Leita í fréttum mbl.is

Hvað varð af Sjálfstæðisflokknum?

mínum gamla sem ég gekk ungur á hönd?

Þá talaði flokkurinn um eign fyrir alla. Talaði fyrir séreignar stefnunni í húsnæðismálum. Húsnæðismálalán fyrir alla sem gátu náð sér í fokheldan kofa.  Það var ekki búið að finna upp greiðslumatið þá enda hefðum við fæst staðist það. Húsnæðismálalán var eina lánið sem maður átti víst ef íbúðin var undir 125 m2 og dugði svona fyrir helmingi af fokheldi. Fokheldið stóð undir því að tryggja lánið og greiðslumat skipti ekki máli þess vegna.  Lágir vextir og lengi án verðtryggingar sem þó breyttist fljótlega á minni ævi. 

Síðan bréfaguttarnir fengu flest völd í þjóðlífinu og bankarnir fengu einkaleyfi á bankamargfaldaranum til þess að búa til rafpeninga, þá fær enginn lán nema að hann geti sannað fyrst að hann þurfi ekki á því að halda.  Þar er greiðslumatið góða hindrun fyrir kjarkmikla fólkið sem vill búa hér og er reiðubúið að leggja á brattan eins og Íslendingar áður fyrr, sem tautuðu fyrir sér á ,móti allri skynsemi: "Þetta reddast einhvernveginn." Nú er allt sem ekki gengur upp á Excel ónýtt og afskrifað og því er engu til hætt.Unga fólkið sekkur niður á stig svartsýni og uppgjafar og gefur frá sér að flytja af Hótel Mömmu.

Afleiðingin er sú að unga fólkið er langt komið með að gefa frá sér alla von um að það geti nokkurn tímann eignast eigin íbúð ef það starfar ekki í fjármálageiranum heldur eru vísindamenn, kennarar eða umönnunarstétt. Hverskonar þjóðfélag er þetta orðið?

Hvar er þjóðfélagið hans Jóns Þorlákssonar sem sagði gjör rétt, þol ei órétt, Ólafs Thors sem talaði um stétt með stétt og Eykons sem talaði um auðstjórn almennings, Bjarna Ben sem talaði um eign fyrir alla? Hvar eru þessar gömlu hugsjónir Sjálfstæðisflokksins?

Hvað höfum við fengið í staðinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn okkar gamla?

Nú er bara talað um Búseta eða leigumarkaðsúrræði  DagsBé og Essbjörns sem lífsakkeri unga fólksins. Sumir segja að það vilji ekki láta húsnæðismyllustein vera um hálsinn á sér eða lifa í einhverjum gamaladags lífsstíl en  geta flutt til Noregs þegar að lystir.

Innflytjendur streyma svo inn í tómarúm brottfluttra og eru nú orðnir 10 % af þjóðinni. Eru þeir margir sem trúa því að  Nígeríumenn eða Arabar séu líklegir til að fylla þau menningarskörð sem unga norræna fólkið okkar skilur eftir sig vegna ræfildóms og skilningsleysis hinna nýkratísku stjórnmálamanna? Nýkratar hafa riðið húsum hér lengi og er glötun hinna gömlu gilda í réttu hlutfalli þar við ár frá ári.

Dugleysi sveitarstjórnarmanna okkar hér á höfuðborgarsvæðinu er algert og skilningsleysi þeirra á nauðsyn þess að styðja við unga fólkið með ódýrum og lánslóðum er svo kapítuli fyrir sig sem hlýtur að styðja við uppgjöf hugarins hjá æskufólkinu þegar það hugleiðir mögleika sína hérlendis eða erlendis. Enginn man lengur fólkið sem byggði Smáíbúðahverfið með eigin höndum  af því að það fékk tækifæri til þess. Nú er vandlega séð til þess að enginn getur fengið lóð nema borga fyrst 100.000 kr/m2 af byggingaráforminu fyrir lóðina til bæjarfélagsins og síðan 150.000 kr/m2 í hreinan hagnað til byggingabraskarans sem byggir húsið fyrir hann á 200.000kr/m2 byggingakostnaðarverði. þetta er málið í hnotskurn hér. Það er ekki svona úti á landi enn þá enda húsnæðisverð þar nær því bandaríska sem margir þekkja.

Hvar ertu minn gamli Sjálfstæðisflokkur sem ég trúði á í gamla daga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þú ert ekki sá eini sem undrast afdrif flokksins nafni. Lýsing þín  her að ofan er sorglega raunsönn, þvi miður. Nú er hún Snorrabuð stekkur.

Halldór Egill Guðnason, 8.11.2014 kl. 03:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Passaðu þig Halldór.

Þú endar sem kommi með þessu áframhaldi.

Hreint út frábær pistill hjá þér.

Hafðu þökk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.11.2014 kl. 08:58

3 Smámynd: Jón Magnússon

Tímabærar athugasemdir Halldór. Það er nefnilega mikill munur á markaðsþjóðfélagi verðbréfamarkaðanna og markaðsþjóðfélagi framleiðslu, vinnu og nýjunga. Það uppgötvuðu þeir Henry Ford og Thomas Alva Edison strax í upphafi síðustu aldar. Nauðsynlegt að markaðshyggjumenn framleiðslu og hugvits fari að stjórna Sjálfstæðisflokknum.

Jón Magnússon, 8.11.2014 kl. 11:12

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það verður ekki einfallt mál að snúa við því, sem þú réttilega bendir á varðandi húsnæði, að fólk fari að byggja sér sjálft þak yfir höfuðið.

Skriffinska og hártoganir leyfisveitenda er eitt en síðan er hitt, sem mér finnst það furðulegasta í þessu öllu, að fólk skuli borga fyrir að leigja lóð og greiða fasteignagjöld af öllu saman til sveitarfélagsins. Er þetta ekki aðeins á haus allt saman?

Það hlýtur að vera hagur sveitafélaganna að fá fólk til sín með sínar framtíðar skattekjur.

Þessu verður seint breytt nema með alsherjar ormahreinsun, líkt og þegar sullinum var útrýmt.

Sindri Karl Sigurðsson, 8.11.2014 kl. 12:27

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Mín tilfinning er sú sama og þín, Halldór.  Sjálfstæðisflokkurinn fór frá mér en ég ekki frá honum

Þórir Kjartansson, 8.11.2014 kl. 21:38

6 Smámynd: Þorkell Guðnason

Þú lýsir þessu réttilega Halldór.

Í mínum huga er vandinn að stórum hluta fólginn í því hvernig prófkjörin virka, ásamt fátæklegum samskiptum flestra kjörinna fulltrúa við kjósendur sína milli kosninga.

Þorkell Guðnason, 9.11.2014 kl. 01:34

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta nafni, það er huggun fyrir mig að lesa þína hluttekningu.

Ómar, já það er einmanalegt a hjarninu. Ég minnist þess að Tómas Guðmundsson var svo myrkfælinn að hann óskaði ´ser að sjá draug svo hann væri ekki einn.

Sindri, þessu er ekki svo auðveldlega breytt. Við erum inn í sullinum sjálfum.

 Og vinur Jón, já maður er orðinn krossbit á þjóðfélaginu. Hér áður þóttu bankastarfsmenn frekar ómerkileg stétt miðað við skipstjóra og aflaklær og athafnamenn. Nú er þssu snúið á haus og þeir bréfaguttar og bankaspírur eru búnir að koma sjálfum  sér í guðatölu sem píska hina að vild.

Já Þórir, ég held að við séum ekki þeir seku.

Keli þetta er rétt hjá þér. En ekki kenna prófkjörunum um heldur bæði hversu lélegir frambjóðendur eru og fátækir af reynslu og svo skortur á liðsanda og samskiptum af hálfu þessa liðs sem verður bara upptekið af sjálfu sér eftir kosningar og komið í innivinnuna upp á furstakaup . Þá gleymir það því að það var flokkur sem kaus það inn

Halldór Jónsson, 9.11.2014 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband