.11.2014 kl. 11:00

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég var alveg búinn að gleyma Ástþóri. Svo var líka hann Baldur áhugasamur.

Halldór Jónsson, 2.11.2014 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 3420597

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband