Leita í fréttum mbl.is

Um hvað snérist Icesave?

í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum?

Jú,  Þjóðin afsagði að borga Icesave. Í tvígang.

En hafði hún eitthvað  vald til að banna öðrum að borga skuldina sem ég og aðrir eigendur Landsbankans stofnuðu til ? Ég var ekkert að velta því fyrir mér þegar ég greiddi atkvæði með þjóðinni. Nú verð ég að horfast í augu við alvöruna.

Nú er nefnilega spurt  um það á embættis-og gæludýraplaninu hvort Seðlabankinn eigi að afhenda gjaldeyrisforðann sinn til að borga Icesave skuldir Landsbankans. Þjóðin framleiðir ekki nægan gjaldeyri og verður því áfram að búa við gjaldeyrisskort og því gjaldeyrishöft.  Almenningur, í  mildri mynd,  þar sem hann fær allt sem hann þarf, verður að búa við gjaldeyrishöft án þess að hann verði mikið var  við. Lífeyrissjóðirnir og svokallaðir fagfjárfestar verða að halda sig heima og komast ekki hjá því einunigs að kaupa Flugleiðir og slík gróðafyrirtæki innlend en spekúlera ekki með Warren Buffett og ámóta snillingum á börsunum í útlöndum.

Icesave skuldin hvarf auðvitað ekki neitt við þjóðaratkvæðagreiðslurnar tvær né EFTA dóminn þó margir hafi hugsanlega haldið það í sigurvímunni. Skuldin var einfaldlega ekki á vegum þjóðarinnar.

Af óendanlegri fjármálavisku sinni bjó löggjafinn til neyðarlög  þar sem bankakerfið var þjóðnýtt og skipt upp í nýja og gamla banka. Hugsanlega  það erfiðasta  sem hægt var að gera  í stöðunni eftir að Pétur Blöndal lagði þau orð í munn Geirs Haarde að ríkið ábyrgðist allar innistæður og Geir hikaði við að neita að hafa sagt þetta. Ekki heyrði ég hann segja þetta beinlínis öðru vísi en mep tafsi.   Allar inneignir komnar í opinberan forgang þar með og þar með erlndar krónueignir líka. 

Síðan urðu stjórnarskipti. Nýr fjármálaráðherra, Steingrímur J Sigfússon, greip til ráðstafanna, sem sumir telja jafnvel lögbrot og bjó til nýja og gamla banka og þar með nýjan og gamlan Landsbanka sem ríkisbanka.  Í stað þess mátti lýsa að lýsa bankana og Landsbankann gjaldþrota eftir íslenskum lögum. Ég velti því fyrir mér, svona eftir á að hyggja, hvort sú leið hefði orðið auðveldari? Aðrir telja svo ekki vera.

Til viðbótar afhenti svo þessi Steingrímur Jóhann hina bankana tvo til erlendra kröfuhafa sem nýja banka í stað þess að fara að gjaldþrotalögum.  Snuðaði okkur eigendur hlutafjárins um áhriif.  Þessar aðgerðir situr þjóðin upp með í dag  og getur ekki leyst hnútana sem Steingrímur reið henni, hvernig sem annað veltist.

Hefði ekki málið orðið skemmtilegra ef Steingrímur væri núna landsstjóri á Grikklandi í stað þess að vera fallisti í Norðulandaráði. Hefði ekki verið meira gaman að láta Steingrím J. Sigfússon bjarga þjóðinni til örbirgðar með því að hún nú greiði Icesave endanlega með skuldabréfinu til gamla Landsbankans ? Osfrv.  

 Það er auðvitað of seint til að taka nokkuð upp aftur. Of seint til að iðrast. 

Icesave snérist um fjáröflun okkar óprúttinna eigenda íslenskra banka og þátttöku og meðvirkni ábyrgðarlausra starfsmanna sðmu banka í því ferli og sofandahátt kerfisins.   Afleiðingar þessa sofandaháttar yfirvalda eru enn ógreiddar. Þeir vatnsgreiddu og stroknu voru ekki eins klárir og þeir sjálfir héldu fram. Þeir voru bara venjulegir reynslulausir bjálfar en þjóðin situr uppi með raunverulegan reikninginn án þess að hafa vilja það eða vitað það.  

Um það snúast endadalok Iceasave málsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Icesave gjöf til gjalda!!

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2014 kl. 23:40

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er ekki hægt að gera þennan Steingrím Icesave-sökudólg að eilífðarhreppstjóra fyrir norðan?

Jón Valur Jensson, 3.11.2014 kl. 05:51

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Aumt að horfa á hægri öfgamenn reyna að koma Icesave á saklausa stjórnmálamenn, væri kannski ráð að hugleiða hvaða kerfi ( einkavæddir bankar Sjálfstæðisflokksins) og hvaða góðvinir hverra koma þesssu fyrirbæri á legg sem síðan hrundi. Einfaldanir þessara hægri manna greinilega treysta á að heimska fólks sé það mikil að þeim verði trúað.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.11.2014 kl. 05:57

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvað er Icesave Halldór ?? Heiðarlegur núna takk fyrir.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.11.2014 kl. 05:58

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Veiztu ekki, Jón Ingi, að þitt heittelskaða Evrópusamband ætlaðist til þess, að bankar væru ekki reknir sem ríkisfyrirtæki? Þínir eigin foringjar, JBH & Co., vissu það þó, að einkavæðing yrði að verða, en þú varst kannski ekki í kallfæri við þá svona langt í burtu og utanveltu þar að auki?

Jón Valur Jensson, 3.11.2014 kl. 06:01

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvað er meintur eðalkrati að verja gamlan komma?

Jón Valur Jensson, 3.11.2014 kl. 06:03

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bar ekki Steingrímur ábyrgð á útgáfu skuldabréfs nýja Landsbankans til þess gamla?

Jón Valur Jensson, 3.11.2014 kl. 06:11

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og Jóhanna og Össur auðvitað með honum!!!

Ekki skal evrókratinn gleyma því.

Jón Valur Jensson, 3.11.2014 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband