Leita í fréttum mbl.is

Ný hagfræði

til að búa til hagvöxt í Evrópusambandinu.

Á bloggsíðu Gústafs Skúlasonar er eftirfarandi að finna:

"Sænska Dagblaðið greinir frá því, að vændi, eiturlyf, sígarettu- og áfengissmygl geri kraftaverk fyrir efnahagstölur Evrópusambandsins. Sérstaklega í löndum með umfangsmikla mafíustarfsemi eins og Ítalíu sem fékk jákvæðar tölur eftir að hafa tekið slíka starfsemi með í útreikning á þjóðarframleiðslu Ítalíu. Ástæðan fyrir þessu efnahagsbata er að tekin hefur verið í notkun ný aðferð til að reikna út verga þjóðarframleiðslu. Samkvæmt nýjum reglum þjóðar- og svæðareiknikerfis (ESA) er vændi, eiturlyfjasala, smygl, vopnasala m.m. nú tekið með við útreikning vergrar þjóðarframleiðslu fyrir einstök ríki. Fyrir Ítalíu gerðu nýju aðferðirnar gæfumuninn og þjóðarframleiðslan jókst á öðrum ársfjórðungi með 0,1% skv. ítölsku hagstofunni ISTAT. Tölurnar þýða, að Ítalía hefur nú unnið bug á kreppunni frá því í ágúst Hvorki vændi né eiturlyf eru bönnuð í öllum ESB-ríkjum og til að "sanngirni" sé gætt milli landa sem leyfa slíkt og hinna sem banna vændi og eiturlyf er nú leyft að taka með þessa þætti í tölurnar til að fá "samanaburð". 

Ekki er að efa að við Íslendingar getum hresst upp á landsframleiðsluna ef við  við bættum við  "landaframleiðslunni" og svörtu vinnunni, þó hvorutveggja sé auðvitað bannað. Við gætum til dæmis áætlað svarta útleigu gistirýmis sem óbeinar tekjur af ferðaþjónustu og sett í þjóðhagsreikningana. Við höfum víst ekkert vændi eða eiturlyf til að státa okkur af enda harðbannað.

Ég man eftir því að það var opinbert leyndarmál í þýskalandi í þá daga að  svarta hagkerfið væri bakbeinið í velsæld borgaranna og gerði þeim kleyft að sætta sig betur við litlar kauphækkanir og aðra óáran. Auðvitað er það betra fyrir þjóðfélagið og borgarana að vinna sé framkvæmd svart heldur en að hún væri ekki unnin. 

Nú eru sem  sagt fyrstu skrefin stigin í Evrópusambandinu í átt til þess að ná utan um hina raunverulegu þjóðarframleiðslu.  

Mun hin nýja hagfræði gera  Evrópusambandið að girnilegri kosti fyrir íslenska krata? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband