Leita í fréttum mbl.is

Ferfalt fyrir Framsókn

fyrir að flytja tillögu um að fella málefni Reykjavíkurflugvallar undir Alríkið. Ég veit að þeir eiga stuðningsmann í Sjálfstæðisflokknum sem heitir Jón Gunnarsson sem hefur verið að tala fyrir hugmyndum um þetta lengi og lagt fram þingsályktunartillögu í þessa veru. Fleiri munu án efa ganga fram og styðja þetta tímabæra mál.

Ólafur Thors forsætisráðherra tók við Reykjavíkurflugvelli úr hendi Breta 1947. Hann var þá afhentur Alríkinu til eignar, heill og óskiptur. Þjóðin á þenna flugvöll og hann á ekki að vera leikfang misviturra borgarfulltrúa sem jafnvel hanga á völdum eftir allskyns krókaleiðum, eins og þeir DagurBé og Essbjörn.

Þeir góðu þingmenn sem þessu máli leggja lið eiga stuðning mikils meirilhluta þjóðarinnar sem vill ekki með nokkru móti missa Reykjavíkurflugvöll. Skipuleg herferð af hálfu vinstri manna gegn vellinum hefur staðið yfir lengi og því miður hlotið stuðning úr Sjálfstæðisflokknum.

Skipulagshringl Reykjavíkurborgar hefur litt til ýmissa aðgerða í kring um völlinn sem rýra gildi hans og um leið aðgerðaleysis  sem stendur í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu. En flest allt á vellinum hefur dregist og drabbast niður í áratugi.

Enn þá er innanlandsflugið í ónýtum skúrum frá styrjaldarárunum, merkum minjum á vellinum er ekki sinnt og ekki fást leyfi fyrir byggingum sem eru nauðsynlegar fyrir flugstarfsemina. Síðasta atlagan af hálfu Borgarstjórnarmeirilhlutans var svo gerð í gær þegar samþykt var að hefja eyðileggingu neyðarflugbrautarinnar.

Áður hafði verið samþykkt að gera  almanna-og kennsluflug útlægt af vellinum og gefa Háskólanum Fluggarða þar sem sú starfsemi hefur haft athvarf. "Getið þið ekki lært þetta flug í útlöndum" var svar Essbjarnar við þeirri spurningu hvert þessi starfsemi ætti að fara.

Allt fæst þetta keypt ódýrt hjá Halldóri Auðari Svanssyni fulltrúa Pírata, sem heldur þessum meirihluta við völd fyrir aðeins 23 milljónir króna það sem komið er. Furðar ýmsa á lítilþægni mannsins fyrir það sem í undir er. Hann hefði áreiðanlega geta fengið að nota borgarstjórabílinn að vild til viðbótar. 

Ferfalt húrra fyrir Framsókn og fræknum þingmönnum á Alþingi sem loks ætla að láta hendur standa fram úr ermum við að verja völlinn sem 82 % landsmanna vilja að verði hér til frambúðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband